Fréttablaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 30
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Lárus Sigurðsson fyrrverandi yfirlæknir, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 21. janúar. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 30. janúar kl. 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Eir fyrir hlýju og góða umönnun. Sif Sigurvinsdóttir Jóhanna H. Jónsdóttir Halldór Páll Ragnarsson Ágústa Ragna Jónsdóttir Elín Margrét Hjelm Sigrún Edda Jónsdóttir Egill Þór Sigurðsson Sigurvin Lárus Jónsson Rakel Brynjólfsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Valgerður B. Gröndal lést þriðjudaginn 15. janúar á Landspítalanum í Fossvogi Útförin fór fram í kyrrþey. Blessuð sé minning hennar. Kristrún Gröndal Jim Watkins Sigurlaug B. Gröndal Rafn Gíslason Steinunn Gröndal Bjarni Gröndal Nalini Dandunnage Kristinn Gestsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur minn, faðir, bróðir okkar, mágur og frændi, Þorleifur Haraldsson frá Haga í Nesjum, sem lést 8. janúar, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 26. janúar klukkan 11. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á námssjóð í nafni dóttur hans, Maríu Sólar Þorleifsdóttur: Rnr. 0314-13-300278, kt. 111105-2430. Guðrún Finnsdóttir María Sól Þorleifsdóttir Kristín Edda Gunnarsdóttir Harpa Cilia Ingólfsdóttir Ivon Stefán Cilia Sigrún Brynja Haraldsdóttir Þorvaldur Helgason Gunnar Björn Haraldsson Sara Hjörleifsdóttir Halldór Sölvi Haraldsson Anna Halldórsdóttir Elín Dögg Haraldsdóttir Örvar Hugason Rakel Ósk Sigurðardóttir S. Alexander Ásmundsson Edilon Númi Sigurðarson og systkinabörn. Þann 25. janúar ár hvert gera Skotar um allan heim sér glaðan dag og blása til „Burns-kvölds“, þar sem lífi og arfleifð þjóðskálds þeirra, Roberts Burns, er fagnað á fæðingardegi hans með skoskum mat, drykk, tónlist og auðvitað ljóðlist skáldsins. Í ár eru 260 ár frá fæðingu skáldsins og ætlar BrewDog hér á landi að fagna þessum tímamótum með sinni útfærslu af Burns-kvöldi þar sem skosk arfleifð verður í hávegum höfð. Skosk tón- list mun hljóma allan daginn, skoskur handverksbjór verður í fyrirrúmi og skoskir réttir að hætti hússins verða fáanlegir þetta eina kvöld. Gestir sem mæta í skotapilsi fá jafnframt sérstakan glaðning á staðnum, segir í tilkynningu frá BrewDog. Skoska handverksbrugghúsið Brew- Dog var stofnað árið 2007 af tveimur ástríðufullum heimabruggurum, James Watt og Martin Dickie, sem voru orðnir leiðir á einhæfri bjórmenningu landa sinna og vildu bjóða upp á fjölbreyttan gæðabjór. Í dag starfa yfir 1.100 manns hjá BrewDog, sem er með höfuðstöðvar sínar og helstu framleiðslu í Ellon í Skot- landi. BrewDog-barir eru um 70 talsins víðsvegar um heim, þar af 40 barir á Bretlandseyjum. BrewDog Reykjavík opnaði bar sinn og veitingastað síðastliðið haust á horni Frakkastígs og Hverfisgötu. Þar er m.a. boðið upp á 20 handverksbjóra af dælum og sérstök áhersla hefur frá upp- hafi verið lögð á íslensku handverks- brugghúsin í bland við fjölbreytta Brew- Dog-bjóra. Í starfsliðinu eru m.a. nokkrir Skotar sem munu að sjálfsögðu mæta í sínum þjóðlegasta búningi á Burns- kvöldið. benediktboas@frettabladid.is Burns kvöld á BrewDog Íslendingar geta nú tekið þátt í Burns-kvöldinu en það er haldið til heiðurs þjóðskáldi Skota, Robert Burns. Skosk tónlist mun hljóma allan daginn, skoskur handverksbjór verður í fyrirrúmi og skoskir réttir að hætti hússins verða fáanlegir þetta eina kvöld. Þennan dag árið 2011 ógilti Hæstiréttur Íslands kosningar til stjórnlagaþings sem fram fóru þann 27. nóvember 2010. Að baki úrskurðinum lágu fimm annmarkar sem Hæstiréttur fann á framkvæmd kosninganna. Í fyrsta lagi var strikamerking kjörseðla með núm- eri í samfelldri hlaupandi töluröð sem dómarar töldu brjóta í bága við ákvæði laga um leynilegar kosningar. Í öðru lagi þóttu pappaskilrúm sem notuð voru til að aðskilja kjósendur ekki fullnægjandi. Í þriðja lagi voru kjósendur ekki látnir brjóta kjörseðla sína saman. Í fjórða lagi uppfylltu kjörkassar ekki skilyrði laga um að hægt væri að læsa þeim og í fimmta lagi skorti nærveru skipaðra fulltrúa til að fylgjast með framkvæmd kosninga. Þrátt fyrir að kosningarnar væru ógiltar var sama fólki og hlaut kjör í hinum ólöglegu kosningum boðið sæti í stjórnlagaráði sem skilaði upp- kasti að stjórnarskrá seinna sama ár. Á meðal fulltrúa voru Illugi Jökulsson blaðamaður, Ómar Ragnarsson fjöl- miðlamaður, Salvör Nordal, forstöðu- maður Siðfræðistofnunar, og Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor. – bb Þ ETTA G E R Ð I ST : 2 5 . JA N ÚA R 2 0 1 1 Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings Merkisatburðir 817 Paskalis 1. verður páfi. 1308 Játvarður 2. Englandskonungur gengur að eiga Ísa- bellu af Frakklandi. Þau voru krýnd réttum mánuði síðar. 1320 Kristófer 2. verður konungur Danmerkur eftir Eirík menved bróður sinn, sem dó í nóvember 1319. 1327 Játvarður 3. verður konungur Englands. 1494 Alfons 2. verður konungur Napólí. 1533 Hinrik 8. giftist Önnu Boleyn. 1551 Norðlenskir vermenn á Suðurnesjum drepa Kristján skrifara og þrettán aðra menn á Kirkjubóli á Miðnesi. 1559 Píus 4. (Giovanni Angelo Medici) kjörinn páfi. 1564 Portúgalar stofna borgina São Paulo í Brasilíu. 1732 Níu manns farast og níu komast af úr snjóflóði, sem féll á bæinn Brimnes við Seyðisfjörð. 1755 Moskvuháskóli stofnaður. 1831 Pólska þingið lýsir yfir sjálfstæði landsins. Það leiddi til stríðs við Rússa, sem höfðu ráðið landinu. Í október vann rússneski herinn sigur á liði Pólverja og landið varð aftur hluti af Rússaveldi. 1937 Framhaldsþátturinn Leiðarljós hóf göngu sína í út- varpi í Bandaríkjunum. 1924 Fyrstu vetrarólympíuleikar sögunnar settir í Chamonix í Frakklandi. 1942 Sveitarstjórnarkosningar haldnar á Íslandi. Robert Burns fæddist á þessum degi 1759 en hann er þjóðskáld þeirra Skota. Það verður því blásið í hátíðarlúðurinn á BrewDog í dag. Arfleifð þjóðskálds Skota, Roberts Burns, er fagnað á fæðingardegi hans með skoskum mat, drykk, tónlist og auðvitað ljóðlist skáldsins. Í ár eru 260 ár frá fæðingu skáldsins og ætlar BrewDog hér á landi að fagna þessum tíma- mótum Það fóru ótrúlega margir í framboð til Stjórnlagaþings. 2 5 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 2 5 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 2 2 -E E 7 0 2 2 2 2 -E D 3 4 2 2 2 2 -E B F 8 2 2 2 2 -E A B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.