Fréttablaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 35
Táralind er augnlæknastofa sem sérhæfir sig í greiningu og meðferð á augnþurrki. Augnþurrkur er afar algengt vandamál sem veldur fólki allt frá vægum óþægindum til verulegrar vanlíðunar,“ segir Sigurlaug Gunn- arsdóttir, augnhjúkrunarfræðingur hjá Táralind. Samkvæmt erlendum rannsóknum má áætla að 5-30% þeirra sem eru eldri en fimmtíu ára þjáist af augnþurrki, en á mis- munandi stigum. Helstu einkenni augnþurrks eru særindi, kláði, þurrkur, sviði og mörgum finnst eins og það sé sandkorn í auganu. „Sumir geta orðið ljósfælnir og svo getur sjón- skerpan verið breytileg, fókusinn kemur og fer. Aukið táraflæði er líka merki um þennan kvilla þann- ig að þeir sem tárast mikið geta einnig verið með augnþurrk,“ segir Sigurlaug og bætir við að augn- þurrkur og hvarmabólga haldist oft í hendur. Oft má rekja þurrkinn til þess að tárafilma augans nær ekki að gegna hlutverki sínu á eðlilegan hátt, annaðhvort vegna þess að tárakirtlarnir gefa ekki frá sér nóg af tárum eða af því að fitukirtlar gefa ekki nægilega góða fitu, eða olíu, í tárin. Þar af leiðandi gufar táravökvinn mjög hratt upp og augnþurrkur gerir vart við sig. Einnig getur hársekkjamítill, sem býr í augnhárasekkjum, valdið þurrki og kláða í augum ef hann fjölgar sér of mikið. Táralind gerir allar rannsóknir sem tengjast þurrum augum og finnur þar af leiðandi hvaðan augnþurrkurinn kemur og veitir fræðslu og kennslu í því hvernig er hægt að bæta líðan. Stundum þarf að veita sérhæfðari meðferð með lyfjum og töppum í táragöng. „Ef augnþurrkur er genginn langt og er á háu stigi getur hann haft áhrif á hornhimnu augans og þar af leiðandi á sjónina. Þess vegna er mikilvægt að meðhöndla væg ein- kenni sem fyrst,“ segir Sigurlaug, sem tekur á móti skjólstæðingum Táralindar. „Við skipuleggjum meðferð fyrir hvern og einn og fylgjum þeim vel eftir,“ segir hún og bætir við að það Ertu með augnþurrk? Augnþurrkur er algengt vandamál sem getur valdið fólki miklum óþægindum. Táralind býður upp á sérhæfða greiningu á augnþurrki og nýjustu meðferð við þessum vanda. Nýtt tæki er komið í notkun hjá Táralind, E-Eye, sem lofar mjög góðu. Tækinu er beint að húðinni fyrir neðan augun og ljósbylgjur örva taug sem er þar undir. Taugin leiðir upp í fitukirtlana og bylgjurnar örva fitukirtlana og mýkja fituna svo olían blandast betur út í táravökvann. Við það haldast tárin betur á auganu og fólki líður betur. Hjá Táralind er m.a. veitt meðferð með sérstökum bursta sem heitir BlephEx. Hann þrífur augnhvarmana mjög vel og fjar- lægir allar bakt- eríur, örverur og hjálpar til við að opna flæði frá fitukirtlunum út í tárafilmuna. MYNDIR/SIG- TRYGGUR ARI sé mikil eftirspurn eftir þjónustu Táralindar. „Við veitum m.a. meðferð með sérstökum bursta sem heitir Bleph Ex. Hann þrífur augnhvarm- ana mjög vel og fjarlægir allar bakteríur, örverur og hjálpar til við að opna flæði frá fitukirtlunum út í tárafilmuna. Við erum líka komin með nýtt tæki, E-Eye, sem lofar mjög góðu. Tækinu er beint að húðinni fyrir neðan augun og ljósbylgjur örva taug sem er þar undir. Taugin leiðir upp í fitu- kirtlana og bylgjurnar örva fitu- kirtlana og mýkja fituna svo olían blandast betur út í táravökvann. Við það haldast tárin betur á aug- anu og fólki líður betur. Fyrst þarf að koma í svokallaða forskoðun, til að meta hvort þessi meðferð henti skjólstæðingnum, taka þarf myndir af fitukirtlunum og sjá hvort kirtlarnir séu einfaldlega til staðar, þeir geta nefnilega horfið ef hvarmabólga er langt gengin. Meðferðin ber árangur í 80% tilfella og varir í þrjú ár hjá 60% þeirra sem gangast undir hana og 55% losna við gervitárin þannig að þetta er mikil bæting. Koma þarf í þrjú skipti til að fá árangursríka meðferð,“ segir Sigurlaug. Margir halda að áðurnefnd óþægindi séu hluti af því að eldast en svo er ekki. „Það er hægt að grípa inn í og við hjá Táralind hjálpum fólki að líða betur og tak- ast á við þetta. Sumir hafa þjáðst lengi og jafnvel gengið á milli lækna vegna óþæginda í augum. Ef fólk hefur grun um að það sé með augnþurrk mæli ég með að það komi til okkar í Táralind, fái ráð- leggingar og fræðslu, augnhvarma- þvott og frekari meðferð ef þörf er á. Augun eru svo mikilvæg fyrir okkur öll,“ segir Sigurlaug. Nánari upplýsingar má fá á heima- síðunni www.taralind.is. Hægt er að panta tíma á www.heilsuvera.is. Sigurlaug Gunnarsdóttir er augn- hjúkrunarfræðingur hjá Táralind. E>Eye er tæki sem sérstaklega er ætlað til að með- höndla augnþurrk sem stafar af of mikilli uppgufun tára og nýtist því um 80% sjúklinga sem stríða við augnþurrk. Meðferðin er einungis útvortis, hún er sársaukalaus með öllu og það er engin hætta á að hún skaði augað. Meðferðin ber árangur í 85% tilfella og 55% losnar við notkun gervitára. Hafðu samband í síma 577 1001 eða sendu okkur fyrirspurn á taralind@taralind.is E>EYE ER NÝ OG ÖRUGG MEÐFERÐ GEGN AUGNÞURRKI www.taralind.is AUGNÞURRKUR Eins og það sé eitthvað í augunum Augnþurrkur er ein af algengustu ástæðum heimsókna til augnlækna. Sviði, kláði, verkur, óþægindi og aukið táraflæði geta verið vísbending um að þú sért með augnþurrk. KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 2 9 . D E S E M B E R 2 0 1 8 HEILSA 2 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E C -4 9 4 4 2 1 E C -4 8 0 8 2 1 E C -4 6 C C 2 1 E C -4 5 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.