Fréttablaðið - 20.12.2018, Page 28

Fréttablaðið - 20.12.2018, Page 28
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid. is, s. 550 5761 Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 550 5766 Brynhildur Björnsdóttir, bryn- hildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 550 5769 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Við hjá Nordic Store byrjuðum að selja útivistarfatnað frá Canada Goose árið 2014 og síðan þá hefur salan gengið vonum framar. Okkar helsta áskorun undanfarin ár hefur verið að fá nægilega mikið magn af vörum frá Canada Goose. Salan á heimsvísu hefur verið að aukast svo mikið að fyrirtækið hefur átt í erfiðleikum með að anna eftirspurn,“ segir Hafsteinn Valur Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Nordic Store, en hann er jafnframt eigandi fyrir- tækisins, ásamt Bjarna Jónssyni. Canada Goose er fyrir löngu orðið heimsþekkt fyrir framúr- skarandi gæði og fallega hönnun. „Erlendir ferðamenn hafa verið helstu viðskiptavinir okkar, enda þekkja þeir merkið vel og sjá að verðið hjá okkur er gott og úrvalið mikið. Íslendingar hafa þó verið að sækja í sig veðrið undanfarið ár eða svo,“ segir Hafsteinn en dúnúlpurn- ar frá Canada Goose eru einstak- lega hlýjar og sem sérsniðnar fyrir íslenskt veðurfar. Saga Canada Goose Canada Goose var stofnað árið 1957 í Kanada og frá upphafi var markmiðið að framleiða útivistar- fatnað af bestu gerð. „Um 1980 var Expedition Parka úlpan framleidd fyrir vísindamenn á heimskauta- svæðum. Sú úlpa er enn í dag ein vinsælasta úlpan frá Canada Goose,“ segir Hafsteinn. Fyrirtækið hefur þá sérstöðu að vörur þess hafa verið notaðar oftar en aðrar vörur við erfiðustu mögulegu aðstæður sem til eru. „Það eru dæmi um að útivistarfatn- aður frá Canada Goose hafi bein- línis bjargað mannslífum. Marilyn Hofman er ein þeirra sem þakka merkinu líf sitt. Hún var í könn- unarleiðangri um 1.000 km frá norðurheimskautinu þegar ísinn undir henni brotnaði með þeim afleiðingum að hún féll í ísjökul- kalt vatnið. Marilyn telur víst að hún hefði ekki lifað þetta af ef hún hefði ekki verið í Snow Mantra dúnúlpu frá Canada Goose,“ segir Hafsteinn. Vistvænar vörur Allar dúnúlpur Canada Goose eru úr 100% hágæðadúni og fram- leiddar í Kanada, úr efnum ein- göngu frá Norður-Ameríku. „Segja má að fyrirtækið fari gegn straumum alþjóðavæðingarinnar um útvistun framleiðslu og hrá- efnis og hefur þar af leiðandi skapað sér sérstöðu á markað- inum,“ upplýsir Hafsteinn. Framleiðsla Canada Goose hefur ávallt verið vistvæn, t.d. er dúnninn af aligæsum og feldirnir af sléttuúlfum sem felldir eru af stjórnvöldum til þess að grisja stofninn. „Fyrirtækið er í gríðarlegum vexti á heimsmarkaði en tekjur þess jukust um 46% á síðasta ári. Þessi mikli vöxtur hefur þrýst mikið á framleiðsluna en félag- ið opnaði nýlega sína sjöundu og stærstu verksmiðju í Winnipeg. Verksmiðjan er yfir 12 þúsund fermetrar og er áætlað að yfir 1.700 manns komi til með að vinna þar,“ segir Hafsteinn. Styðja verndun ísbjarna Frá árinu 2007 hefur félagið unnið náið með Polar Bears Internatio- nal (PBI), sem eru einu samtökin í heiminum sem einbeita sér ein- göngu að verndum villtra ísbjarna. „Frá því að þetta samstarf hófst hefur Canada Goose styrkt sam- tökin um meira en 250 milljónir króna,“ segir Hafsteinn. Hann segir að því miður séu eftirlíkingar stórt vandamál fyrir Canada Goose en á degi hverjum þarf fyrirtækið að láta loka vef- Um 1980 var Expedition Parka úlpan framleidd fyrir vísindamenn á heimskautasvæðum. Sú úlpa er enn ein vinsælasta úlpan frá Canada Goose. Nordic Store er viðurkenndur söluaðili Canada Goose á Íslandi. Verslunin er við Lækjargötu 2. Úlpurnar frá Canada Goose fást í mörgum litum og með ýmsu sniði. Engum verður kalt í Canada Goose úlpu en þær eru úr 100% hágæðadúni. síðum sem selja eftirlíkingar af vörum frá því. „Oft getur verið erfitt að átta sig á að um eftirlík- ingu er að ræða þar sem óprúttnir aðilar ganga afar langt í að láta sína vöru líkjast upprunalegu vörunni sem mest og selja hana á fölskum forsendum, en þó má benda á að vörur Canada Goose fara aldrei á útsölu og koma þessir aðilar yfir- leitt upp um sig með því að bjóða vöruna á sérkjörum,“ bendir Haf- steinn á en samkvæmt lögum má farga slíkum vörum og viðskipta- vinurinn situr uppi með tjónið. Nordic Store viðurkenndur söluaðili Canada Goose Nordic Store er viðurkenndur söluaðili Canada Goose á Íslandi en verslunin er staðsett við Lækjargötu 2, í hjarta Reykjavíkur. Það er hægt að velja um fjórtán mismunandi gerðir af Canada Goose úlpum fyrir karla og átján fyrir konur, í mörgum litum. „Verð hjá okkur eru betri eða sambærileg við verð í öðrum löndum,“ segir Hafsteinn að lokum. Nánari upplýsingar fást á vef- síðunni nordicstore.is. Það eru dæmi um að útivistarfatn- aður frá Canada Goose hafi beinlínis bjargað mannslífum. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . d E S E M B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 2 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D E -1 7 4 4 2 1 D E -1 6 0 8 2 1 D E -1 4 C C 2 1 D E -1 3 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.