Fréttablaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 20
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RMEISTARAMÁNUÐUR Skjálaus dagur er góð áskorun. Best er að velja laugardag eða sunnudag og bara nota símann til að hringja. Gaman er að skora á bragðlaukana og hugvitið í meistaramánuði, prófa nýjar uppskriftir og koma sér þannig upp nýjum eftirlætisréttum fjölskyldunnar. Maður er manns gaman og það getur verið mjög gefandi að kíkja í heimsókn til vina eða bjóða þeim í pitsu og spil. Að prófa nýjan kaffidrykk getur reynst mörgum næg áskorun. Meistaramánuður byrjaði árið 2008 í tengslum við hreyfingu og heilsu en síðan þá hefur ýmislegt breyst. Heilsuhugtakið hefur til dæmis tekið breytingum og þar af leiðandi fleira sem við tengjum við heilsu en bara mataræði og hreyfing heldur er andleg líðan og færni orðin stór hluti af heilsu- hugtakinu. Það hefur þó ekki breyst að í meistaramánuði skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér markmið. Hér eru nokkrar uppástungur yfir ýmislegt sem hægt er að gera í meistaramánuði til að stuðla að vellíðan án þess að ofgera sér á líkamsræktarstöðinni þó vissulega sé gott að hreyfa sig í meistaramánuði eins og aðra mánuði. Farðu í heimsókn Maður er manns gaman stendur í Hávamálum en þessi speki vill oft gleymast í nútímasamfélagi þar sem heimsóknir virðast lúta æ strangari reglum. Það þarf ekki að Breytum út af vananum Meistaramánuður býður upp á margs konar markmiðasetningar sem þurfa alls ekki allar að snúast um hreyfingu eða heilsurækt. vera flókið að kíkja í kaffi til vina og vandamanna, bara að hringja á undan sér, gefa sæmilegan fyrir- vara en ekki of langan og koma við í bakaríi ef viðkomandi tekur vel í að fá heimsóknina. Er ekki einhver sem þú þekkir sem þú veist að er einmana og hittir sjaldan fólk? Farðu í heimsókn til viðkomandi, það gleður bæði þig og þau. Bjóddu heim Hin hliðin á þessu er auðvitað að bjóða fólki í heimsókn. Margir halda að það þurfi að bjóða upp á fermingarhlaðborð, margréttaðan kvöldverð og tandurhreint heimili til að hægt sé að bjóða fólki heim en það er algjör misskilningur. Það er alveg nóg að skella í súpu eða panta pitsu og horfa saman á eitthvað í sjónvarpinu, spila, eða spjalla. Lærðu að elda nýja rétti Það getur verið mjög leiðigjarnt að borða og elda alltaf sama matinn. Í Meistaramánuði gætirðu til dæmis ákveðið að læra að elda einn nýjan rétt á viku, prófað ný hráefni og krydd og skemmt bæði bragðlauk- unum og þínum nánustu. Og svo auðvitað boðið einhverjum í mat til að prófa, samanber hér að ofan. Púslaðu Margir hafa gaman af því að púsla en finna aldrei rétta tímann til að sökkva sér í púsl, finnst það taka of mikið pláss og vera tímafrekt. Púsl virkar róandi á hugann og getur verið hin besta slökun. Í meistara- mánuði má til dæmis hugsa sér að ákveða að klára eitt veglegt púsl. Það má til dæmis hlusta á skemmtilegt hlaðvarp eða hljóð- bók á meðan eða eiga notalega spjallstund með fjölskyldunni. Ef þú minnkar Facebook-tímann um þriðjung hefurðu nægan tíma til að sinna púslinu. Og ef þig vantar pláss er hægt að fjárfesta í púslu- mottu sem gerir þér kleift að færa púslið frá þegar ekki er verið að púsla. Einn skjálaus dagur í viku Skjáir hafa yfirtekið líf okkar, tölvuskjáir, sjónvarpsskjáir, síma- skjáir. En við megum ekki leyfa þeim að ráða alveg yfir okkur. Prófaðu að hafa einn skjálausan dag í viku, best er að velja helgi. Þú mátt auðvitað nota símann en bara til að hringja. Þú munt sjá að þú græðir fullt af tíma, líður betur andlega og að fjölskylda og vinir eru miklu skemmtilegri en þig minnti. Breyttu út af vananum Fáðu þér öðruvísi kaffidrykk en venjulega, farðu aðra leið heim, prófaðu nýja æfingu eða nýjan tíma í ræktinni, ekki velja alltaf sömu fötin saman, prófaðu nýja sápu eða brauð. Það er svo hollt að breyta aðeins til. Verð frá 94.999 25% afsláttur af aukakönnum Vitamix blandararnir eiga sér engan jafningja. Mylja nánast hvað sem er. Búa til heita súpu og ís. Hraðastillir, prógrömm og pulse rofi sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Byrjaðu árið með stæl Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Ascent serían frá Vitamix 2 5 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 3 -0 2 3 0 2 2 2 3 -0 0 F 4 2 2 2 2 -F F B 8 2 2 2 2 -F E 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.