Fréttablaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í
formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er
einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið
fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.
is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr Jónsson, starri@
frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson,
jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Ég hef aldrei verið með svona lágan púls,“ segir Stefanía hlæjandi þegar slegið er á þráðinn
til hennar í Frakklandi. Þar dvelur
hún stærstan hluta ársins en maður
hennar, Stéphane De Backer, býr
og starfar í Antwerpen þar sem þau
eiga heimili. „Stéphane getur unnið
eitthvað að heiman og því erum
við mikið hér saman líka,“ segir
Stefanía en þvertekur fyrir að hún
verði einmana. „Það er nóg að gera
hjá mér en vissulega hef ég þurft að
fara niður um gír. Hér er afar hægt
internet, fólk er frekar afslappað og
öll afgreiðsla tekur sinn tíma. En þá
er bara að ætla sér minna og njóta
þess.“
Stefanía kynntist Stéphane í
gegnum starf sitt. Hann er Belgi og
Stefanía ákvað að flytjast til hans.
Stéphane hefur alla tíð verið mjög
hrifinn af Frakklandi og hefur
ferðast um landið vítt og breitt
og Stefanía smitaðist af áhuga
num. „Ég varð strax ástfangin af
Pýrenea fjöllunum og umhverfinu
þar í kring þegar ég kom þangað
fyrst,“ segir Stefanía sem fannst
hún loks aftur komin í sitt rétta
umhverfi með fjöllin allt í kring.
Í 50 manna þorpi
Parið mótaði með sér þann draum
að eignast hús í Frakklandi. „Það
var á fimm ára planinu en svo
lentum við í því að finna drauma
húsið strax eftir hálft ár og þá varð
ekki aftur snúið,“ segir Stefanía
glaðlega. Húsið er í litlum námabæ
í Pýreneafjöllunum, um tvo og
hálfan tíma frá Toulouse og einn
og hálfan frá Biarritz. „Í bænum
búa aðeins 50 manns allt árið en
mörgum húsanna er vel við haldið
sem sumarhúsum. Húsið okkar
er frá 1750 og var mjög klassískt
fyrir þetta svæði þar sem búið var
á efri hæðinni og fjós var á þeirri
neðri. Smiður keypti það árið 2008
og það var þá að hruni komið.
Hann gerði það allt saman upp og
notaði sem sumarhús. Þegar við
keyptum það þurfti að gera ýmsar
ráðstafanir til að geta búið í því allt
árið og svo skiptum við um eldhús
enda þykir okkur Stéphane afar
gaman að elda.“
Kremin heita í höfuðið á móður Stefaníu sem heitir Lilja.
Sólveig
Gísladóttir
solveig@frettabladid.is
og vonandi get ég farið að spjalla
við nágrannana með vorinu,“ segir
hún glaðlega.
Hugmynd vaknar
Stefanía er fædd og uppalin í
Borgarnesi. Hún fór í lyfjafræði
í Háskóla Íslands vegna einlægs
áhuga á efnafræði og í framhaldinu
flutti hún til Óslóar. „Ég hafði fyrir
tilviljun fengið sumarstarf við
rannsóknir við háskólann í Ósló og
féll alveg fyrir þessari fallegu borg
sem stendur í fjallahring. Þar sem
ég hef alltaf þurft að vera nálægt
fjöllunum var tilvalið að fara í
framhaldsnám þangað.“
Það var því aðeins úr karakter
þegar Stefanía flutti síðar til Dan
merkur í fjallaleysið en þar bjó hún
í tæp 11 ár. „Ég stundaði kennslu
og rannsóknir við Kaupmanna
hafnarháskóla og stjórnaði síðan
rannsóknarhópi sem rannsakaði
fjölliður, en það er efnið sem
pakkar inn sjálfu lyfinu og sér til
þess að það komist á áfangastað í
líkamanum.“
Í kennslunni vaknaði hugmynd
sem Stefanía er nú að gera að veru
leika. „Ég kenndi lyfjagerðarfræði í
17 ár, bæði í Danmörku og Noregi.
Þar kom ég inn á hvernig á að búa
til töflur og stíla, en einnig hvernig
eigi að búa til krem og salva sem
innihalda lyf. Stundum kom fólk
með kremin sín að heiman og
spurði mig út í af hverju hitt og
þetta innihaldsefni væri í kreminu.
Grunnregla lyfjafræðinga er sú að
ekkert megi setja í lyf nema það
hafi sannarlega tilgang og virkni.
Í kremum í dag eru ýmis aukaefni
sem eiga í raun ekkert erindi á húð
fólks, þau eru sett í kremin til að
fá betri áferð eða lykt. Þá fór ég
að velta fyrir mér hvort ekki væri
Hús Stefaníu er 250 ára gamalt en það stendur nálægt gömlum námubæ með 50 íbúum.
Það er auðvitað
hluti af geðveik-
inni, að flytja í franska
sveit og kunna ekki
frönsku.
Stefanía segist vera farin að
kynnast nágrönnum sínum í
bænum. „Þetta er dásamlegt og
hjálpsamt fólk sem vill svo gjarnan
tala við mig. Vandinn er að ég
kann ekki frönsku enn þá sem er
auðvitað hluti af geðveikinni, að
flytja í franska sveit og kunna ekki
frönsku. En ég er að vinna í þessu
hægt að koma þessari „minna er
meira“ hugsun í kremframleiðslu
og hanna krem án allra aukaefna,“
lýsir Stefanía sem fór að leika sér
að því að búa til krem heima fyrir
vini og vandamenn. „Ég notaði
þá aðeins þau efni sem ég vissi að
húðin þyrfti á að halda. Ég fór líka
að lesa mér til um íslenskar lækn
ingajurtir í bókinni eftir Önnu
Rósu grasalækni, til að vita hvað
ég gæti notað í kremin sem kæmi
beint úr náttúrunni.“
100% náttúruleg Lilja
Hugmyndin lét Stefaníu ekki í friði
og að lokum ákvað hún að láta
slag standa. Hætti í vinnu sinni
við Kaupmannahafnarháskóla og
hellti sér út í þróun og framleiðslu
á kremlínu sem hún hefur nefnt
Lilja. „Nafnið kemur frá móður
minni en er einnig tenging í nátt
úruna sem er mér mjög mikilvæg.“
Stefanía hefur nú þróað andlits
krem, húðkrem og handáburð.
„Andlitskremin hef ég hannað
þannig að þau eru algerlega per
sónuleg. Þegar ég fæ pöntun sendi
ég spurningalista sem ég hef þróað.
Þannig finn ég út hvers konar húð
viðkomandi er með og eftir það
hanna ég kremin eftir húðtýpu,
tóni, ofnæmi, aldri og kyni.“
Stefanía notar ýmsar jurtir í
kremin sín. „Ég nota til dæmis
fjallagrös, rauðsmára, blóðberg
og elftingu. Ég hef skoðað vel sögu
jurtanna og hvað er hefð að nota
þau í. Til dæmis nota ég jurtir sem
voru notaðar gegn krömpum á
árum áður í kremin til að vinna
gegn hrukkum og línum. Aðrar
jurtir örva blóðrásina og sumar
eitlakerfið og hjálpa líkamanum að
hreinsa burt óæskileg efni.“
Engin rotvarnarefni eru í krem
unum sem eru hundrað prósent
náttúruleg. „Þess vegna vil ég búa
kremin til sérstaklega fyrir hvern
og einn því það gengur ekki að
láta þau standa lengi á búðar
hillu. Ég nota reyndar blóðberg
og aðrar jurtir sem eru náttúruleg
rot varnar efni og endingartími
kremanna verður þannig minnst
þrír mánuðir, en ég bý líka til
mátulegt magn, sem svarar þriggja
mánaða skammti fyrir kúnnann.“
Jurtirnar tínir Stefanía sjálf, bæði
í gönguferðum sínum í Pýrenea
fjöllunum eða í heimsóknum
sínum á Íslandi. „Á Íslandi tíni ég
þær mest í kringum Ólafsfjörð þar
sem fjölskylda mín á hús,“ segir
Stefanía sem segir magnið þó enn
viðráðanlegt og komast vel fyrir í
ferðatösku. Hún býst reyndar ekki
við að Lilja muni vaxa henni yfir
höfuð enda sé það ekki tilgangur
inn. „Mig langar sjálf að vera í
persónulegum samskiptum við þá
sem kaupa hjá mér kremin. Þannig
vil ég hafa það.“
Þeir sem vilja skoða kremin
nánar geta skoðað vefsíðuna www.
liljaskincare.com.
Stefanía og Stéphane njóta þess að ganga um fallega nátt
úruna í Pýreneafjöllunum í Frakklandi.
Stefanía elskar
fjalllendi og er
ánægð með
að hafa flutt
frá Kaup
mannahöfn.
SMÁRALIND
NÚ ER 50% AFSLÁTTUR
NÝJAR VÖRUR VIKULEGA
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
2
5
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
3
-0
7
2
0
2
2
2
3
-0
5
E
4
2
2
2
3
-0
4
A
8
2
2
2
3
-0
3
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
2
4
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K