Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2018, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 20.12.2018, Qupperneq 32
Ég kýs að eiga fáar tímalausar flíkur úr bestu gæðum frekar en margar flíkur sem endast ekki lengi. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Frábær hóptilboð Sjáðu öll tilboðin okkar á www.kinahofid.is Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l Sími 554 5022 TILBOÐ 4 réttir + súpa dagsins aðeins 1.790 kr.* NAUTAKJÖT Í OSTRUSÓSU KJÚKLINGUR Í KARRÝSÓSU DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU NÚÐLUR MEÐ GRÆNMETI *tekið með heim – 2.100 kr. ef borðað er á staðnum. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Flott jólaföt Jakki kr. 12.900.- Buxur kr. 8.900.- Str. S-XXL Kári Eyvindur er tvítugur Kópavogsbúi sem fylgist vel með öllu sem gerist í heimi fatahönnunar. „Ég hef lengi haft áhuga á tísku en sá áhugi hefur verið undirliggjandi frá því ég var 9-10 ára þótt hann hafi byrjað fyrir alvöru í menntaskóla. Núna er hann kominn á það stig að ég ætla mér að vinna í þeim heimi í framtíðinni. Utan þess hef ég mikinn áhuga á ljósmyndun, ferðalögum, kvikmynda- og myndbandsgerð, arkitektúr, sál- fræði og nánast allri hönnun.“ Kýs fáar góðar flíkur Hann lýsir fatastíl sínum sem mínímalískum og dökkum yfirlitum. „Ég kýs að eiga fáar tímalausar flíkur úr bestu gæðum frekar en margar flíkur sem endast ekki lengi. Svartur litur er áberandi hjá mér en stundum bregður fyrir öðrum litum, þó ekki mjög skærum.“ Hann á engar sérstakar tísku- fyrirmyndir heldur segir frekar að hugarástandið hverju sinni ráði því hvernig hann klæðir sig. „Ann- ars fæ ég stundum hugmyndir með því að fylgjast með fólki sem ég sé t.d. á leiðinni í vinnuna, á götum erlendis eða í sérstökum kvikmyndum eða þáttum. Ég fæ innblástur víða, t.d. frá bókum, byggingum og málverkum.“ Hvar kaupir þú helst fötin þín? Fyrir rúmu ári byrjaði ég að ferðast einn til London og Parísar til að kaupa föt og svo nota ég líka netið og fer þá á Grailed, Ssense eða Farfetch. Næst langar mig til Tókýó og skoða mig um þar. „Vint- age“ markaðir og „sample-sales“ eru líka sniðug leið til að kaupa sérstakar flíkur sem maður hefur augastað á. Áttu minningar um gömul tísku- slys? Allar þær gallabuxur sem voru alltof þröngar. Þær voru þó mikil- væg lexía sem ég er glaður að hafa lært af. Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn? Öll fötin sem ég notaði mest fyrir rúmu ári hef ég selt eða gefið. Annars eru það Raf Simons Ozweegos skórnir sem ég keypti fyrir einu og hálfu ári en nota þó ekki mikið og er því líklegast að fara að selja þá ef nostalgía tekur ekki yfir. Áttu þér uppáhaldsverslanir? Dover Street Market í London er ein af þeim af því hún inniheldur langflest merkin sem ég klæðist og fylgist með. Archive 18-20 er líka minnisverð og Printemps mollið er aðalmálið í París. Erlendis fer ég á flesta „vintage“ og „second- hand“ markaði sem ég kemst á. Annars finnst mér þær búðir, sem bera frekar fá merki en fleiri flíkur og einbeita sér að þeim, vera þær sem ég sæki mest í. Ég er eigin- lega alveg hættur að kaupa föt á Íslandi en þær verslanir sem ég fylgist spenntur með eru Húrra Reykjavík, CNTMP og Geysir. Áttu eina uppáhaldsflík? Í augnablikinu er það jakki sem ég keypti á „vintage“ markaði í Bergen. Ef ég á að minnast á uppá- halds flík allra tíma er það bolur sem ég lét prenta á fyrir ári síðan. Þar má sjá einhvers konar tákn sem uppáhalds tónlistarmaðurinn minn er þekktur fyrir. Bestu og verstu fatakaupin? Fyrstu svörtu víðu gallabux- urnar mínar kenndu mér að meta ólík snið og opnuðu augu mín fyrir mörgu sem mér hefði aldrei dottið í hug að pæla í áður. Ég reiði mig ekki á hvatvísi þegar ég kaupi föt þannig að ég slepp við slæm kaup. Hvað einkennir klæðnað ungra karla í dag? Sífellt fleiri ungir strákar klæða sig eins og þeir vilja og fylgja eigin hugsunarhætti. Ég væri til í sjá sem flesta prófa það og sjá hvert það leiðir. Notar þú fylgihluti? Það fer eftir umhverfinu hverju sinni. Ég á tvo handsmíðaða hringa sem ég ber alltaf. Annar þeirra var gerður af afa mínum og hinn af Erling gullsmið á Hverfis- götu. Svo er ég líka með hálsmen sem var hannað af vinkonu minni, armband sem ég gerði sjálfur og silfureyrnalokka. Fylgihlutir hafa lengi verið og verða partur af dag- legu lífi mínu, býst ég við. Dökkur yfirlitum Svartur litur er áberandi í fataskáp Kára Eyvindar sem fékk snemma áhuga á tísku. Hann stefnir á frama á sviði fata- hönnunar og sækir innblástur úr ýmsum áttum. Bolurinn er frá japanska merkinu Undercover eftir Jun Takahashi og er partur af vorlínunni 2018. Kári Eyvindur keypti hann í Dover Street Market í London. Svartur litur er í uppáhaldi hjá honum og lítið um skæra liti. MYND/EYÞÓR LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS Líð á frettabladid.is allar um fólk, menningu, tísku, heilsu og margt eira. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 2 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D D -E F C 4 2 1 D D -E E 8 8 2 1 D D -E D 4 C 2 1 D D -E C 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.