Stjarnan - 01.08.1928, Side 2

Stjarnan - 01.08.1928, Side 2
STJARNAN 114 Borgar það sig? Það er ekki sjaldan að menn spyrja: Þorgar það sig að senda kristniboða út í heiðin lönd? Er það ekki eyðsla bæSi á fé og mönnum ?” Þegar hinir inn- bornu, sem hafa haft það fyrir atvinnu að drepa óvini sína, og hafa höfuð þeirra með sér heim sem sigurmerki, koma til kristniboðans og biðja um leyfi til að fara til þessara sömu mgnna, sem einu smni voru óvinir þeirra, til þess að boða þeim fagnaðarerindi Jesú Krists og fielsun hans frá valdi syndarinnar, hef- ir maöur enga ástæðu til að efast um að kristniboðið er virði alls þess, sem það kostar. Þess háttar innborinn var Sosoko í Dovele á Solomon eyjunum, sem stærði sig af öllum þeim höfuðkúpum, sem hann hafði útvegað sér. Á þessari mynd er hann sýndur sem heiðingi með stríðsút- búnaði sínum. Hánn var einu sinni grimmur og hættulegur maður, ofsafeng- inn gagnvart konu sinni og olli hann hræSslu hvert sem hann fór. Þessi mynd af honum var tekin f jórum árum seinna. Jafnvel svipur hans ber vott um frið þann, sem hann hefir fund- ið í fagnaðarerindinu. Hann er aðeins einn af þúsundum, sem mundu segja: “Jú, það borgar sig að senda út kristni- boða.” Þremur árum eftir að hann kom á kristniboðsstöðina, gjörði hann ferð með kristniboSanum og lentu þeir í höfn nokkurri. Verzlunarmaðurinn, sem mætti þeim í lendingunni, leit snöggvast á kristniboðann, sem hann aldrei hafði séð fyr, en hann hvesti augu á Sosoko. Fá- einum mínútum sei'nna sneri hann sér að kristniboðanum og sagði við hann: “Fyrir ellefu árum hafði eg höndina á skammbyssunni reiðubúinn til að skjóta þennan innborna mann ef hann hefði komið feti nær. Eg man vel eftir hon- um.” Með ánægjju svaraði kristniboðinn honum: “Eg held að þér segið satt, þvi að hann var einu sinni grimmur og lymskur maður; en nú er hann orðinn kristinn og tilheyrir kristniboðsstöðinni. líann hefir sigrast á sínum slæma vana.” Verzlunarmaðurinn svarði: “Já, hann lítur alt öðru vísi út núna.” Það kosaöi Sosoko eitthvað að breyta til og fara að fylgja Drotni.. Þegar hann var heiðingi hafði hann mjög svo aiðberandi atvinnu sem galdramaður; en hann hefir aldrei svo mikið sem minst á petta er g'aldramaðurinn Sosoko, sem snerist til Krists í Solomon eyjunum. pannig var hann vopnaður áður en hann snerist. það, að hann iðraðist þess að hafa fórn- að því öllu. Hann var ávalt hinn fyrsti til að rétta kristniboðanum hjálparhönd í fyrirtækjum hans, án þess að hugsa nokkuð um að fá endurgjald fyrir það. Þegar hann á samkomum hefir verið beðinn að halda bæn, hefir maður oft heyrt hann þakka 'Guði og biðja hann blessa þá, sem þótti svo vænt um hann að þeir sendu honum ljós fagnaðarer- indisins.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.