Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Síða 22

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Síða 22
22 Ljósmæðrablaðið - desember 2010 Guðrún Guðmundsdóttir ljósmóðir fæddist á bænum Teigakoti á Akranesi þann 1. október árið 1853. Móðir hennar dó úr holdsveiki þegar Guðrún var aðeins fjögurra mánaða gömul og föður sinn missti hún 14 ára. Eftir það var hún vinnukona á nokkrum stöðum á Akranesi uns hún fékk tækifæri til að fara til náms í Kvennaskólann í Reykjavík. Guðrún var síðan útnefnd af hreppsnefnd Akranes- hrepps til þess að nema ljósmóðurfræði í kjölfar þess að landlæknir hóf áróður fyrir mikilvægi þess að menntaðar ljósmæður væru í hverju héraði. Hún nam ljósmóður- fræði í Reykjavík hjá Jóni Hjaltalín land- lækni og Þorbjörgu Sveinsdóttur ljósmóður veturinn 1879 og starfaði að námi loknu sem ljósmóðir á Akranesi uns hún hélt til Vestur- heims árið 1886. Árið 1880 giftist hún Þórði Guðmunds- syni frá Háteigi en varð ekkja fjórum árum síðar er hann drukknaði við hákarlaveiðar í miklu óveðri sem kostaði 31 sjómann lífið og hjó stórt skarð í karlmannahópinn á Akranesi, en plássið missti tvo báta með 18 karlmönnum. Árið 1885 hóf Guðrún búskap með Bjarna Þórðarsyni og flutti ásamt honum og nokkrum öðrum Vestur- förum frá Akranesi til Kanada sumarið 1886 til að setjast að í nýrri Íslendinganýlendu, Þingvallabyggðinni, sem var að myndast á hásléttu Assinboiafylkisins, síðar Saskatchewan. Nýlendan var um 400 km norðvestan við Winnipeg og var á þeim tíma vestasta Íslendingabyggðin í Kanada. Í Þingvallabyggðinni reistu Guðrún og Bjarni sér lítið bjálkahús auk útihúss og komu sér fljótlega upp tveimur uxum, tveimur nautum og tveimur kúm. Guðrún var skráð fyrir landinu, en á þessum tíma var mjög sjaldgæft að konur væru skráðar fyrir landi í Kanada. Hún starfaði sem ljósmóðir meðal landnemanna en Bjarni vann eins og margir aðrir Íslendingar við lagningu brautarteina Manitoba Northwes- tern Railroad frá Winnipeg til Yorkton sem gaf þeim möguleika á að vinna sér inn fyrir efni til húsbygginga og til að kaupa naut- gripi og annað sem þurfti til þess að hefja búskap. Nær öruggt er að ljósmóðurstarfið í Þingvallabyggðinni hefur ekki fært Guðrúnu miklar tekjur vegna þess að landnemarnir voru bláfátækir. Starfið kostaði mikla fjar- veru frá heimilinu, bæði voru ferðalögin löng og svo dvöldu ljósmæður yfirleitt á heimilinu þar til konan gat farið að hugsa sjálf um barnið sem gat tekið allt að 10 dögum. Bjarni og Guðrún giftust ekki og í flestum gögnum var Guðrún skráð bústýra hans. Þau eignuðust engin börn en tóku að sér þrjú fósturbörn til lengri eða skemmri tíma. Fósturbörn þeirra voru Júlíana Jóns- dóttir, bróðurdóttir Guðrúnar, sem var send til þeirra frá Akranesi árið 1887, þá tæplega 11 ára, Guðbjörg Eyjólfsson sem þau ólu upp frá fæðingu árið 1891 og Guðjón Þórðarson, bróðursonur Bjarna, sem var sendur til Kanada frá Akranesi árið 1897, þá á 12. ári. En það er einmitt sagan af fæðingu Guðbjargar sem er tilefni þessarar greinar. Fæðing Guðbjargar Dag einn seint í októbermánuði árið 1891 var nágrannakona Guðrúnar, Guðbjörg Sveinsdóttir stödd hjá henni. Hún var kona Konráðs Eyjólfssonar og var ófrísk og að falli komin. Þau hjónin áttu ekki börn á lífi en höfðu áður misst tvö börn. Líklega hefur Guðbjörg ætlað að dvelja hjá Guðrúnu fram yfir fæðingu barnsins vegna þess að hún var ein heima þar sem Konráð var fjarverandi vegna vinnu við lagningu járn- brautarteina. Þennan dag var óvenju heitt í veðri og mollulegt og fór Guðbjörg sem var að aðstoða Guðrúnu við bústörfin því út til að brynna tveimur uxum sem í þá daga voru þörfustu þjónar innflytjenda í Kanada enda miklu ódýrari en hestar. Vegna hitans var mikil fluga í kringum uxana og angraði hún þá mjög svo að þeir hristu hausinn í sífellu og sveifluðu beittum hornunum til að fæla flugurnar burtu. Þá vildi svo slysalega til að annar uxanna stakk Guðbjörgu, á hol og reif sex þumlunga langa rifu í síðu hennar. Guðrún var sem betur fer ekki langt undan og kom strax til hjálpar. Guðbjörg sem var illa særð bað Guðrúnu um að reyna að bjarga barninu. Guðrún var staðráðin í að verða við ósk Guðbjargar og undirbjó keisaraskurð í bjálkakofanum með þeim áhöldum sem hún hafði við hendina. Hún svæfði Guðbjörgu með klóróformi og framkvæmdi keisara- skurð og náði barninu lifandi. Ekki er vitað til að neinn hafi aðstoðað Guðrúnu við keisaraskurðinn en mögulegt er að Júlíana fósturdóttir hennar sem þá var 15 ára hafi verið á staðnum. Guðbjörg lifði einhvern tíma eftir keisaraskurðinn en var mjög þungt haldin eins og sjá má á fréttinni sem birtist í Lögbergi fimm dögum síðar. Í fréttinni er reyndar ekkert minnst á keisaraskurðinn enda voru slíkar aðgerðir lítt þekktar þá. Lögberg 28. október 1891. „HÖRMULEG SAGA hefur borizt vestan úr Þingvallanýlendu. Kona Konráðs Eyjólfs- sonar, bónda eins þar skaðaðist hræðilega. Uxi rak hornið inn í kvið hennar og reif sex þuml. langa rifu. Konan var rjett komin að falli. Hún hefur síðan alið barnið og er það heilbrigt. Sjálf var hún lifandi, þegar síðast frjettist, en í mjög mikilli hættu“ . Ekki er vitað hve lengi Guðbjörg lifði eftir keisaraskurðinn, en barnið sem var heil- brigð stúlka lifði og það eina sem sá á henni var hola í hnakkanum eftir hornið á uxanum. Þessar menjar bar hún síðan alla ævi. Konráð mun ekki hafa frétt af keisara- skurðinum og láti konu sinnar fyrr en hann kom heim í frí nokkrum mánuðum síðar enda erfitt að koma boðum til manna út í óbyggðir. Litla stúlkan var nefnd Guðbjörg í höfuðið á móður sinni og það æxlaðist þannig að Guðrún og Bjarni tóku hana í fóstur. Eftir sjö ára dvöl í Þingvallabyggðinni yfirgáfu Guðrún og fjölskylda land sitt eins og flestir Íslendinganna vegna erfiðra búsetuskilyrða og vatnsskorts. Þau héldu norðar í fylkið og settust að á fallegum stað við Whitesand River tæpum 60 kílómetrum norðvestur af Yorkton og um 520 kílómetrum fyrir norðvestan Winnipeg. Á svæðinu var fámennur hópur Íslendinga en talsvert af Úkraínumönnum. Á þeim tíu árum sem þau bjuggu við Whitesand River fæddust nokkur íslensk börn en ekki er ólíklegt að Guðrún hafi einnig tekið á móti Keisaraskurður íslenskrar ljós- móður í Vesturheimi árið 1891 Guðrún Guðmundsdóttir 1853-1922.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.