Fréttablaðið - 20.12.2018, Side 20

Fréttablaðið - 20.12.2018, Side 20
Fasteign vikunnar úr Fasteignablaði Fréttablaðsins Falleg, björt og vel skipulögð 120 fermetra íbúð á tveimur hæðum við Mýrargötu 29, í 101 Reykjavík. Aukin lofthæð er í hluta eignarinnar, þrefalt gler og aukin hljóðeinangrun. Gengið er upp á efri hæð íbúðarinnar um fallegan, teppalagðan stiga þar sem hægt er að ganga út á svalirnar, sem eru um 12 fermetrar að stærð. Tvö baðerbergi eru í eigninni. Tvö svefnherbergi eru á efri hæð íbúðarinnar. Vikan Sjálfur Jose Mourinho yfirgaf Old Trafford, eitt glæsilegasta hús landsins er nú innpakkað þar sem ferðaþjónustuforkólfur hefur ekki leyfi fyrir breytingum og kassakerfi Costco réð ekki við íslenska jólaös. Þetta er meðal frétta vikunnar rétt áður en jóla- gleðin verður hringd inn. Báru Halldórsdóttur var hvött áfram í héraðsdómi. Íbúðarhúsinu á Fjölnisvegi 11 var pakkað kirfilega inn. Önnur sería Ófærðar hefur göngu sína á annan í jólum. Álagið Kassakerfi Costco komst í fréttirnar á sunnudag þegar kerfið hrundi í heilan fótboltaleik eða 90 mínútur. Eðlilega mynduðust langar raðir sem þveruðu vöruhúsið stóra og náðu frá kössunum aftur að kælunum í hinum endanum. Að sögn við- staddra ákváðu margir að hverfa frá meðan kerfið lá niðri. Engilbert Arnar Friðþjófsson, sem var staddur á matsölustaðnum í versluninni, fylgdist með gangi mála en hann er forsprakki Facebook- hópsins CostcoGleði. „Þau leystu þetta bara mjög vel og voru mjög almennileg. Þau voru að gefa fólki kökur, djús, Prins Póló og möffins,“ sagði Engilbert í samtali við Frétta- blaðið. Bára mætti í réttarsal Bára Halldórsdóttir, sem kveðst hafa hljóðritað umdeildar samræður sex þingmanna á barnum Klaustri fyrir um fjórum vikum, mætti í Héraðs- dóm Reykjavíkur vegna þingfest- ingar máls fjögurra þingmanna Mið- flokksins. Freyja Haraldsdóttir sem taldi að sér vegið í tali þingmann- anna, mætti einnig. Fjölmennt var í héraðsdómi en enginn þingmanna úr Klaustursupp- tökunum sótti dómþing. Lögmaður fjórmenninganna, Reimar Snæfells Pétursson, fór einn- ig fram á að fá myndefni úr eftirlits- myndavélum sem hann telur geta varpað skýrara ljósi á málið. Hann ítrekaði að mikilvægt væri fá mynd- efnið hið fyrsta til þess að tryggja tilvist þess. Þannig sé til að mynda hægt að sjá hvernig Bára hafi haldið upptökunni leyndri frá þingmönn- unum, hvaða aðferðum hún beitti og hversu sterkur ásetningur hennar var. Hann undirstrikaði mikilvægi þess að fá frekari vitneskju um málið. Eftir að þingfestingu lauk hvöttu áhorfendur Báru í verki með því að kyrja nafn hennar og klappa. Framkvæmdir stopp í innpökkuðu glæsihúsi Framkvæmdir við hið fræga glæsi- hýsi við Fjölnisveg 11 hafa verið stöðvaðar þar sem breytingar sem stendur til að gera á því eru enn í grenndarkynningu og því ósam- þykktar. Húsið, sem verið hefur í eigu margra þekktustu athafna- og auðmanna landsins undanfarin ár, hefur vakið athygli vegfarenda að undanförnu enda hefur því verið pakkað kirfilega inn. Húsið eignaðist Ingólfur Shahin, eigandi bókunar- fyrirtækisins Guide to Iceland, sem skilað hefur ríkulegum hagnaði. Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt og titlaður hönnunarstjóri verksins, segir að framkvæmdir innanhúss hafi leitt í ljós að flestir innveggir hafi verið óeinangraðir og afar hljóðbært milli veggja. Skipta þarf um þak og koma fyrir steinflísum sem fluttar eru inn frá Póllandi líkt og vinnuaflið í hús- inu. Og til að reyna að nýta verka- mennina sem komnir eru hingað til lands á launum ákvað Ingólfur að setja framkvæmdirnar í gang við að laga þakið. „Til að geta unnið þetta svona seint á árinu ákváðu þeir að pakka húsinu inn. Ég hafði aldrei séð svona. En þarna inni er allt annað hitastig og fín vinnuaðstaða,“ segir Jón Þór um innpökkunina. Komið að leiðarlokum Það kom fáum á óvart að José Mour- inho yfirgæfi Manchester United. Mourinho hefur tekist að gera Manchester-liðið frekar óáhugavert. Liðið spilar svo leiðinlegan fótbolta að jafnvel hörðustu stuðningsmenn gerðu eitthvað allt annað en að horfa á það spila við Liverpool, erkifjend- urna. Sá leikur tapaðist eftirminni- lega og var því yfirmönnum Mourin- hos ljóst að hann gæti ekki snúið gengi liðsins við. Sá portúgalski skilur félagið eftir í vandræðum, nær botni deildarinnar en efstu sætum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mourinho tekst ekki að festa sig í sessi til lengri tíma. Í þetta skipti var hann 935 daga í starfi. Hann byrjaði hins vegar með krafti og unnust þrír titlar á fyrsta árinu. En slakt gengi undanfarna mánuði, deilur við leik- menn og stjórnina leiddu til brott- reksturs. Þegar rýnt er í tölfræðina sést bersýnilega að það þurfti að grípa til aðgerða. Stigasöfnunin eftir 17 leiki er sú versta í 28 ár og varnarleikurinn sem hefur verið aðalsmerki liða Mourinhos hefur verið hriplekur. Norski markahrókurinn Ole Gunnar Solskjaer mun taka við út tímabilið á meðan stjórnin finnur langtíma- lausn. Ófærð 2 frumsýnd Önnur sería Ófærðar hefur göngu sína á annan í jólum en fyrstu þætt- irnir voru frumsýndir í Bíói Paradís í vikunni. Hinrika Kristjánsdóttir og Andri Ólafsson, sem þau Ilmur Krist- jándóttir og Ólafur Darri Ólafsson leika, snúa aftur og nú reynir á alla þeirra hæfileika. Fréttablaðið fékk að kíkja á bak við tjöldin og mætti einnig til að kíkja á frumsýninguna þar sem gestir voru prúðbúnir. Tilveran 2 0 . d e s e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U d A G U r20 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 2 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D E -0 8 7 4 2 1 D E -0 7 3 8 2 1 D E -0 5 F C 2 1 D E -0 4 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.