Fréttablaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 29
Ótakmarkað
Internet
Netbeinir og WiFi
framlenging
Ótakmarkaður
heimasími
Myndlykill + Skemmtipakkinn
Allt í einum pakka á lægra verði
+ Skemmtipakkinn fyrir 16.990 kr. á mánuði.*
Kláraðu málið á vodafone.is, í síma 1414 eða komdu við í næstu verslun.
*Aðgangsgjald og dreifigjald er ekki innifalið í verði.
Haltu uppi fjörinu
KÖRFUBOLTI Þegar Helena Sverris-
dóttir, landsliðskona í körfubolta,
gekk í raðir Vals var liðið í 5. sæti
Domino’s-deildar kvenna í körfu-
bolta með sex stig eftir að hafa leikið
átta leiki í deildinni. Liðið sem hafði
farið í úrslitaeinvígið gegn liðsfélög-
um Helenu hjá Haukum síðasta vor
var í ákveðnum vandræðum og útlit
fyrir að baráttan um að komast í
úrslitakeppni deildarinnnar gæti
orðið strembin og tvísýn.
Þá kom á Hlíðarenda himna-
sendingin Helena, sem var ekki sátt
við stöðu mála hjá ungverska liðinu
Ceglédi og hugurinn leitaði heim.
Öll liðin í deildinni höfðu áhuga
á kröftum Helenu, en Valur náði að
landa samningi við hana og eftir
það hefur staða liðsins gjörbreyst
og er það ekki síst fyrir hennar til-
stuðlan að bjartari tímar með blóm
í haga eru fram undan hjá Hlíðar-
endaliðinu. Eftir að hún byrjaði að
spila með Val hefur liðið leikið níu
deildarleiki og einn leik í bikar. Níu
af þessum tíu leikjum hafa endað
með sigri Vals liðsins, en einungis
KR hefur tekist að hafa betur gegn
Val með Helenu innanborðs.
Helena er orðin efst í Valsliðinu
í þeim tölfræðiþáttum sem mestu
máli þykja skipta í körfubolta, það
er stigum skoruðum, fráköstum og
stoðsendingum. Í níu deildarleikj-
um með Val hefur Helena skorað
20,7 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið
6,1 stoðsendingu að meðaltali. Skot-
nýtingin er einnig frábær; 64% inni
í teig, 47% fyrir utan þriggja stiga
línuna og 83% á vítalínunni.
Valsliðið skipti á svipuðum tíma-
punkti og Helena kom í herbúðir
liðsins um bandarískan leikmann
í sínum röðum. Brooke Johnson
var látin víkja fyrir Heather Butler
sem hefur staðið sig vel í Valsbún-
ingnum. Töluverð breidd er í leik-
mannahópi Vals og gæti það skipt
sköpum þegar stutt verður á milli
leikja í úrslitakeppninni. Bekkurinn
er dýpri en hjá keppinautunum sem
gæti gert gæfumuninn.
Fimm lið eru að berjast hat-
rammlega um sætin fjögur í
úrslitakeppninni og ljóst að eitt lið
sem lætur sig dreyma um Íslands-
meistaratitilinn mun ekki fá tæki-
færi til þess þegar á hólminn verður
komið.
Valur er núna í 3.-4. sæti deildar-
innar með 22 stig, en efstu fjögur
liðin fara í úrslitakeppni um
Íslandsmeistaratitilinn í vor. Kefla-
vík er á toppnum með 26 stig.
Enn eru ellefu umferðir eftir af
deildakeppninni og í næstu fjórum
leikjum Vals mætir liðið Breiðabliki,
sem vermir botnsætið, og svo Kefla-
vík, Stjörnunni og Snæfelli. Eftir það
hefst síðasta umferð deildakeppn-
innar af fjórum.
Þá er Valur kominn í undanúrslit
Geysisbikarsins þar sem liðið mætir
Snæfelli um miðjan febrúar. Í hinni
undanúrslitaviðureigninni mætast
Stjarnan og Breiðablik.
Með Helenu er Valur ansi lík-
legur kandídat í að verða tvöfaldur
meistari þegar upp verður staðið.
Félagið hefur aldrei unnið stóran
titil í kvennaflokki í körfubolta.
hjorvaro@frettabladid.is
Hefur breytt landslaginu í deildinni
Valdataflið í íslenskum kvennakörfubolta breyttist töluvert við heimkomu Helenu Sverrisdóttur. Síðastliðið haust ákvað Helena
að koma heim úr atvinnumennsku og var ljóst að það lið sem næði að tryggja sér krafta hennar yrði líklegt til afreka á tímabilinu.
Helena Sverrisdóttir var með 33 stig og 14 fráköst í sigri Vals á KR á Hlíðarenda í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
8
deildarleiki af níu hefur
Valur unnið eftir komu
Helenu.
Aðeins tveir leikmenn
eru með fleiri framlagsstig að
meðaltali í leik í Domino’s-
deild kvenna en Helena
(30,6).
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F Ö S T U D A G U R 2 5 . J A N Ú A R 2 0 1 9
2
5
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
2
-F
3
6
0
2
2
2
2
-F
2
2
4
2
2
2
2
-F
0
E
8
2
2
2
2
-E
F
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
2
4
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K