Stjarnan - 01.08.1928, Side 4
STJARNAN
116
ljósan vott um þá velmegun, sem ríkj-
andi er.
En liti í heiðingjalöndunum er ástand-
ið alt öðru vísi. Þar eru miljónir manna,
sem ekki einungis líSa skort á timanleg-
um hlutum, heldur lifa þeir án Guðs og
vonar urn eilifa lífið, sem stendur þeirn
til boða fyrir fagnaðarerindi Krists.
Þeir lifa í fáfræði og hjátrú og sumir
standa jafnvel svo lágt á niðurlægingar-
stiganum, að þeir eru mannætur. Þeir
eru þjáðir af illkynjuðum og hvimleið-
um sjúkdómum, samvizka þeirra sefur
og þeir rekast áfram af spillingu síns
eigin formyrkvaða hjarta. Oft og tíð-
um lifa þeir í svo mikilli eymd og fá-
tækt, að þeir verða aS nærast á einni mál-
tíð á dag og við og við jafnvel minna en
það.
Það er ástæða fyrir þessu.
Það er ásætða fyrir þessum ójöfnuði.
Og skýringuna finnum vér i því, sem vér
höfurn, og i því, sem þá vantar. Grund-
völlurinn, sem velmegun vor og tækifæri
bvíla á, er kristindómurinn meS sínum
örvandi og göfgandi áhrifum. Þessi for-
réttindi hafa aldrei verið hlutskifti
þeirra. 'Maður getur farið hvert sem
maSur vill og fundið að ástæðan fyrir
mismuninum er einmitt í þeim áhrifum,
sem kristnin hefir haft á menningar-
löndin. Hvar sem er og hvenær sem er
að kirkjan hefir með föstu skipulagi
reynt að kunngjöra kenningu Krists
meðal heiðingjanna, hefir maður undir
eíns orðið var við breytingu til þess
betra. Hið hræðilega ástand heiðindóms-
ins hefir þá orðið að víkja fyrir blessun
kristindómsins.
Kirkjan verður að fást við það viðfangs-
efni.
Heiðingjatrúboð hins kristna safnað-
ar byrjaði með skipun Frelsarans, þegar
hann sagði: “Alt vald er mér gefið á
himni og jörðu. Farið því og kristnið
allar þjóðir, skírið þá til nafns Föðurs-
ins og Sonarins og hins Heilaga Anda,
og kennið þeim að halda alt þaS, sem eg
hefi boðið yður. Og sjá, eg er með yð-
ur alla daga alt til enda veraldarinnar.”
Matt. 28:18-20.
Vér finnum ástæðuna fyrir þessari
skipun í hinni miklu þörf þessa heims,
s?m glataður var i synd og misgjörðum
sínum. Uppruna hennar finnum vér i
kærleika Guðs eins og hann er opinber-
aður í fagnaðarerindinu. Sú skipun
bendir oss á það verk, sem Guð álítur
nauðsynlegt að framkvæma eins lengi og
mannkynið þrælkar undir oki syndar-
innar. Það er heiminum skaði að hin
kristna kirkja skyldi ekki með mei'ri
fúsleika hafa gefið skipunj Erelsaran's
gaum á þessu sviði. Vér getum alls
ekki talað um neina tilslökun núna, held-
ur verðurn vér með enn meira vandlæti
að skipa oss i fylkingar til að fullgjöra
verk Guðs á jörðinni. Það að enn eru
mörg lönd, sem eru óuplpýst viðvíkj-
andi fagnaðarerindinu, er í sjálfu sér
kall, sem hvetur oss til að flýta fyrir
verkinu í nafni, Krists.
Þorf heintsins.
Það er leiðinlegt, en vér getum ekki
lokað augunum fyrir því, að þörf heims-
ins, í staðinn fyrir að vera minni, er
meiri en hún nokkurn tima hefir verið
til að heyra fagnaðarerindiS. Eins víst
og satt er, að “þar sem syndin jókst, þar
fióði náðin enn meir,” eins er það að ein-
KristniboSsskðli i norSur- Einn af hinum mörgu
hluta Borneo. kristniboðs skólum vorum
i Mið-Afríku.