Fréttablaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 30
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Rakel tekst nú á við nýja og skemmtilega áskorun þar sem hún kennir ný- liðum hjá Icelandair grunnatriði í förðun og hárgreiðslu. MYND/EYÞÓR Rakel er flugfreyja hjá Iceland­air og sminka hjá Borgarleik­húsinu, auk þess að vinna sjálfstætt við förðun. Jafnframt kennir hún nýliðum hjá Icelandair réttu handtökin þegar kemur að hári og förðun. „Ég er lærður förðunarfræðingur og naglafræðingur og er einnig með B.Sc.­gráðu í íþróttafræði frá HR. Þessa dagana er ég í einkaflug­ mannsnámi hjá Geirfugli og veit fátt skemmtilegra en að fljúga sjálf. Mörgum finnst það sem ég hef lært og síðan tekið mér fyrir hendur ekki passa saman en ég er bæði íþróttaálfur og snyrtipinni,“ segir Rakel með bros á vör. Hún æfði fótbolta um árabil en áhuginn á förðun kviknaði á unglingsárunum. „Þá fannst mér förðunarvörur orðnar spennandi og var byrjuð að prófa mig áfram á því sviði. Sem betur fer á ég góða móður sem leiðbeindi mér vel í þessum málum og passaði að ég færi ekki yfir strikið. Áhuginn fyrir förðunarnámi kom aðeins seinna. Ég útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum Hraðbraut 2008, þá nýorðin 18 ára, og var þá ekki búin að ákveða hvert næsta skref yrði. Förðunarnám blundaði í mér og ég hafði það í huga aðallega fyrir sjálfa mig en ekki endilega sem atvinnu. Síðan leiddi eitt af öðru, ég fann mig vel í þessu og vinn við förðun enn í dag,“ segir Rakel sem hefur unnið að fjölbreyttum verk­ efnum sem sminka. Eftirminnilegt að farða Dorrit „Strax eftir útskrift úr förðunar­ náminu árið 2009 fékk ég vinnu hjá MAC snyrtivörumerkinu og vann þar til ársins 2016. Á þessum árum vann ég í báðum MAC búðunum, var verslunarstjóri í Kringlunni og fór í fjölmörg verkefni á vegum fyrirtækisins. Eitt minnisstæðasta verkefnið mitt fyrir MAC var þegar ég fór á Bessastaði, komin 6 mánuði á leið með dóttur mína, að mála Dorrit Moussaieff, þáverandi forsetafrú okkar Íslendinga, fyrir viðtal,“ segir Rakel brosandi. Hún hefur unnið sem sminka hjá Borgarleikhúsinu frá 2013 og farðar leikarana áður en þeir stíga á svið. „Vinnan í leikhúsinu er fjölbreytt, skemmtileg og ólík öðru hefðbundnu sminki. Þar er meira um alls konar gervi og það þarf að vinna bæði hratt og vel. Þær sýningar sem mér hefur þótt skemmtilegastar hvað varðar sminkið eru Mary Poppins, Njála og Rocky Horror. Þær voru með krefjandi gervi eins og t.d. airbrush, skalla, skegg og sár,“ upplýsir Rakel. „Ég hef líka farðað fjölda manns fyrir auglýsingar í blöð, sjónvarp og Íþróttaálfur og snyrtipinni Rakel Ásgeirs­ dóttir, flugfreyja, flugnemi og förð­ unarfræðingur, segir tískuna í förðun einkenn­ ast af hátíðleika og glimmeri. tímarit. Ég hef farðað leikara fyrir kvikmyndir, íslenska og erlenda sjónvarpsþætti, fyrir tískusýningar, danssýningar og tónleika. Allt eru þetta ólík en fjölbreytt svið innan förðunargeirans og að sama skapi eru áherslurnar mjög mismunandi eftir verkefnum,“ segir hún. Kennir flugfreyjum réttu handtökin Undanfarið ár hefur Rakel tekist á við nýja áskorun þar sem hún kennir nýliðum hjá Icelandair grunnatriði í förðun og hárgreiðslu. „Það er sérstaklega skemmtilegt. Þetta kom þannig til að síðastliðið haust hafði Klara Íris, forstöðu­ maður flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair, samband við mig en þá vantaði einstakling til að sinna þessu verkefni. Ég sló strax til, hef mikla ánægju af því að kenna og það er virkilega gaman að sjá hvað nýliðarnir eru áhugasamir,“ segir hún glöð í bragði. Þegar Rakel er spurð hvort hún eigi góð förðunarráð í dagsins önn segir hún að besta ráðið sé að drekka mikið vatn og hugsa vel um húðina. „Góð umhirða húðar er grunnur að fallegri húð og þar af leiðandi förðun.“ Þá nefnir Rakel að grunnur að góðri dagförðun felist í að þrífa húðina vel að morgni og hreinsa burt öll óhreinindi sem húðin hefur unnið á yfir nóttina. „Þannig komum við í veg fyrir að óhreinindi lokist inni og farðinn mun endast betur. Mikilvægt er að næra húðina vel með því að gefa henni raka og bera á hana augnkrem, serum, raka­ krem og primer. Þannig ætti húðin að fá þann raka sem hún þarf yfir daginn,“ segir hún. En hvernig verður jólatískan í förðun? „Hún er hátíðleg og þá poppum við aðeins upp á förðunina með því t.d. að setja glimmer á augn­ svæðið og svo er rauði varaliturinn alltaf klassískur. Núna er mikið um metallic­áferð á varir og varagloss eru líka vinsæl. Hvað varðar húðina þá er förðunin aðeins að koma til baka úr þessu Instagram­æði þar sem var rosalega mikið af öllu. Falleg, ljómandi húð með léttari áferð er að koma sterk til baka. Ég tek því fagnandi og mæli með að hafa hugtakið „Less is more“ á bak við eyrað,“ segir Rakel að lokum. Hvaða förðunarvörur leynast í snyrtiveskinu þínu? „Förðunarvörur frá MAC, Em­ broyl isse, Blue Lagoon, Nabla, Laura Mercier, Becca, Marc Inbane og Skyn Iceland. Ég er hrifnust af þeim og þær hafa reynst mér best.“ Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án? „Þær eru alltof margar. Ef ég ætti að nefna örfáar væri það shimmering skin perfector liquid í litnum pearl frá Becca, sem er ljómakrem sem ég set undir farða eða blanda við farða til að fá léttari áferð og meiri ljóma. Becca under eye brightening corrector er vara sem ég nota mikið, hún leiðréttir bláma undir augum. Ég nota maskarann Up for everything frá MAC og gæti vart verið án hans í dag. Hydra mask frá Embroylisse og Hydro cool firming eye gels frá Skyn Iceland eru síðan lykilatriði fyrir húðina.“ Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Flott jólaFöt, Fyrir Flottar konur NETVERSLUN SIGURBOGINN.IS Komið í allar helstu verslanir Íslenskt tískutímarit 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . D E s E M B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 2 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D E -0 3 8 4 2 1 D E -0 2 4 8 2 1 D E -0 1 0 C 2 1 D D -F F D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.