Fréttablaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 8
SUÐUR-KÓREA Óttast er að gagnaleki með persónuupplýsingum nærri eitt þúsund flóttamanna frá Norður- Kóreu kunni að stofna fjölskyldum þeirra í heimalandinu í hættu. Sam- einingarráðuneyti Suður-Kóreu hefur staðfest að svo virðist sem tölva í endur búsetumiðstöð hafi verið hökkuð og persónuupplýsingum 997 norðurkóreskra flóttamanna lekið. BBC greinir frá því að enginn hafi enn sem komið er lýst ábyrgð tölvu- árásarinnar á hendur sér en um er að ræða fyrstu árás sinnar tegundar og af þessari stærðargráðu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ekki persónuupplýsingar allra þeirra sem flúið hafa einræðisríkið í gegn- um tíðina, oft við illan leik. Nú liggur hins vegar fyrir að upplýsingum um nafn, fæðingardag og heimilisföng 997 flóttamanna hefur verið lekið og alls óljóst hvaða áhrif það kunni að hafa. Stjórnmálaskýrendur sem BBC vísar til segja ástæðu til að hafa áhyggjur af því að lekinn kunni að stofna fjölskyldum flóttafólksins, sem enn búa í Norður-Kóreu, í hættu. Eitt sé þó ljóst að lekinn grafi undan öryggistilfinningu norðurkór- eskra flóttamanna í Suður-Kóreu og kalli hugsanlega á að þeir breyti um nöfn, símanúmer og heimilisfang. Það var þann 19. desember síðast- liðinn sem sameiningarráðuneyti Óttast að hakk hafi afhjúpað þúsund föðurlandsflóttamenn  Eftirsótt er af mörgum íbúum Norður-Kóreu að komast suður yfir landamærin. MYND/EPA Tölvuárás var gerð á eina af endurbúsetu­ miðstöðvum norður­ kóreskra flóttamanna í Suður­Kóreu. Persónu­ upplýsingum þúsund flóttamanna lekið. Ótt­ ast um öryggi fjölskyldu­ meðlima sem enn búa í Norður­Kóreu. Enn óljóst hver stóð að árásinni. Það er til staðar norðurkóreskur hakkarahópur sem beinir sjónum sínum aðallega að föðurlandsflóttamönnum“ Simon Choi, tölvuöryggissérfræðingur BRETLAND Breski pósturinn, Royal Mail, hefur neyðst til að hætta við útgáfu frímerkis sem hannað hafði verið sérstaklega í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá D-deginum svo- kallaða, eða innrásinni í Normandí. Ástæðan er að myndin á frímerkinu sýndi alls ekki breska hermenn gera áhlaup á ströndina, heldur banda- ríska. Þá var myndin aukinheldur alls ekki frá Normandí-strönd, heldur frá ströndum Hollensku Nýju-Gíneu sem í dag heitir Indó- nesía, ansi fjarri Frakklandi. Myndin er tekin 17. maí 1944 en innrásin í Normandí hófst ekki fyrr en 6. júní sama ár. Frímerkið átti að gefa út við hátíðlega athöfn á næsta ári í safni sem fengið hafði nafngiftina „Best of British“. Ekkert verður nú af því eftir að fréttastofa BBC benti á áður- nefndar staðreyndir. Frímerkinu fylgdi myndatextinn „Hermenn og læknar bandamanna vaða í land“ og var sagt sýna komu þeirra að strönd Normandí. Mistök- in þykja ansi neyðarleg fyrir breska póstinn enda má finna myndina á vefsíðu American Nat ional WWII safnsins. Talsmaður Royal Mail hefur beð- ist afsökunar á mistökunum og stað- fest að myndina verði ekki að finna í útgáfunni sem fyrirhuguð er í júní á næsta ári. – smj Klúður breska póstsins Myndin sýndi allt annað en bandamenn koma að landi í Normandí. Myndin sýnir banda- ríska hermenn vaða á land í Hollensku Nýju-Gíneu tæpum mánuði fyrir D-dag- inn. Suður-Kóreu uppgötvaði lekann og fann grunsamlegt forrit á tölvu í endurbúsetumiðstöð, eða Hana- miðstöð, í Norður-Gyeongsang- héraði. Um er að ræða ríkisstofnun sem hjálpar þúsundum flóttamanna úr norðri að aðlagast lífinu sunnan landamæranna. Tölvuöryggissérfræðingurinn Simon Choi segir í samtali við BBC að líklega sé þetta ekki í fyrsta skipti sem tölvuárás sé gerð á Hana-mið- stöð. „Það er til norðurkóreskur hakk- arahópur sem beinir sjónum sínum aðallega að föðurlandsflótta- mönnum og við vitum að hópurinn reyndi að hakka eina slíka miðstöð í fyrra.“ Þótt böndin berist að nágrönn- unum í norðri er enn of snemmt að skella skuldinni á þá. Sameiningarráðuneytið mun, ásamt lögreglu, rannsaka öryggis- brestinn og árásina og er rannsókn- in á frumstigi. mikael@frettabladid.is BANDARÍKIN Texasbúinn Richard Overton er látinn, 112 ára að aldri. Overton var talinn elsti maður Bandaríkjanna áður en hann dó á endurhæfingarstöð í Austin. Hann hafði nýlega verið lagður inn vegna lungnabólgu. Overton var í bandaríska hern- um í síðari heimsstyrjöldinni og hafði eitt sinn látið hafa eftir sér að leyndarmálið að langlífinu væri viskídrykkja og vindlareykingar sem hann stundaði grimmt á ver- önd heimilis síns í Austin. Árið 2013 var Overton heiðraður af Barack Obama, þáverandi Bandaríkja- forseta á degi uppgjafahermanna (e. Veterans Day). – smj Sá elsti látinn Richard Overton. MYND/EPA icewear.is Icewear janúarútsala 2019-8.pdf 1 17/12/2018 09:36 BANDARÍKIN Leikkonan og erind- reki Flóttamannastofnunar Sam- einuðu þjóðanna Angelina Jolie gaf það til kynna í viðtali á BBC að hún væri að íhuga að láta að sér kveða í stjórnmálum. Í viðtalinu sagði Jolie að fyrir 20 árum hefði slíkt aldrei getað komið til greina, en staðan væri önnur í dag. „Ég fer þangað sem þörfin er,“ sagði Jolie. „Ég veit ekki hvort ég er hæf til að gegna embætti, aftur á móti þá hef ég grínast með það að það sé ólíklegt að ég eigi fleiri gleymdar beinagrindur í skápnum.“ Jolie hefur beitt sér fyrir mannrétt- indum flóttafólks og barist gegn kyn- bundnu ofbeldi. – khn Angelina Jolie útilokar ekki að fara í pólitík 2 9 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E C -2 6 B 4 2 1 E C -2 5 7 8 2 1 E C -2 4 3 C 2 1 E C -2 3 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.