Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Qupperneq 9
9Ljósmæðrablaðið - desember 2010
eftir fæðingu tilheyrðu þjónustustigum
B og C. Fjölbyrjur fóru hlutfallslega fyrr
heim af fæðingarstofnun miðað við frum-
byrjur en á mynd 2 má sjá að 46% fjölbyrja
samanborið við 8% frumbyrja fóru heim
fyrstu 12 tímana eftir fæðingu.
Þjónustuform heimaþjónustu
ljósmæðra, umfang þjónustunnar
Kynni sængurkvenna af ljósmóður áður
en til heimaþjónustu kom.
Langflestar skýrslurnar (98,8%) gáfu
upplýsingar um það hvort sængurkonurnar
hefðu kynnst ljósmóðurinni áður en heima-
þjónustan hófst og reyndist svo vera í 60%
tilfella.
Í 207 skýrslum (60%) kom fram hvernig
kynni sængurkonu af ljósmóður hefði átt
sér stað. Flestar konurnar kynntust ljós-
móðurinni á meðgöngu eingöngu eða um
58,5% þeirra og sumar höfðu auk þess
kynnst þeim í fæðingu, fyrri fæðingu í
sængurlegu eða persónulega, þannig að
kynni á meðgöngu áttu sér stað í um 70%
tilfella. Einnig var nokkuð algengt að
konurnar kynntust ljósmæðrunum í sæng-
urlegu (14,5-38,2%) eða þekktu þær pers-
ónulega (5-6,8%). Fæstar konur kynntust
heimaþjónustuljósmóður í fæðingu (3,2-
4,4%).
Heildarfjöldi, tímalengd og tímasetningar
vitjana í heimaþjónustu
Heildarfjöldi vitjana í heimaþjónustu fyrir
hverja konu spannaði frá 1 til 11 vitjana.
Meðalfjöldi vitjana fyrir allar konurnar
var 6,71 skipti. Flestar konurnar fengu 8
vitjanir frá heimaþjónustuljósmóður eða
í 39,4% tilfella (n=135), 19,8% kvenna
fengu 7 vitjanir, 17,2% 6 vitjanir, 9,9% 5
vitjanir og 6,4% 4 vitjanir. Fjórtán konur
fengu færri vitjanir en 4 og 11 konur fengu
fleiri en 8 vitjanir (sjá mynd 3).
Þegar fæstar vitjanirnar voru var skýr-
ingin gjarnan sú að um afleysingu annarrar
ljósmóður var að ræða eða skiptingu vitj-
ana á milli mánaða þ.e. maí og júní en
gagnasöfnunin náði einungis til vitjana í
júní og júlí. Nokkrum sinnum var engin
skýring gefin fyrir færri vitjunum en oftar
en ekki var um fjölbyrjur að ræða.
Þær skýringar sem komu fram sem
ástæður fleiri vitjana en 8 voru oftast
margþættar en gildar ástæður komu fram í
öllum tilfellum utan einnar skýrslu þar sem
engin skýring var gefin. Þær ástæður sem
helst skýrðu þörf fyrir fleiri vitjanir voru
eftirfarandi: Um tvær heimafæðingar var
að ræða sem eðlilega fela í sér fleiri en 8
vitjanir; fimm konur áttu við brjóstagjaf-
arvanda að stríða þar sem mikil þörf var
á stuðningi, fræðslu og eftirfylgni. Erfið-
leikum við brjóstagjöfina fylgdu oftast
fleiri vandamál s.s. óeðlileg gula barns,
of lítil þyngdaraukning barns, blæðing
hjá móður eða önnur heilsufarsvandamál
hjá móður eða barni. Þrjár konur glímdu
Mynd 1. Fjöldi barna eftir aldri við útskrift af fæðingarstofnun
Aldur barna við útskrift heim/þegar heimaþjónusta hófst (klst.)
Fj
öl
di
b
ar
na
(n
)
<6
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
6-12 12-18 18-24 24-36 36-48
Mynd 2. Dreifing á hlutfallslegum fjölda kvenna við útskrift
eftir tíma frá fæðingu og barneignareynslu (frumbyrja/fjölbyrja)
Tími frá fæðingu/aldur barns við útskrift (klst.)
H
lu
tf
al
ls
le
gu
r
fjö
ld
i k
ve
nn
a
(%
)
<6
1,4
7,7 6,9
38,5
19,1 20,9
31,9
9,9
33,3
17,0
6,9 6,0
45
40
35
30
25
20
15
10
5
0
6-12 12-18 18-24 24-36 36-48
Hlutfall frumbyrja
Hlutfall fjölbyrja
Mynd 3. Dreifing heildarfjölda vitjana í heimaþjónustu
Heildarfjöldi vitjana
Fj
öl
di
k
ve
nn
a
(n
)
1 2 3 4 5 6 7 8
6 3 5
22
34
59
68
135
160
140
120
100
80
60
40
20
0