Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Síða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Síða 11
11Ljósmæðrablaðið - desember 2010 ist skipulagi þjónustunnar (87 athuga- semdir) t.d. vegna óska um heimaþjón- ustu, tilkynningu kvenna um heimkomu, vegna samráðs og ákvarðana um tíma- setningu vitjana og pappírsvinnu. 2. Áhyggjur og/eða eftirfylgni barns: Í 31 skipti voru nefnd atriði í sambandi við barnið s.s. þróun gulu, óværð, erfið- leikar við næringu og áhyggjur af þyngdaraukningu barns, útbrot á húð, blæðing frá nafla, blóð í ælu, útferð frá auga, blæðing frá sýktu auga, vegna ógreinds viðbeinsbrots, slímkenndrar ælu, rauðblánandi barns og eftirfylgni tengdri þvaglátum. 3. Frávik hjá móður/áhyggjur og eftir- fylgni: Í um 18 skipti var hringt vegna frávika eða heilsufarsvanda hjá móður. Sem dæmi um vandamál voru: Fíkni- efnaneysla á heimili, ólæsi móður og mikil þörf á stuðningi, hækkaður líkamshiti, hækkaður blóðþrýstingur, mikil vanlíðan, þvagfærasýking, verkir, blóðleysi og erfið líðan vegna stálma. 4. Eftirfylgni og erfiðleikar við brjósta- gjöf: Að minnsta kosti 36 sinnum var ástæða símtala vegna brjóstagjafa, yfir- leitt vegna erfiðleika við brjóstagjöf, ráðgjafar og eftirfylgni með vanda- málum tengdum brjóstagjöf. 5. Samskipti við aðra fagaðila t.d. vegna tilvísana og almenn ráð til sængur- kvenna. 6. Heimafæðingar en nánast virtist vera hringt daglega í konur til að fylgja eftir umönnun og eftirlit í kjölfar heimafæð- inga. Útskrift og samskipti við ungbarnavernd heilsugæslustöðva Í öllum þeim tilfellum sem þessari spurn- ingu var svarað (81%) utan einu, kom fram að ljósmæðurnar gáfu skýrslu við útskrift sængurkvenna til ungbarnaverndar á einhvern hátt. Í nokkrum tilfellum kom reyndar fram að ljósmæðurnar sinntu einnig ungbarnaverndinni á viðkomandi heilsugæslustöð. Algengast var að ljós- mæðurnar sendu inn á heilsugæslustöðina skriflega skýrslu (67%) eða gáfu auk þess munnlega skýrslu (23%). Aðeins um 6% gefa eingöngu munnlega skýrslu. Fáar ljós- mæður skilja skriflegar skýrslur eftir hjá sængurkonunum (≈3,0%). Umræður og samantekt Könnun Ljósmæðrafélags Íslands á umfangi heimaþjónustu ljósmæðra náði til 61 % af þeirri heimaþjónustu sem veitt var á rannsóknartímabilinu og því óhætt að álykta að þátttaka ljósmæðra í könnuninni hafi verið mjög góð. Ýmsar niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna mikinn sveigjanleika og faglega ábyrgðarskyldu ljósmæðra er sinna heima- þjónustu. Í þessum niðurstöðum er meðal annars varpað ljósi á magn eftirlits sem mælt er í fjölda og meðaltímalengd vitjana, sveigjaleika þjónustu miðað við tímasetn- ingar og eðli vitjana, símaþjónustu, einstak- lingsbundið mat á þörf fyrir umönnun og eftirliti kvenna. Þegar litið er til fjölda og tímalengda vitjana kemur í ljós að mjög einstaklings- bundið er hve margar og hve langar vitj- anir konurnar fá í heildina en að meðaltali er um 6,71 vitjanir að ræða en tímalengd vitjana spannar frá 10 til 180 mínútna og er að meðaltali 54 mínútur. Ef þessar tölur eru bornar saman við þann meðalfjölda vitjana sem fram kom í rannsókn frá 2004 (Hildur Sigurðardóttir, 2004), kemur í ljós að þrátt fyrir að konur og börn fari nú fyrr heim af fæðingarstofnunum og að veikari konur og börn geti útskrifast heim og fengið heimaþjónustu þá hefur vitjunum fækkað að meðaltali frá 7,4 í 6,7 skipti. Sá rammi sem Sjúkratryggingar Íslands hafa sett fram miðast við hámark 8 vitjanir en þrátt fyrir það fengu 11 konur fleiri vitjanir eða allt að 11 vitjunum og einungis 39,4% kvenna fengu 8 vitjanir. Í ljósi þessa má ætla að ljósmæðurnar meti einstaklingsbundið hver þörf kvenna er á eftirliti. Þessu til stuðnings má þó sérstaklega benda á þá staðreynd að marktækur munur kom fram á fjölda og tímalengd vitjana til frumbyrja og fjölbyrja. Heimaþjónustan til kvenna og fjölskyldna með sitt fyrsta barn fól sem sagt í sér fleiri og lengri vitjanir að meðaltali en heima- þjónusta til kvenna og fjölskyldna sem höfðu fyrri reynsla að baki. Hlutfallslegur munur á fjölda fjölbyrja og frumbyrja er fengu 8 vitjanir var sérstaklega greinilegur en þar kom í ljós að rúm 53% frumbyrja á móti 29,4% fjölbyrja fengu 8 vitjanir. Einnig er mikilvægt að hafa í huga heild- armynd umönnunar í sængurlegu, þ.e. á fæðingarstofnun og í heimaþjónustu. Í ljósi þess að fleiri fjölbyrjur (46%) en frum- byrjur (8%) fóru heim innan 12 klst frá fæðingum má álykta að mismunur á magni heildarumönnunar í sængurlegu með tilliti til barneignarreynslu sé jafnvel meiri en niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna. Það kom nokkuð á óvart að ekki var marktækur munur á fjölda og tímalengd vitjana eftir þjónustustigum en almennt mætti ætla að konur sem flokkaðar eru í B og C þyrftu á meiri þjónustu að halda. Hér var reyndar mjög ójöfn dreifing í hópunum og er mögulegt að stærra úrtak þyrfti til að skoða marktækni á raunhæfan hátt. Einnig er mikilvægt að horfa á þörf kvennanna í heildrænni mynd en að meðaltali var sjúkrahúsdvöl þessara kvenna lengri, en 15 konur af 21 sem útskrifuðust eftir 36 klst. tilheyrðu þessum hópi. Af ofangreindu má álykta að ljósmæðurnar meti einstaklings- bundna þörf á umönnun og eftirliti. Að heimafæðingum undanskildum kom í ljós að þær konur sem fengu fleiri en 8 vitjanir í heimaþjónustu glímdu við alvarleg veik- indi sem kölluðu á náið eftirlit ljósmæðr- anna og aukin samskipti við aðra fagaðila. Ljósmæðurnar sýna greinilega ábyrgðar- skyldu gagnvart aukinni þörf kvennanna á umönnun og eftirliti enda kom í ljós að ekki var einungis um fleiri vitjanir að ræða heldur einnig lengri vitjanir að meðal- tali eða um 73 mínútur fyrir allan hópinn og allt að 98 mínútur fyrir einstaka sæng- urkonu. Það vekur einnig óneitanlega upp spurningar um það hvaða ástæður liggi að baki því að ljósmæður rukki ekki sérstak- lega fyrir aukavitjanir. Allavega er ljóst að ljósmæður sýna mikla ábyrgð gagnvart þeim konum og börnum sem þurfa á auknu eftirliti og umönnun að halda. Samkvæmt nýlegri úttekt rannsókna á árangri meðferða við sálfélagslegri vanlíðan í sængurlegu kom einmitt í ljós að markvisst og öflugt faglegt eftirlit og eftirfylgni sængurkvenna vegur þyngst þegar horft er til árangurs meðferða (Dennis og Creedy, 2010).

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.