Fréttablaðið - 20.12.2018, Side 46

Fréttablaðið - 20.12.2018, Side 46
Bílar Það verður gott jólafríið sem starfsmenn fá í tveimur verk-smiðjum sem Fiat Chrysler Automobiles starfrækir í Bandaríkj- unum. Þar eru framleiddir Chrysler 300, Dodge Challenger, Dodge Char- ger og RAM 1500 pallbíllinn. Ástæð- an fyrir lokununum er dræm sala sumra bílanan, sala Dodge Charger hefur t.d. fallið um 11% á þessu ári samanborið við fyrra ár. Sala Chrys- ler 300 hefur fallið um 5,3% á árinu. Öðru máli gegnir um margar aðrar bílgerðir Fiat Chrysler, en þar sem Jeep Wrangler er framleiddur sem og Jeep Grand Cherokee og Dodge Durango verður unnið yfir hátíð- arnar, enda er salan á öllum þessum bílgerðum einkar góð. Unnið verður í verksmiðjunum 23., 24., 27. og 28. desember og því lítið jólafrí hjá þeim starfsmönnum sem þar vinna. Loka tveimur verksmiðjum Hyundai hefur þróað tækni sem gerir bíleigendum kleift að opna og ræsa bíla sína með fingrafarinu einu saman. Með því eru bíllyklarnir orðnir óþarfir og áhyggjur af því að týna þeim eða þurfa að kaupa nýjan horfnar. Fyrstu Hyundai-bílarnir búnir þess- ari tækni verða til sölu í Kína strax á fyrri hluta næsta árs. Hægt verður að skanna inn fingraför fleiri en eins ökumanns, eða til dæmis allra fjöl- skyldumeðlima með bílpróf. Bíl- arnir stilla síðan sætisstöðu, hliðar- spegla, stýrisstöðu og miðstöð við hæfi hvers ökumanns. Þegar bíllinn er opnaður er nóg að leggja fingur að hurðarhúni hans, sem og á þar til gerðan ræs- ingarhnapp þegar starta á bílnum. Í þessu nýja fingrafarakerfi Hyundai er alls öryggis gætt og erfitt gæti reynst að stela þessum bílum þar sem opnunarkerfi þeirra les meira en aðeins fingrafar þess sem leyfi hefur til að opna bílinn. Kerfið á einnig að þola mikinn kulda og hita og virka í öllum veðrum, en helst væri áhyggjuefni um slíka virkni hérlendis ef bílarnir væru þaktir snjó. Fyrir því er væntanlega hugsað líka. Fingrafar nægir til að opna og ræsa bílinn TVG-Zimsen hefur fjár-fest í sérhæfðum lyfja-flutningabíl sem hann-aður er eftir ýtrustu kröfum um flutning lyfja í samráði við Thermo King og SKAAB. Um er að ræða Scania P360 með sérhannaðan flutningakassa frá SKAAB og öfluga Thermo King kæli-hitavél. „Þetta er fyrsti lyfjaflutningabíll- inn sem er sérstaklega hannaður fyrir íslenskar aðstæður. Bíllinn mun verða í akstri hér á höfuð- borgarsvæðinu og flytja lyf til og frá viðskiptavinum. Bíllinn er fram- leiddur í Svíþjóð og fór þaðan á rannsóknarstöð Thermo King í Prag í Tékklandi, þar sem hann fór í gegnum margs konar próf er varða einangrun og virkni hita-/kæli- vélar. Könnuð var virkni bílsins við krefjandi aðstæður, -30°C og +40°C útihitastig. Helstu eiginleikar nýja bílsins eru að flutningskassinn er með mikilli einangrun í veggjum, hólfi og gólfi. Að auki er bíllinn frábrugðinn hefðbundnum flutn- ingabílum á þann máta að hann er einnig með einangruðum hurðum að aftan, í stað lyftublaðs sem veitir litla einangrun,“ segir Andrés Björnsson, faglegur forstöðumaður PharmaHealth hjá TVG-Zimsen. Ávallt rétt hitastig Bíllinn er með sérstaklega öfluga kæli-/hitavél sem mun nýtast vel við íslenskar aðstæður þar sem mest ríður á að hægt sé að ná upp hita þegar útihitastig er lágt eða frost í lofti. Meðal annarra eigin- leika bílsins má nefna hraðlokandi fellitjald að aftan svo ekki tapist hiti úr bílnum við lestun og losun en bíl- stjóri er með fullkomna yfirsýn yfir hitastig bílsins. „Það er frábært að vera kominn með þennan nýja bíl í notkun og geta boðið akstur lyfja samkvæmt ýtrustu kröfum og á enn öruggari hátt en áður. TVG-Zimsen hefur metnað til að vera í fararbroddi þegar kemur að lyfjaflutningum og er þetta stórt stökk í þeirri stefnu okkar,“ segir Andrés enn fremur. Sérhannaður lyfjaflutningabíll Bíllinn er sérstaklega hannaður fyrir íslenskar aðstæður og mun flytja lyf á höfuðborgarsvæðinu til og frá viðskipta- vinum. Útbúnaður bílsins tryggir ávallt rétt hitastig og hann hefur verið prófaður við -30 og +40 gráður. Sigurður Guðfinnsson, bílstjóri lyfjaflutningabílsins, og Andrés Björnsson, faglegur forstöðumaður PharmaHealth. Frá höfuðstöðvum Fiat Chrysler Automobiles. Hyundai Kona. Það er Frábært að vera kominn með Þennan nýja bíL í notkun og geta boðið akStur LyFja Samkvæmt ýtruStu kröFum. Þegar bíLLinn er opnaður er nóg að Leggja Fingur að hurðar- húni hanS, Sem og á Þar tiL gerðan ræSingarhnapp Þegar Starta á bíLnum Fæst í verslunum 2 0 . d e s e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U d A G U r34 b í l A r ∙ F r É T T A b l A ð I ð 2 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 D E -0 3 8 4 2 1 D E -0 2 4 8 2 1 D E -0 1 0 C 2 1 D D -F F D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.