Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Side 28
28 Ljósmæðrablaðið - desember 2010
Í októberbyrjun gaf Ljósmæðrafélagið út
skýrsluna Barneignarþjónusta á Íslandi
2010, uppbygging og framtíðarsýn á
breytingatímum. Skýrslan var unnin af
Guðlaugu Einarsdóttur formanni LMFÍ
og Helgu Sigurðardóttur varaformanni
LMFÍ með aðstoð Ólafar Ástu Ólafsdóttur
formanns námsbrautar í ljósmóðurfræði
við Háskóla Íslands og Hildar Kristjáns-
dóttur ljósmóður hjá Landlæknisembættinu.
Fengnar voru upplýsingar um barneignar-
þjónustu í hverju heilbrigðisumdæmi frá
lykilljósmæðrum og haldnir voru fundir
um allt land til að ræða framtíðarsýn ljós-
mæðra um skipulag og gæði þjónustunnar.
Lykilljósmæður umdæma voru: Helga
Sigurðardóttir LSH, G. Erna Valentínusdóttir
HVE, Brynja Pála Helgadóttir Hvest, Jenný
Inga Eiðsdóttir HSKrókur, Jónína Salný
Guðmundsdóttir og Gunnþóra Snæþórsdóttir
HSA, Björk Steindórsdóttir HSu og Jónína
Birgisdóttir HSS. Eins kallaði félagið eftir
upplýsingum frá framkvæmdastjórum heil-
brigðistofnana um framtíðarsýn og fyrir-
hugaðar breytingar á barneignarþjónustu á
upptökusvæði hverrar stofnunar.
Kveikjan að þessari skýrslu voru ítrekaðar
ábendingar félagsins til heilbrigðisyfirvalda,
á tilfinnanlegum skorti á heildrænni stefnu-
mótun fyrir landið í barneignarferlinu.
Eftir hrun íslenska efnahagskerfisins varð
þörfin enn brýnni þar sem ýmsar breytingar
í heilbrigðiskerfinu eru óhjákvæmilegar. Í
einhverjum tilfellum hefur sparnaður heil-
brigðisstofnana nú þegar leitt til skerðingar
á þjónustu við barnshafandi konur og fjöl-
skyldur þeirra og óttast ljósmæður að öryggi
og lagalegum réttindum skjólstæðinga sé
ógnað.
Tilgangur skýrslunnar er að kortleggja
þjónustu ljósmæðra eins og hún er nú
og leggja fram tillögur um stefnumótun
barneignarþjónustu sem uppfyllir faglegar
kröfur um gæði og öryggi.
Þegar skýrslan kom út, lá fyrir 4 daga
gamalt frumvarp til fjárlaga sem kveður á
um mun meiri niðurskurð en flestar heil-
brigðisstofnanir væntu. Skýrslan ásamt yfir-
lýsingu stjórnar um óraunhæfan niðurskurð,
var send öllum þingmönnum, fjölmiðlum og
framkvæmdastjórum heilbrigðisstofnana í
þeirri von um að nýtast til að tryggja barna-
fjölskyldum þá grunnheilbrigðisþjónustu
sem veita ber í heimabyggð, þrátt fyrir
mikinn niðurskurð. Þegar þessi orð eru
skrifuð, er enn allt á huldu um afdrif heil-
brigðisstofnana, en mótmælafundir haldnir
víða um land.
Í skýrslunni kemur fram að brýnt sé að við
endurskipulag þjónustu sé litið til heildar-
áhrifa breytinga, bæði m.t.t. skjólstæðinga,
atvinnu heilbrigðisstarfsmanna og kostnaðar.
Þekking og reynsla við heilbrigðisþjónustu í
barneignarferli tapast þegar þjónustu reynds
heilbrigðisstarfsfólks nýtur ekki lengur við
og getur slíkur sparnaður hæglega snúist
upp í andhverfu sína þegar til lengri tíma
er litið. Það er dýrt að spara grunnheil-
brigðisþjónustu eins og ljósmæðraþjónustu,
sérstaklega á landsbyggðinni þar sem langur
og kostnaðarsamur sjúkraflutningur er
stundum eini valkosturinn.
Ljósmæðrafélag Íslands leggur áherslu
á að viðhalda þarf og styrkja grunnheil-
brigðisþjónustu í landinu, og að samþætta
þarf og nýta sérfræðiþekkingu heilbrigðis-
fagfólks á hagkvæman og skynsaman hátt.
Meðgönguvernd, fæðingarhjálp, sængurlega
og ungbarnavernd er hluti af þeirri grunn-
þjónustu sem tryggja þarf og veita sem
næst heimabyggð. Ljósmæður starfa í öllum
heilbrigðisumdæmum landsins og nýtist
sérfræðiþekking þeirra vel í heimabyggð.
Efla þarf samvinnu bæði innan umdæma og
milli mismunandi þjónustustiga til að tryggja
öryggi skjólstæðinga og hagkvæma nýtingu
þess mannauðs sem heilbrigðiskerfið hefur
yfir að búa.
Ljósmæðrafélagið lagði fram tillögur um
úrbætur í barneignarþjónustunni og áherslur
félagsins í þeim efnum, en þær eru að:
• Samfelld þjónusta verði höfð að leiðarljósi
í skipulagi barneignarþjónustu á landinu.
• Efla þurfi þjónustu utan stofnana.
• Auka hlutdeild ljósmæðra í ungbarnavernd.
• Efla samráð milli stofnana.
• Þjónustan verði löguð að landfræðilegum
aðstæðum á hverjum stað með jöfnuð og
öryggi að leiðarljósi.
• Barneignarþjónustan verði sérstök þjón-
ustueining innan heilbrigðiskerfisins sem
þverar starfsemi heilsugæslu og sjúkrahúsa
í viðkomandi heilbrigðisumdæmi.
• Skipulögð verði teymi ljósmæðra sem
sinna barneignarþjónustu ákveðins fjölda
kvenna og í hverju heilbrigðisumdæmi
verði gott aðgengi að ljósmóður og a.m.k.
einn aðalfæðingarstaður.
• Huga verði sérstaklega að hagsmunum
foreldra sem þurfa að leita um langan
veg til fæðingarstaðar og taka þurfi tillit
til röskunar á fjölskyldulífi með rýmkun
foreldraorlofs og fæðingarstyrkja þessa
hóps.
• Brjóstagjöf þarf að efla í samræmi
við hugmyndafræði sem grundvallast
á sameiginlegri yfirlýsingu WHO og
UNICEF um næringu nýbura og ungbarna
og vinna að vottun barnvænna sjúkrahúsa
(baby-friendly hospital).
• Forgangur verði á vinnu við gerð og
innleiðingu rafrænnar og samræmdar
sjúkraskrár á landsvísu sem spara mun
bæði vinnu og fjármuni auk þess að stuðla
að auknu öryggi skjólstæðinga.
Skýrsluna má kaupa innbundna hjá félaginu
fyrir 1000 kr. eða fá senda endurgjaldslaust á
rafrænu formi.
Guðlaug Einarsdóttir
Barneignarþjónusta á
Íslandi 2010
– uppbygging og framtíðarsýn á breytingartímum
Október 2010
Ljósmæðrafélag Íslands
Barneignarþjónusta á Íslandi 2010
Uppbygging og framtíðarsýn á breytingatímum