Fréttablaðið - 20.12.2018, Page 18

Fréttablaðið - 20.12.2018, Page 18
Þessi tími þykir mér einn sá skemmtilegasti á árinu, enda er ég svo heppinn að eiga nær eingöngu góðar minningar um hann. Eftir afmæli mitt í lok nóvember tekur við aðventan, undirbúningur fyrir jólin almennt, skreytingar með jólaljósum, jólalög, hlaðborð og samvera með vinum, samstarfs- félögum og fjölskyldu. Jólin sjálf koma svo með öllu sem þeim tilheyrir, góðum mat, spilamennsku og gjöfum að sjálfsögðu sem búið er að hafa ánægju af að velja, gefa og svo auðvitað þiggja. Lykilorðið hér er þó, jólin koma hversu vel eða illa sem þú ert undir það búin/n. Fjölskyldan fagnar þriðja í jólum hjá okkur þar sem dóttirin á afmæli, stutt er svo í áramótin sem aftur er tími gleði og fögnuðar í hópi vina og fjölskyldu með tilheyrandi sprengingum og litagleði á himni. Þetta er frábær skemmtun og vildi maður stundum óska þess að þessi tími væri lengri og kæmi oftar. Ég þekki marga sem eru miklu meiri jólabörn en ég og gangast upp í því að bæta um betur ár frá ári bæði hvað varðar skreytingar og svo margt annað. Ég þekki líka þá sem gefa mikið af sér og hugsa um náungann, lifa í raun samkvæmt orðatiltækinu að „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert sér- staklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í huganum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þau vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta. Öll getum við gefið af okkur og skiptir ekki máli hversu mikið, hugurinn er það sem telur, enda er ekki markmiðið að það séu peningar eða verðmæti heldur að það komi að gagni og hafi einhverja þýðingu, bæði fyrir þann sem gefur eins og fyrir þann sem þiggur. Það er ekki markmiðið hér að vera með einhverja predikun, ég held bara að þú sem lest þessa grein vitir nákvæmlega um hvað ég er að tala og því þarfnist það lítillar útskýringar. Það merkilega er þó hversu erfiðlega okkur gengur að fara eftir þessum einföldu viðmiðum, þá getur myndast kvíði og vanlíðan. Hver þekkir ekki hugtakið jólastress? Öll höfum við fundið fyrir slíku á einhverjum tímapunkti, líklega má skýra það með þeim miklu væntingum sem fylgja jól- unum og því að þau eiga að vera hátíð ljóss og friðar, fullkomins fjölskyldulífs og hreinna híbýla. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er maturinn, hvar þau eru haldin, hver leikur jóla- sveininn og deilir út pökkunum og svona mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel, eða hvað? Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kemur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjárhagslegs eða félags- legs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst að flest öll ráðum við tilfinningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi. Teitur Guðmundsson, læknir Eru jólin að fara með þig? Það merkilega er þó hversu erfiðlega okkur gengur að fara eftir þessum einföldu viðmiðum, þá getur myndast kvíði og vanlíðan. Jólavertíðin enn mjög mikilvæg verslunum Undanfarin ár hafa breytingar orðið á verslun á Laugavegi þar sem meira er nú stílað inn á ferðamenn. FréttabLaðið/Eyþór Það má segja almennt að í gegnum tíðina hefur jólaver-tíðin, fyrir mjög stóran hluta af versluninni, verið eins og vertíðin hjá sjávarútvegi. Hún hefur skipt öllu máli,“ segir Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um mikilvægi jólaversl- unar í nóvember og desember fyrir fyrirtæki og verslanir hér á landi. Kortaveltan þessa tvo mánuði segi allt sem segja þarf og sé besti mæli- kvarðinn á hvernig neyslan dreifist yfir árið. „Ótrúlega stór hluti af ársveltunni hefur verið í nóvember/desember.“ Þeir sérfræðingar sem Fréttablaðið hefur talað við benda á að í gegnum tíðina hafi gjarnan verið talað um að fyrirtæki sé jafnvel rekið með tapi allt árið þar til jólavertíðin gengur í garð og bjargar því. Andrés segir breytingar hafa orðið á þessu fyrir um fjórum til fimm árum. „Þegar ferðamennirnir komu svona sterkir inn í hagkerfið og breyttu miklu fyrir íslenska verslun. Ekki síst í miðborg Reykjavíkur þar sem hún hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Þú þarft ekki að ganga lengi um miðbæinn til að sjá þær breytingar sem orðið hafa á við- skiptamynstrinu.“ Miklu hafi munað þegar ferðamenn fóru úr hálfri millj- ón í tvær og hálfa á ári. „Fyrir átta árum stólaði verslunin að stórum hluta á jólavertíðina. Veltan í nóvember og desember réð mjög miklu um afkomu ársins hjá fyrirtækjum og í mörgum tilfellum á það við enn í dag. Mynstrið hefur breyst með ferðamönnunum.“ Dæmi eru um að versl- anir reki sig með tapi allt árið til þess eins að rétta sig af í jólaver- tíðinni. Eyðslugleði Íslendinga er þrátt fyrir allt verslun hér á landi bráðnauðsynleg. Ótrúlega stór hluti af ársveltunni hefur verið í nóvember/desember. Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri SVÞ Leikhúskort í þjóðleikhúsið er vegleg gjöf. Fjórar sýningar að eigin vali yfir leikveturinn. Þá fá handhaf- ar Leikhúskortsins afslátt af öðrum leikhúsmiðum og gjafakortum auk þess sem leikhúsið býður gestum upp á umræður með þátttöku lista- manna eftir sjöttu sýningu verka. Verð 17.900 kr. Vert er að nefna að Þjóðleikhúsið býður líka upp á gjafakort á ein- stakar sýningar. Í borgarleikhúsinu er hægt að velja upphæð gjafa- kortsins eftir hentisemi. Þar er almennt miðaverð 6.550 kr. nema á Matthildi 5.900 kr. og á Ellý 7.500 kr. Menningarfélag akureyrar býður líka upp á gjafakort sem hægt er að nota á alla viðburði í Hofi, Sam- komuhúsinu, í hönnunarverslun- inni Kistu og á veitingastaðnum 1862 Nordic Bistro. Upphæð gjafakortsins er að eigin vali. Sjö hugmyndir að gjöfum sem hressa andann Menningarkort reykjavíkur veitir þér aðgang að 14 söfnum víðs vegar um borgina, meira en 50 sýningum og tæplega 200 við- burðum – auk þess sem það gildir sem bókasafnsskírteini. Verð: 6.000 kr. bjóddu í bíó með stæl! Lúxusgjafa- bréf í lúxussal í Smárabíói er tilvalin gjöf við öll tækifæri. Klassískar bíó- veitingar innifaldar. Verð: 3.490 kr. Áskrift að Föstudagsröðinni í Hörpu. Um er að ræða klukku- stundarlanga tónleika í Norður- ljósasal Hörpu sem hefjast klukkan sex á föstudögum. Elgar, Beethoven og hressandi samtímatónlist í áhugaverðri blöndu sem allir geta haft gaman af. Nálgast má efniskrá Föstudagsraðarinnar á Spotify. Verð 4.800 kr. Nótt á sveitahóteli. Eitt þeirra heitir Fosshótel Jökulsárlón og er fjögurra stjörnu hótel á milli Skaftafells og Jökulsárlóns, tveggja af helstu nátt- úruperlum Íslands. Lægsta netverð við athugun blaða- manns var 18.096 kr. fyrir nóttina. Tilveran 2 0 . d e s e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U d A G U r18 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 2 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D D -F 4 B 4 2 1 D D -F 3 7 8 2 1 D D -F 2 3 C 2 1 D D -F 1 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.