Fréttablaðið - 20.12.2018, Page 64

Fréttablaðið - 20.12.2018, Page 64
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 550 5000 Ritstjórn 550 5070 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild 550 5050 auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja mest lesna dagblað landsins. ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ. Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu. Ég lenti í Dublin í morgun. Fram undan er jólastemning í félagsskap dætra minna. Þrátt fyrir að þekkja borgina ekki mikið líður mér nú samt eins og við séum komnar heim og finn að ég elska Írland dálítið. Það þarf kannski ekki að þekkja Íra svo mikið til þess að elska þá. Írska eldhúsið er heiðarlegt eins og hið íslenska og skyldleikinn birtist víða. Við erum þeir. Þegar við gengum inn á hótel gerði ég þess vegna það eina eðlilega og rétta í stöðunni og bað dóttur mína með fallega rauða hárið um að fara fyrir hópnum, rífandi stolt af framlagi mínu til þessa sameigin- lega áhrifasvæðis rauðhærðra. Írarnir eru gestrisnir, virðast slakir og eru strangtrúaðir. Munurinn á okkur og þeim er kannski sá að þeir vita að þeir eru trúaðir. Stærsta áhyggjuefni þess- arar ferðar tengist einmitt trúnni á hið góða, en það eru vangaveltur 6 ára stelpu um aðgengi jóla- sveinanna að 6. hæð hótels í mið- borg Dublin. Þar stendur skórinn hennar nú úti í glugga ásamt handskrifuðu bréfi. Eldri systur hennar hafa blessunarlega flutt þetta mál fyrir stúlkuna af mikilli sannfæringu, og jafnvel eldmóði, um réttmætar væntingar þess að hún fái eitthvað fallegt í skóinn, þótt skórinn sé nú staðsettur í landi kartöflunnar. Hún á enda allt gott skilið. Það er nálægðin og einmitt skyldleikinn við Íra sem gerir að verkum að jólasvein- arnir munu hreint ekki gleyma íslenskum börnum í Írlandi. Auðvitað munu Bjúgnakrækir, Gluggagægir og Gáttaþefur líka sinna herbergi 615 á Academy Plaza Hotel í Dublin. Ferðafélagar hennar hlakka svo til að njóta næstu daga í Írlandi. Og móðirin er þakklát fyrir jólastemningu á áhrifasvæði kolvetna og ætlar að njóta góðu kartöflunnar í öll mál. Kartaflan góða Þorbjargar Gunnlaugsdóttur BAkþAnkAR JÓLAMATURINN ELSKAR Handægt fyrir jólin! Allir í bátana! 2 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 D D -E 5 E 4 2 1 D D -E 4 A 8 2 1 D D -E 3 6 C 2 1 D D -E 2 3 0 -- X -- 1 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.