Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Síða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Síða 17
17Ljósmæðrablaðið - desember 2010 inn að greinast með athyglisbrest og er búinn að vera með kvíða, sko hann greindist með kvíða í leikskóla. Það að alast upp við svona aðstæður getur haft þessi áhrif.“ Tvær aðrar konur í rannsókninni sögðu að börn þeirra hafi greinst með kvíða, þroska- og hegðunar- vandamál. Eftir skilnað Allar konurnar sem tóku þátt í rannsókn- inni höfðu skilið við ofbeldismennina. Eftir skilnaðinn urðu í sumum tilvikum miklar og jákvæðar breytingar á líðan barnanna bæði heima og í skóla. Sum börnin glímdu þó enn við erfiðar endurminningar og spurðu út í gamlar sársaukafullar minningar. Þá glímdu sum börnin enn við talsverða reiði út í föður sinn og ofbeldi hans og vildu ekki fara til hans um helgar. Eldri börnin vildu jafnvel skipta um nafn og kenna sig við móður sína. Jákvæðar breytingar á líðan barnsins – heima og í skóla. Flestar konurnar lýsa mikilli breytingu á börnum sínum eftir að þær fóru úr ofbeldissambandinu. Linda sagði um ungan son sinn: „Hann er svo brosandi og hlæjandi ... þannig að þetta hefur greinilega haft mikil áhrif á þetta með svefninn. Hann var alltaf að vakna á nóttunni og örugglega verið eitt- hvað óöruggur og verið einhver hræðsla í gangi hjá barninu. Hérna [í Kvennaathvarf- inu, þangað sem hún flúði eftir að maður hennar henti henni og barni þeirra út] bara steinsefur barnið alla nóttina og svo öruggur og já og fínn. Já, hann er bara alveg nýtt barn.“ Inga hafði þetta að segja um breytingarnar á sínum dreng eftir skilnaðinn en hann var byrjaður í skóla: „Hann [fyrrum eiginmaður] rífur alltaf kjaft við allt og alla og hann ber ekki virð- ingu fyrir neinum, ekki fullorðnu fólki, ekki neinu. Og þú veist það er bara það sem er búið að vera fyrir barninu öll þessi ár og ég þurfti sko, ég var nánast ár að rétta barnið af. Kennarinn sagði bara: „hann er stökk- breyttur barnið, hvað ertu að gera heima?“ Hann er bara búinn að slaka á og þú veist hann er bara farinn að njóta lífsins og bara vera rólegur lítill strákur sem er bara að leika sér og hafa gaman.“ Erfiðar endurminningar og neikvæðar tilfinningar. Heimilisofbeldið var samt að sækja á börnin og þau voru talsvert að hugsa og spyrja út frá gömlum minningum. Sara segir að barn hennar spyrji hvers vegna pabbi sinn hafi farið: „Var það af því að hann var svo vondur við okkur?” Langvar- andi neikvæðar tilfinningar og hræðsla yngri barnanna við feðurna kom meðal annars fram í því að þau vildu ekki fara til þeirra um helgar. Langvarandi reiði eldri barnanna út í föður sinn og ofbeldi hans kom m.a. fram í því að þau vilja sum skipta um nafn og kenna sig við móður sína. Dísa sagði að maður hennar kenndi börnum sínum um skilnaðinn og að hann hafi ekki talað við þau orð eftir skilnaðinn (14 ár síðan þau skildu)”. Guðrún segir: “barnið var með skrítna leiki eftir að hann hafði verið hjá föður sínum”. Hann fór í könnunarviðtal þess vegna hjá barnavernd. Þar brotnaði barnið niður þegar farið var að tala við hann um föður hans og vildi ekkert meira tala. Ákveðið var eftir þetta að faðirinn fengi einungis að sjá barnið undir eftirliti. . Horft til framtíðar Konurnar í þessari rannsókn töluðu gjarnan um að mjög náið samband væri á milli þeirra og barnanna. Þær horfðu þó með nokkrum ugg til framtíðar og höfðu flestar áhyggjur af börnum sínum fæddum og ófæddum og voru margar hræddar um börnin sín núna og uggandi um framtíð þeirra. Áhyggjur og hræðsla vegna barnanna núna. Eftir skilnaðinn skelfdu margir ofbeld- ismennirnir konurnar og beittu endalausri áreitni eftir að sambúð lauk, hringdu stöðugt og þær voru lengi að losna við þá. Margar konurnar voru hræddar og óöruggar með sig og börn sín, bæði fædd og ófædd. Bára hefur miklar áhyggjur af börnum sínum og segir: „Ég er svo hrædd, ég er alveg skelf- ingu lostin vegna barnanna minna ... Mér er alveg sama þótt hann ráðist á mig en ég er hrædd um börnin mín.“ Mennirnir sýndu börnum sínum engan áhuga fyrr en löngu eftir skilnað. Þá vildu börnin ekki fara til þeirra í sumum tilvikum og konurnar höfðu áhyggjur af samskiptum þeirra og börnin áttu erfitt með að tala um samveru þeirra með feðrum sínum. Sara sagði: „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að barnið mætti ekki segja mér hvað þeir voru að gera og mér fannst það alveg rosalega óþægilegt.“ Sigrún hætti með manni sínum þegar hún var komin nokkra mánuði á leið og lýsti vel líðan sinni á meðgöngunni og áhyggjum af ófæddu barni. Hún sagði m.a.: „Hann hringdi eina nóttina, þá hringdi hann hundrað sinnum, fyllti innboxið og skilaboðin og hótaði mér öllu illu og þetta var þannig bara að ég var skíthrædd við hann. Alla meðgönguna leið mér hræði- lega.“ Áhyggjur af framtíð barnanna. Þær telja að börnin hljóti að fá rangar hugmyndir um hvernig á að haga sér í fjölskyldu. Konurnar hafa af því áhyggjur að það sækja börnin í sem þau eru vön og þær hafa af því áhyggjur að drengirnir þeirra muni ekki kunna að haga sér vel gagnvart maka sínum í framtíðinni og þær hafa áhyggjur af því að stúlkurnar endi í ofbeldissambandi. Jóna segir eina dóttur sína þegar hafa farið í ofbeldissamband eins og hún ólst upp í sjálf. Þeim konunum fannst öllum að þær hafi sjálfar haft tilhneigingu til að gera lítið úr ofbeldinu og áhrifum þess, bæði á þær sjálfar og börnin. Dísa sagði til dæmis: “hann var helvítis fauti og hann var rosalega strangur, en ég held að þau (börnin) hafi ekki beðið tjón af”. Umræður Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að það er mat mæðranna að heimilisofbeldið hafi haft skaðleg áhrif á börnin þeirra og að ekki sjái fyrir endann á því. Þetta kemur heim og saman við rannsóknir sem benda til að börnum sem alast upp við ofbeldi sé hætt við skaða á félagslegum og tilfinninga- legum þroska. Þau eru líklegri til að fá ýmis sálfélagsleg einkenni, athyglisbrest og ná oft litlum menntaþroska (Bergman o.fl., 2008; Talge o.fl., 2007). Konurnar höfðu áhyggjur af fæddum og ófæddum börnum sínum og rannsóknir sýna að full ástæða er til, eins og áður er greint frá (Khashan o.fl., 2008; Mattes o.fl., 2009; Turner o.fl., 2006). Andfélagsleg hegðun hjá börnunum kom einkum fram í hegðunarvandamálum eins og virðingarleysi og hortugheitum gagnvart móðurinni og stundum einnig öðrum full- orðnum. Þetta kemur heim og saman við rannsókn Moylan og félaga (2010) sem hafa sýnt fram á að ofbeldi á börnum og heim- ilisofbeldi saman auki hættu á að barnið sýni andfélagsleg einkenni. Minni hætta er ef einungis annað áreitið er til staðar. Mörg börnin fundu fyrir kvíða og tvö greindust með athyglisbrest. Þetta kemur heim og saman við rannsóknir Mill og Petronis (2008) að heimilisofbeldi auki líkurnar á að börn fái athyglisbrest með ofvirkni - ADHD. Slæmar minningar tengdar heimilisofbeld- inu sækja á börnin og þau eru talsvert að hugsa og spyrja út frá sárum minningum. Þetta kemur heim og saman við rannsókn- arniðurstöður Mertin og Mohr (2002) sem fundu að börn sem höfðu búið við heim- ilisofbeldi [n=56] glímdu mörg við áleitnar spurningar en 20% þeirra greindust með áfallastreituröskun. Þau sem greindust með áfallastreituröskun voru með áberandi meiri kvíða og depurð. Að sækja í sama mynstur Konurnar voru hræddar um að börnin þeirra, bæði strákar og stelpur, myndu sækja í þau samskiptamynstur sem þau þekktu þegar þau yxu úr grasi. Rannsóknir sem benda til að drengir sem alast upp við ofbeldi gagn- vart móður sinni séu mun líklegri til að hafa sama háttinn á þegar þeir fara í samband seinna meir. Stúlkur með þennan bakgrunn eru tvisvar sinnum líklegri til að verða fórnarlömb ofbeldis og fjórum sinnum líklegri til að verða fórnarlömb kynferðis- ofbeldis á ævi sinni heldur en aðrar sem ekki hafa búið við ofbeldi (Hagemann- White, Katenbrink og Rabe, 2006) svo áhyggjur mæðranna eru á rökum reistar. Þá gerðu Milletich, Kelley, Doane og Pearson (2010) rannsókn á 183 karlmönnum og 475 konum og notuðu Adult-Recall útgáfuna af Revised Conflict Tactics Scale (CTS2-CA), Exposure to Abusive and Supportive Envi- ronments Parenting Inventory (EASE-PI) og Revised Conflict Tactics Scale (CTS2). Niðurstaða þeirra var m.a. að ef kona hafði

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.