Fréttablaðið - 20.12.2018, Síða 2

Fréttablaðið - 20.12.2018, Síða 2
Veður Norðaustan 3-8 og léttskýjað SV- lands, skúrir SA-til, annars skýjað og úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins. sjá síðu 32 Góður hugur Margir leggja hönd á plóginn í pakkasöfnun Kringlunnar í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands. Gestir Kringlunnar eru hvattir til að kaupa eina aukagjöf og leggja hana við jólatréð sem kveikt var á í nóvember. Gjöfunum er svo komið í hendur bágstaddra barna fyrir jólin. Þessar stúlkur hjálpuðust að við innpökkun í gær. Sjálfsagt láta enn fleiri gott af sér leiða síðustu dagana fyrir hátíðarnar. Fréttablaðið/Ernir Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin Opið alla daga til jóla JÓLATILBOÐ 29.900 FULLT VERÐ 34.900 Jólatilboð Fyrir grill og ofna Pizzustein afslátt ur 25% JÓLATILBOÐ 5.990 VERÐ ÁÐUR 7.990 fyrir grillið LED ljós JÓLATILBOÐ 3.990 VERÐ ÁÐUR 4.990 afslátt ur 20% NOREGuR Norskir sjómenn fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. Nú hefur verið ákveðið að verja 45 milljónum norskra króna, eða 630 milljónum íslenskra króna, til að rannsaka hvort sjómennirnir hafi rétt fyrir sér. Rannsóknin, sem á að hefjast í janúar og á að standa í fimm ár, fer fram í þremur fjörðum í Finnmörku en niðurstöðurnar munu gagnast öðrum byggðarlögum. Á vef norska ríkisútvarpsins er haft eftir Pål Arne Bjørn, verkefnis- stjóra hjá Hafrannsóknastofnuninni í Noregi, að fylgjast eigi með lífi í firði fyrir og eftir að laxeldiskvíum er komið fyrir. Rannsaka á meðal annars hvort laxeldið fæli þorskinn burt og hvort það hafi áhrif á fæðu þorsksins og vöxt. – ibs Rannsaka hvort laxeldið fæli þorskinn burt Fiskeldi við Íslandsstrendur. Fréttablaðið/PJEtUr VEðuR „Eins og spárnar líta út núna verður örugglega betra veður á Tenerífe og Flórída en hér,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veður- fræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um jólaveðrið í ár. Birta lætur þess þó getið að hún hafi ekki kynnt sér spár syðra yfir hátíðirnar en þúsundir Íslendinga verja jólum í sól og blíðu á Tener- ife, í Flórída og á Kanaríeyjum. „Suðlægar áttir, rigning um vestanvert landið og hiti á bilinu tvö til sjö stig. Þau gögn sem við erum með núna benda til þess að þetta verði jólaveðrið, en hversu mikla rigningu og mikinn vind við fáum er hins vegar óráðið á þessari stundu,“ segir Birta en tekur fram að spárnar séu frekar óstöðugar en bendi þó allar í áttina að suð- lægum áttum og rigningu. Sjálf er Birta ekki með skreyt- ingar úti við og hefur ekki áhyggj- ur af inniseríunum sínum að svo stöddu. „Það er of snemmt að spá um það núna hversu mikil rigningin verður og hversu hvasst en ef verstu spárnar rætast þá gæti ýmis- legt farið að fjúka,“ segir Birta en telur þó alls ekki raunhæft að vara við slíku á þessari stundu vegna þess hve óstöðugar spárnar eru. „Ég myndi ekki fara að naglfesta seríurnar mínar innanhúss fyrr en í fyrsta lagi á Þorláksmessu.“ Sé litið á björtu hliðarnar segir Birta að veðrið um helgina verði nokkuð fallegt gangi spár eftir og hiti um frostmark um mestallt land. Landsmenn ættu því ekki að þurfa að þola rok og rigningu á hápunkti jólastressins. Ekki fari að þykkna upp fyrr en á aðfanga- dag og búast megi við þungbúnu veðri bæði á aðfangadag og jóla- dag með rigningu sérstaklega um vestanvert landið. Helst sé von til þess að það haldist þurrt um austanvert landið en enginn jóla- snjór er í kortunum sama í hvaða landshorn er litið. Birta hefur ekki kannað hversu langt menn þurfi að ferðast til þess að komast í besta jólaveðrið. „Það fer náttúrulega eftir því hvort þú vilt hita og blíðu eða kulda og jólasnjó. Ef þú vilt fá snjó og hægan vind, ég veit ekki, kannski Síbería? Það er oft hæðasvæði þar yfir á veturna og mjög kalt.“ aðdalheidur@frettabladid.is Rigning og rok á jólum Íslendingar á Tenerífe og Flórída fá betra veður um jólin en aðrir landsmenn gangi veðurspár eftir. Vilji menn ekta jólaveður er Síbería öruggasti kosturinn. birta líf Kristinsdóttir, veðurfræð- ingur. Fréttablaðið/GVa Óljóst er hversu mikið rokið og rigningin verður. Fréttablaðið/SiGtryGGUr Viðskipti Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til að aðhafast neitt frekar í athugun sinni á því að breyt- ing hafi átt sér stað á yfirráðum í HB Granda. Athugun Samkeppniseftirlitsins laut að því hvort kaup Brims hf. í eignarhlutum í HB Granda færu í bága við 17. gr. samkeppnislaga um samruna fyrirtækja. Svo virðist ekki vera. „Hefur stofnunin því látið málið niður falla,“ segir tilkynningu HB Granda. – gar Brim og Grandi undan smásjá félaGsmál Byggja á eitt þúsund fer- metra meðferðarheimili í Garðabæ við Vífilsstaðaháls fyrir börn sem glíma við hegðunar- og vímuefna- vanda. Þar á einnig að vista unglinga sem úrskurðaðir eru í gæsluvarð- hald. Samkvæmt samningi Sam- einuðu þjóðanna má ekki vista börn í fangelsi með fullorðnum. Samkvæmt viljayfirlýsingu Garðabæjar, velferðarráðuneytisins og Barnaverndarstofu sem undir- rituð verður á morgun úthlutar Garðabær lóð undir starfsemina, velferðarráðuneytið tryggir Barna- verndarstofu fjármagn til fram- kvæmda vegna byggingar heim- ilisins og Barnaverndarstofa annast reksturinn. Framkvæmdir eiga að hefjast á næsta ári. Fram kemur í fundargerð bæjar- ráðs Garðabæjar að nú þegar sé hafin vinna við skipulag svæðisins. – la Börn í vanda hýst í Garðabæ 2 0 . d E s E m b E R 2 0 1 8 f i m m t u d a G u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð 2 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D D -E A D 4 2 1 D D -E 9 9 8 2 1 D D -E 8 5 C 2 1 D D -E 7 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.