Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Page 12

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Page 12
12 Ljósmæðrablaðið - desember 2010 Ef umfang heimaþjónustunnar er skoðað út frá þeim tíma sem hún er veitt s.s. eftir tímasetningum vitjana og símtala er ljóst að um 50-60% prósent af þjónustunni er veitt utan hefðbundins dagvinnutíma þar sem t.d. 25% beiðna um heimaþjónustu fer fram um helgar, um 30% af vitjana eiga sér stað um helgar, um 40% síðdegis eða að kvöldi til, um 31% símtala eiga sér stað um helgar og 36-42% símtala fara fram síðdegis eða að kvöldi til. Um 1,5% vitjana í heimaþjón- ustu voru flokkaðar sem bráðavitjanir og 10% símtala frá ljósmóður og 20% til ljós- móður sem bráðasímtöl. Í athugasemdum var oft tilgreint að bráðasímtal til ljósmóður leiddi til þess að til vitjunar kom fyrr en áætlað var. Af ofangreindu má fullyrða að mikill sveigjanleiki er til staðar hvað varðar þann tíma sem heimaþjónustan er veitt og ljóst að aðgengi sængurkvenna að ljósmæðrum er gott samkvæmt þessu. Sú vegalengd sem ljósmæðurnar fóru í vitj- anir hafði ekki marktæk áhrif á fjölda eða tímalengd vitjana sem konurnar fengu sem bendir til þess að lengri vegalengdir komi ekki í veg fyrir að þörfum kvenna fyrir þjónustuna sé mætt. Þegar talað er um samfellda þjónustu eða heildrænt þjónustuform er misjafnt við hvað er miðað. Annars vegar er rætt um kerfisbundið utanumhald þjónustunnar þar sem lögð er á það áhersla að heildræn þjónusta sé veitt frá einni og sömu stofnun- inni. Hins vegar er horft á þjónustuna út frá þiggjanda þjónustunnar þannig að viðkom- andi fái heildræna og samfellda þjónustu frá sem fæstum umönnunaraðilum sem tryggi frekar traust meðferðarsamband, markvisst eftirlit, stuðning og fræðslu þar sem einstaklingshæfð umönnun er höfð í fyrirrúmi. Í könnuninni var leitast við að skoða hvort heimaþjónustuljósmæður hefðu á einhvern hátt kynnst sængurkonunum áður en til heimaþjónustunnar kom og reyndist svo vera í 60% tilfella. Flestar konurnar höfðu hitt sína ljósmóður á meðgöngu (58-70%), auk þess höfðu margar einnig kynnst þeim með öðru móti sem gefur ákveðnar vísbendingar um samfellda þjón- ustu. Sú staðreynd að ljósmæður þekktu konurnar fyrir hafði hins vegar ekki mark- tæk áhrif á fjölda og tímalengd vitjana sem konurnar fengu. Velta má fyrir sér hvort eðli heimaþjónustunnar sem byggist á markvissu, samfelldu eftirliti og heildrænni umönnun frá sömu ljósmóðurinni á meðan þjónustunni stendur skipti hér einnig miklu máli. Tilvísanir ljósmæðra til stofnana eða annarra fagaðila voru tilgreindar í tæplega 18% tilfella og var oftast leitað til fæðinga- stofnana og lækna. Þegar ástæður tilvís- ana eru skoðaðar er ljóst að oftast er um að ræða frávik og heilsufarsvanda sem krefjast frekara eftirlits og læknisfræði- legrar meðferða s.s. hækkaður blóðþrýst- ingur, sýkingar, óeðlilegar blæðingar hjá móður og þróun gulu og sýkingar hjá barni. Einnig var nokkuð um samráð og tilvísanir til brjóstagjafaráðgjafa vegna erfiðleika við brjóstagjöf. Samstarf ljósmæðra og samráð við aðrar fagstéttir er mikilvægt og sést bæði á tilvísunum og ástæðum símtala ljósmæðranna að þær sýna ábyrgð í starfi og greinilegt er á athugasemdum er fram komu vegna símtala að ljósmæður leggja mikla áherslu á að fylgja þeim konum vel eftir sem þær annast í heimaþjónustu jafn- vel þó umönnun og ábyrgð meðferðar færist yfir á aðra fagaðila og á stofnanir. Yfir 80% ljósmæðra gerði grein fyrir því hvernig staðið var að útskrift og samskiptum ljósmæðra við ungbarnavernd og í langflestum tilfellum voru sendar skrif- legar skýrslur og oft einnig gefin munn- leg skýrsla. Það vakti einnig athygli að í athugasemdum ljósmæðra kom nokkrum sinnum fram að þær höfðu farið í vitjun til kvennanna vegna álags sem hafði verið til staðar í ungbarnaverndinni. Samkvæmt ofangreindu sýna ljósmæður í heima- þjónustu ábyrgð gagnvart samskiptum og upplýsingaflæði til annarra fagstétta og ungbarnaverndar. Lokaorð Könnun þessi sem Ljósmæðrafélag Íslands stóð að og náði til heimaþjónustu 343 sængurkvenna sumarið 2010 gefur mikil- vægar upplýsingar um umfang heimaþjón- ustu ljósmæðra. Ljóst er að þjónustan er mjög sveigjanleg bæði hvað varðar þann tíma sem þjónustan er veitt og einstaklings- bundið mat á þörf kvenna fyrir þjónustuna. Allt bendir til þess að þjónustuformið sé samfellt, heildrænt og leggi áherslu á einstaklingshæfða þjónustu til sængur- kvenna, nýbura og fjölskylda. Álykta má út frá niðurstöðum könnunarinnar að heima- þjónusta ljósmæðra bjóði upp á mikil- væga öryggisþjónustu til sængurkvenna og nýbura þar sem ljóst er að sængurkonur virðast almennt eiga mjög greiðan aðgang að þjónustu ljósmæðra, oftar en ekki allan sólarhringinn og óháð vikudögum. Heimildir Catz, C., Hanson, J. W., Simpson, L og Yaffe S. J. (1995). Summary of workshop: Early discharge and hyperbilirubinemia. Pediatrics, 96(4), 743-745. Britton, J. R., Britton H. L. og Gronwaldt V.(1999). Early perinatal hospital discharge and parenting during infancy. Pediatrics. 104(5):1070-6. Dennis, C.L, Creedy, D.K, (2010). Psychosocial and psychological interventions for preventing postpartum depression., Cochrane Pregnancy and Childbirth Group Cochrane Database of Systematic Reviews 10 Dennis, C.L. (2005). Psychosocial and psychological interventions for prevention of postnatal depression: systematic review, British Medical Journal, 331, 15-18 Hildur Sigurðardóttir, (2004). Ljósmæðraþjónusta fyrstu vikuna eftir fæðingu. Viðhorf mæðra til þjónustunnar. Ljósmæðrablaðið 2(82), 19-27. Hildur Sigurðardóttir, (2006). Heimaþjónusta ljós- mæðra í sængurlegu. Árangur og gæðaeftirlit. Ljós- mæðrablaðið, 2 (84), 28-33. Hildur Sigurðardóttir, (2009). Faglegar leiðbeiningar fyrir heimaþjónustu ljósmæðra. Ljósmæðrafélag Íslands og Landlæknisembættið http://www.influensa. is/Pages/1055/NewsID/1877 Malkin, J. D. , Garber, S. Broder M. S. og Keeler E. (2000). Infant mortality and early postpartum discharge. Obstetrics and Gynecology, 96(2), 183-188. McKeever, P., Stevens, B., Miller K. L., McDonell, J W, Gibbins, S., Guerriere, D., Dunn, M. S., og Coyte, P. C. (2002). Home versus hospital breastfeeding support for newborns: A randomized controlled trial. Birth, 29(4), 258-265. Porteus, R, Kaufman, K. og Rush, J., (2000). The effect of individual proffessional support on duration of breastfeeding. A randomized trial, Human Lactation, 16(4), 303-308. Samningur Tryggingarstofnunar Ríkisins og Ljósmæðra- félags Íslands, (2002). Reykjavík. Sóley Kristinsdóttir, (1996). Heimaþjónusta ljósmæðra, Ljósmæðrablaðið, 74,(1-2), 13-15. Valdés, V., Pugin, E., Schooley, J., Catalán, S. og Aravena, R., (2000). Clinical support can make the difference in exclusive breastfeeding success among working women. Journal of Tropical Pediatrics, 46, 149-154 Winterburn, S. Og Fraser, R. (2000). Does the duration of postnatal stay influence breastfeeding rates at one month in women giving birth for the first time? A randomized control trial. Journal of Advanced Nursing 32(5), 1152-1157. Þakkarorð Sérstakar þakkir fá allar þær ljósmæður sem lögðu hönd á plóginn og tóku þátt í gagna- söfnun könnunar. Lýdía Stefánsdóttir fær bestu þakkir fyrir aðstoð við innslátt gagna og Guðný Bergþóra Tryggvadóttir Rann- sóknastofnun í hjúkrunarfræði fyrir aðstoð við hreinsun gagna.               

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.