Fréttablaðið - 20.12.2018, Page 4

Fréttablaðið - 20.12.2018, Page 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið LOKSINS KOMIN AFTUR! Ný bók um gleðisprengjuna Fíusól, kraftmeiri en nokkru sinni fyrr! Bókin sem börn og fullorðnir hafa beðið eftir LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið til 19 alla daga til jóla dómsmál Héraðsdómur Reykja­ víkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. „Við áttum von á því að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru Halldórsdóttur. Stjórn Persónu­ verndar muni funda um málið í dag og spennandi verði að sjá hvernig tekið verði á því þar. „Svo er að bíða og sjá hvort þessir fjórir þingmenn kæri niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar eða fari beint í það að höfða einkamál,“ held­ ur Auður áfram. Þriðji möguleikinn sé að þeir kæri til lögreglunnar. Enginn fjórmenninganna svaraði Fréttablaðinu í gær og lögmaður þeirra, Reimar Pétursson, ekki held­ ur. Framhaldið er því er óljóst. „Við metum það heldur líklegra vegna þess að beiðnin til héraðs­ dóms byggði ekki á því að þetta væri nauðsynlegt til þess að ákveða hvort það ætti að fara í mál heldur að það væri stefnan að fara í mál og til þess að ákveðin gögn færu ekki til spillis væri verið að biðja um þau núna. Uppleggið þeirra hljómaði eins og þeir væru búnir að gera upp hug sinn,“ segir Auður. Ekki varð opinbert hver hefði staðið að upptökunum á Klaustri 21. nóvember fyrr en að Bára Hall­ dórsdóttir steig fram 7. desember. Beiðni fjórmenninganna var sett fram 6. desember. Í úrskurði Lár­ entsínusar Kristjánssonar dómara kemur fram að lögmaður Báru hafi bent á að eftir að hún hafi stigið fram skorti þingmennina fjóra lögvarða hagsmuni af beiðni sinni. Í úrskurðinum er vikið að þeirri kenningu fjórmenninganna að lík­ legt sé að fleiri en Bára hafi staðið að því að hljóðrita samtal þeirra á Klaustri. „Slíkar kenningar og vanga­ veltur verða þó að mati dómsins að byggjast á einhverju öðru en því að hlutaðeigendur telji þetta eða hitt líklegt án þess að það sé rökstutt sér­ staklega og með afmörkuðum hætti hvers vegna slíkar grunsemdir séu uppi,“ segir Lárentsínus í úrskurð­ inum. „Það er að minnsta kosti gott að þetta fór svona. Svo sjáum við hvað gerist næst,“ segir Bára Halldórsdótt­ ir um niðurstöðu héraðsdóms. – gar Lögmaður telur framhald líklegt í upptökumáli Miðflokksmanna Uppleggið þeirra hljómaði eins og þeir væru búnir að gera upp hug sinn. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður sAmFÉlAG Þeim landsmönnum sem senda jólakort með bréfpósti fækk­ ar enn milli ára samkvæmt nýrri könnun MMR. Þannig sögðust rúm 26 prósent ætla að senda jólakort með bréfpósti en hlutfallið var tæp 34 prósent í fyrra, rúm 38 prósent 2016 og tæp 47 prósent árið 2015. Rúm 19 prósent segjast ætla að senda rafræn jólakort og um 5 pró­ sent bæði rafrænt og með bréfpósti. Í fyrra sögðust um 13 prósent ætla að senda rafrænt og um 8 prósent bæði. Þá segjast rúm 49 prósent landsmanna ekki ætla að senda nein jólakort í samanburði við 45 prósent í fyrra. Árið 2015 sendi hins vegar þriðjungur landsmanna engin jólakort. Konur eru líklegri til að senda jólakort heldur en karlmenn. Þá er yngsti aldurshópurinn langlík­ legastur til að senda engin kort og elstu hóparnir líklegri til að senda með bréfpósti. – sar Engin jólakort frá helmingnum Jólakortin á útleið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJARAmál Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samn­ ingsumboð sitt til Starfsgreinasam­ bandsins (SGS) til baka. Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæf­ andi meirihluta á fundi nefndar­ innar. Formaður SGS segist leiður yfir að svona hafi farið en vonast til að félög landsins muni vinna saman þó að þau verði ekki saman í hóp. Fyrr í þessari viku felldi fundur aðildarfélaga SGS tillögu um að vísa kjarasamningaviðræðum strax til ríkissáttasemjara. Ellefu félög greiddu atkvæði gegn því en sjö vildu samþykkja. Meðal þeirra sem vildu samþykkja var Efling. Var haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, for­ manni Eflingar, að hún teldi niður­ stöðuna ranga og rétt hefði verið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara áður en jólin gengju í garð. Boðað var til fundar í Eflingu í gær. „Þetta var því sem næst einróma niðurstaða fundarins og næstu skref eru að ég hef heimild frá samninga­ nefndinni til að taka ákvörðun um hvenær við munum vísa viðræð­ unum til sáttasemjara,“ segir Sól­ veig Anna. „Það hefur alltaf verið okkar mikli vilji að vera saman í bandalagi og fara fram saman með VR. Þegar við skiluðum samningsumboði Eflingar til SGS gerðum við það með þeim fyrirvara að af slíku sam bandi yrði og við töldum að það væri sam­ hugur um það innan vé banda SGS. Því miður var það ekki raunin,“ segir hún. „Félög geta auðvitað hvenær sem er dregið umboð sitt til baka ef þau eru ekki ánægð. Það er ákvörðun hvers og eins en auðvitað finnst mér það miður,“ segir Björn Snæbjörns­ son, formaður SGS. Þegar Fréttablaðið náði í Björn hafði honum ekki verið tilkynnt formlega um niðurstöðu fundarins en þó frétt af henni. Hann segir ekki óþekkt að félög vinni í mismunandi hópum. „Það hefur auðvitað alltaf áhrif ef menn vinna ekki í sameiningu. Þetta þýðir að félögin verða ekki saman í hóp en ég vonast til þess að þau geti unnið saman þrátt fyrir það. Þau félög sem eftir verða innan SGS munu auðvitað fylkja liði og vinna að því að ná góðum kjara­ samningum,“ segir Björn. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá ekki fyrir hvort fleiri félög myndu fylgja fordæmi Eflingar og draga umboð sitt til SGS til baka. Vil­ hjálmur Birgisson, formaður Verka­ lýðsfélags Akraness, hafði lýst því yfir að afar líklegt væri að félag hans myndi fylgja í kjölfar Eflingar ef svo færi. Fréttablaðið reyndi að ná í Vil­ hjálm í gær en árangurslaust. Ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, báru jafn mikinn ávöxt. joli@frettabladid.is Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Yfirgnæfandi meirihluti samninganefndar Eflingar samþykkti að draga umboð félagsins til Starfsgreina- sambandsins í kjaraviðræðunum til baka. Efling skoðar að vísa deilunni til ríkissáttasemjara sem allra fyrst. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður félagsins, segir niðurstöðuna í gær hafa verið því sem næst einróma. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Sólveig A. Jónsdóttir, formaður Eflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERnIR Þau félög sem eftir verða innan SGS munu auðvitað fylkja liði og vinna að því að ná góðum kjarasamningum. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS 2 0 . d e s e m b e R 2 0 1 8 F I m m T U d A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A b l A ð I ð 2 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D D -F E 9 4 2 1 D D -F D 5 8 2 1 D D -F C 1 C 2 1 D D -F A E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.