Fréttablaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 19
Björg mælir með vítamínum og fæðubótar- efnum frá NOW sem hún segir að geri sér mjög gott, til dæmis Gluten Digest sem hjálpar henni að takast á við glúten óþol. Björg segir að hún hafi gengið á milli lækna allan þann tíma sem hún þjáðist af höfuð­ verknum. „Ég var búin að vera í miklum vandræðum, endalaust með höfuðverk og hafði farið í alls kyns skanna án þess að nokkuð kæmi út úr því. Eina sem ég gat gert var að byrja daginn á verkjalyfjum sem var mér reyndar á móti skapi. Ég bjó í Þýskalandi og árið 2016 greindi læknir mig með glútenóþol. Í framhaldinu þurfti ég að taka hveiti úr fæðunni,“ greinir Björg frá og bætir við að þá hafi ýmislegt farið að breytast hjá sér. Vorið 2017 flutti Björg og fjöl­ skylda hennar heim til Íslands. „Ég sá auglýsingu frá Guðrúnu Bergmann um hreint mataræði og ákvað að slá til. Reyndar er ég algjör matargikkur en var tilbúin að prófa að taka út allt hveiti, sykur og mjólkurvörur eins og Guðrún leggur til. Allt í einu áttaði ég mig á að höfuðverkurinn var horfinn. Ég hafði ekki fundið fyrir honum í nokkra daga eftir að ég breytti mataræðinu. Núna er ég byrjuð á framhaldsnámskeiði hjá Guðrúnu og líðan mín er bara allt önnur. Mér finnst alveg stórmerkilegt að höfuðverkurinn sé horfinn og það hlýtur að vera eitthvað í matar­ æðinu sem ég þoldi ekki. Ef ég stelst til að borða eitthvað af þessum fæðutegundum finn ég það strax á heilsunni,“ segir Björg. Hún segist stundum hafa fundið um helgar að hún væri verri en í miðri viku. „Maður var kannski að borða meiri óhollustu um helgar, fékk sér sætindi, kók eða annars konar óhóf í mat. Ég var ekki að höndla óhollustuna. Núna segi ég að Guðrún hafi bjargað mér því ég er ný manneskja. Ég passa mjög vel upp á mataræðið. Reyndar hef ég aldrei verið óreglumanneskja, aldr­ ei reykt eða drukkið áfengi. Þegar ég nefndi við lækninn minn að mér þætti ekkert sniðugt að taka inn þessi verkjalyf, svaraði hann að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þeim þar sem ég væri ekki á neinum öðrum lyfjum. Ég átti sem sagt að sætta mig við ástandið sem ég gerði alls ekki,“ segir Björg. Hún segist hins vegar vera mjög dugleg að taka inn vítamín. „Ég er mjög hrifin af NOW vítamínum og á fulla skúffu af þeim,“ segir hún. „Ég tek alltaf Eve fjölvítamín, einnig Gluten digest áður en ég fer í veislu eða saumaklúbb til að sleppa við að vera öðruvísi en aðrir. Ef ég tek tvær töflur af Gluten digest áður get ég fengið mér eina brauðsneið eða eitthvað lítið sem inniheldur hveiti. Ég finn fyrir því en Gluten digest hjálpar mér heilmikið. Það hefur virkað 100% fyrir mig,“ útskýrir Björg. „Síðan tek ég alltaf Magnesium & Calcium, D­vítamín og Acidophilus. Mér hefur líkað mjög vel við NOW vörurnar og get alveg mælt með þeim. Til dæmis er ég þeirrar skoðunar að allir ættu að taka magnesíum.“ Björg segist hafa öðlast nýtt líf eftir að hún breytti mataræðinu. „Hreint mataræði hefur bjargað lífi mínu,“ segir hún. „Ef fólk finnur fyrir einhvers konar heilsubresti án þess að skýringar fáist hvet ég það til að prófa þetta námskeið. Þetta er líka ágæt leið til að léttast. Ég er reyndar ekki í yfirvigt en þegar maður er búinn að vera á þessu mataræði í nokkrar vikur eru fjögur til fimm kíló fokin. Það gætu verið uppsafnaðar bólgur eða bjúgur í líkamanum.“ Björgu finnst hreina mataræðið ekkert erfitt. „Maður má borða kjöt og fisk og grænmeti. Einnig borða ég glútenlaust hrökkbrauð með möndlusmjöri. Mér finnst til dæmis æðislegt að grilla græn­ meti. Ég hélt að það yrði erfitt að hætta að borða mjólkurvörur. Mér fannst alltaf gott að fá mér gríska jógúrt eða súrmjólk á morgnana en maður lærir smám saman á hreint mataræði og að lesa vel allar inni­ haldslýsingar.“ Næsta HREINT MATARÆÐI nám- skeið hjá Guðrúnu Bergmann hefst 19. febrúar. Skráning á námskeiðið er inni á https://gudrunbergmann. is/namskeid/ Höfuðverkurinn hvarf með hreinu mataræði Björg Gilsdóttir breytti mataræðinu og líðan hennar varð öll önnur. Hún hafði til dæmis þjáðst af höfuðverk í mörg ár sem læknar gátu ekki greint. MYND/EYÞÓR Björg Gilsdóttir þjáðist af krón- ískum höfuð- verk í þrettán ár með tilheyrandi notkun á verkja- og bólgueyðandi lyfjum. Hún varð fyrir óvæntri upp- götvun eftir að hafa sótt nám- skeiðið Hreint mataræði hjá Guðrúnu Berg- mann. KYNNINGARBLAÐ 3 F Ö S T U DAG U R 2 5 . JA N ÚA R 2 0 1 9 MEISTARAMÁNUÐUR 2 5 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 2 3 -0 7 2 0 2 2 2 3 -0 5 E 4 2 2 2 3 -0 4 A 8 2 2 2 3 -0 3 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.