Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Side 24
24 Ljósmæðrablaðið - desember 2010
Norðurlandaráðstefna ljósmæðra var haldin
í Kaupmannahöfn dagana 3.- 5. júní 2010.
Sól og blíða var allan tímann, allt skipulag
á ráðstefnunni var til fyrirmyndar og svo
var félagskapurinn náttúrulega frábær. Vel
var hugsað um að næra ljósmæðurnar bæði
á líkama og sál og var einn af hápunktum
ráðstefnunnar hátíðarkvöldverðurinn í
Tívolíinu. Óhætt er að segja að þar sem
ljósmæður eru samankomnar þar getur ekki
verið leiðinlegt. Stemningin hjá íslensku
ljósmæðrunum var frábær þó hópurinn væri
ekki stór. Við fórum út að borða, lágum í
sólinni milli erinda og nutum lífsins til hins
ýtrasta fullar innblásturs eftir fróðlega fyrir-
lestra annarra ljósmæðra.
Íslenskar ljósmæður voru áberandi á
ráðstefnunni með mörg mjög góð erindi. Í
byrjun hélt Hildur Kristjánsdóttir formaður
NJF tölu og var íslenskum ljósmæðrum til
sóma. Aðrar ljósmæður sem voru með erindi
voru Helga Gottfreðsdóttir, en hún var með
tvö erindi. Annað þeirra fjallaði um reynslu
kvenna af mænurótardeyfingu og hitt um
foreldra sem hafna fósturskimun. Sigríður
Sía Jónsdóttir hélt erindi um hvernig
ljósmæður skima fyrir ofbeldi í nánum
samböndum á meðgöngu. Hulda Þórey
Garðarsdóttir ljósmóðir í Hong Kong sagði
frá reynslu sinni af því að starfa sem ljós-
móðir í Hong Kong. Sigfríður Inga Karls-
dóttir flutti erindi um hvað einkennir góða
ljósmóður og Ólöf Ásta Ólafsdóttir var með
erindi þar sem hún kynnti líkan sem hún er
að þróa ásamt ljósmæðrunum Marie Berg
og Ingela Lundgren, en um er að ræða líkan
sem mun gagnast í menntun og störfum ljós-
mæðra á Norðurlöndum. Undirritaðar kynntu
svo lokaverkefni sitt um viðhorf og reynslu
kvenna af fæðingum fjarri hátækni. Það
var frábær upplifun að standa fyrir framan
fullan sal af áhugasömum ljósmæðrum og
fá tækifæri til að kynna verkefnið okkar og
leyfa röddum kvenna sem fæða fjarri hátækni
að heyrast. Fjöldi áhugaverðra erinda var á
ráðstefnunni og oft var erfitt að velja úr. Þar
sem við erum að stíga okkar fyrstu skref sem
heimafæðingaljósmæður og höfum mikinn
áhuga á að koma á fót sjálfstætt starfandi
ljósmæðrahópum sem bjóða uppá samfellda
þjónustu í barneignaferlinu völdum við
gjarnan erindi tengd heimafæðingum eða
ljósmæðrareknum einingum. Það var mjög
hvetjandi að sjá að mjög víða eru ljós-
mæður að leggja sig fram um að gera
heimafæðingar að raunhæfum valkosti fyrir
verðandi foreldra. Einnig eru víða verkefni
í gangi sem miða að því að veita samfellda
þjónustu ljósmóður í barneignaferlinu.
Upphafserindið á fyrsta degi ráðstefnunnar
hélt Hanne Kjærgaard, ljósmóðir í Danmörku
en erindið hennar hét „Medicalisation of
childbirth - have we gone too far?“ Með
erindi sínu gaf hún tóninn fyrir það sem
koma skyldi á ráðstefnunni. Þetta erindi
hreyfði mikið við okkur og því langar okkur
að segja frá því. Hún fjallaði um sjúkdóm-
svæðingu barneignaferlisins og velti hún
fyrir sér hvort við hefðum gengið of langt í
þeim efnum. Hún benti á að um leið og við
eigum tækninni margt að þakka hvað varðar
betri útkomu fæðinga þá væri ekki mikið til
af rannsóknum sem styddu læknisfræðileg
inngrip við eðlilegar fæðingar. Þrátt fyrir það
hefðu læknisfræðileg inngrip á síðustu 30-40
árum „troðið sér“ inn í eðlilegar fæðingar
og þá sérstaklega í hinum vestræna heimi,
þ.á.m. á Norðurlöndunum. Þessi þróun ögrar
hugtakinu „eðlileg fæðing“. Erum við jafn-
vel farin að líta á notkun mænurótardeyfinga
og örvun með syntocinon sem hluta af
eðlilegum fæðingum? Eins og fram kom
í erindi hennar er örvun með syntocinon
algengasta inngripið í fæðingum þrátt fyrir
að skilgreiningar á langdregnum fæðingum
séu á reiki og ekki allir sammála hvað það
varðar. Fram kom að hjá 50% hraustra frum-
byrja á Norðurlöndum er syntosinon notað
til að örva fæðinguna. Einnig hafði hún
áhyggjur af aukinni keisaratíðni og talaði
um mikilvægi þess að sporna við ónauðsyn-
legum keisurum. Kallaði þá því skemmtilega
nafni „unnescaesarians“.
Hún talaði á mjög áhugaverðan hátt
um sögu barnsfæðinga og það hvernig
aukinn áhugi karlmanna á fæðingum hefur
í gegnum tíðina haft í för með sér aukin
inngrip í fæðingarferlið. Hún nefndi einnig
greiningarviðmið frá 1920 á langdregnum
fæðingum en þá var tímaramminn mun
víðari og eðlileg fæðing gat staðið frá 18
klukkustundum upp í nokkra daga. Ef búið
var að útiloka misræmi fósturs og grindar og
móður og barni leið vel var meðferðin við
langdregnum fæðingum ekki mjög flókin
en það var þolinmæði. Í því samhengi talaði
hún um hvernig meðferð á langdregnum
fæðingum hefði þróast úr þolinmæði yfir í
óþolinmæði. Í nýrri skilgreiningum á lang-
dreginni fæðingu væri jafnvel miðað við að
útvíkkun sé 1.2 cm/klst og ef ferlið gengur
hægar er brugðist við með belgjarofi og
örvun með syntocinoni. Því er sífellt meiri
krafa um að fæðingar taki styttri tíma, jafn-
vel styttri tíma en eðlilegt er. Hún talaði
um hlutverk ljósmæðra í sjúkdómsvæðingu
fæðinga og mikilvægi þess að ljósmæður
standi vörð um eðlilegar fæðingar, það hefur
að hennar mati aldrei verið eins mikilvægt
og nú.
Hún talaði líka um yfirsetuna og að það
væri sífellt algengara á stórum sjúkrahúsum
að konur fengju mænurótardeyfingu og
enga yfirsetu. Ljósmæður væru meira og
meira inni á vakt þar sem þær gætu fylgst
með nokkrum konum í einu á mónitor inni
á vaktinni. Hún vakti athygli á því að munur
væri á þjáningu og sársauka. Að kona með
mænurótardeyfingu og enga yfirsetu finni
kannski ekki fyrir sársauka en geti svo
sannarlega þjáðst í fæðingunni þar sem
Norðurlandaráðstefna ljósmæðra
Kaupmannahöfn 3.-5. júní 2010
Arney Þórarinsdóttir,
Ljósmóðir
Hrafnhildur Halldórsdóttir,
Ljósmóðir