Stjarnan - 01.08.1928, Side 6
STJARNAN
mínum til einskis, heldur til lífs viður-
væris, og konan mín, sem áSur fyr varð
fyrir illri meðferð, er nú kornin heim
og er ánægð. Þannig get eg fyrir náð
Guð's borið fagnaðarerindinu vitni að
það er 'kraftur Guðs til sáluhjálpar.”
Þess hátar vitnisburðir koma ekki öld-
ungis frá þeim, sem játa kristni. Til
eru menn, sem ekki verða kristnir, en
sem ekki geta annað en vitnað um hvaö
kristindómurinn hafi gjört þeirra á
meðal. Vitnisburð af þeirri tegund finn-
um vér í orðum hr. K. Chandy, mikils
metins þingmanns í Mysore á Indlandi,
sem er álitið eitt af hinum auðugustu og
framsóknarmestu fylkjum i því landi.
Hann segir:
“Þessir eiginleikar [þrifnaður, hæfi-
leikar til að stjórna söfnuðum og mann-
félagi sínu, uppgjöf slæms vana og hjá-
trúar, sem kristniboðarnir leggja áherzlu
á] eru, þegar þeir hvetja menn til að
staifa og sýna framtakssemi, en ekki til
að gjöra árás og uppreisn, einmitt það,
sem þjóö vor á Indlandi þarf í viðbót
við sina eigin iðjusemi, stöðuglyndi og
trygð. Eg er orðinn var við að ekki lít-
ið verk verður framkvæmt af sumum
kristniboðum úti á landsbygðinni, en eg
vona að menn muni alment kannast við,
að enn er mikiS eftir að framkvæma á
því sviði, til þess að gjöra mönnunum
lífið þetra.”
Ósérplœgið starf fyrir fallinn lieim.
Hugsið um hvað það eiginlega þýðir á
þessum ágirndartímum \að hafa heilan
herskara manna í ósérplæginni þjónustu
mankynsins. Þeir, sem starfa i þarfir
kristniboðsins geta aldrei orðið ákærðir
fýrir aS líta á sinn eiginn hag. Hver
einasti einn þeirra hefði getað grætt
meira í þessum eða hinum veraldlegum
atvinnugreinum, hefðu þeir viljað það.
Hvatirnar til starfa þeirra finnast í elsku
þeirra til þess verks, sem ekki hefir önn-
ur laun í för með sér en sinnaskifti
manna og hina eilífu velferð þeirra.
Enginn á jörðinni getur þess vegna haft
eins mikla gleði af starfi sínu og þeir.
Kristniboðinn fer í æskunni út til
framandi landa og reynir að leysa af
hendi það verk, sem honum hefir verið
fengið. Hann verður að læra nýtt tungu-
mál, að lifa í lélegum húsakynnum og
starfa ár og síð, því að hann horfir fram
í tímann til þess dags, þegar heiðindóm-
r.rinn sem svar upp á bænir hans og fyr-
ir hinum ítrekuðu tilraunum hans verð-
ur óhjákvæmilega að víkja fyrir hinum
voldugu áhrifum fagnaðarerindisins á
hjörtu mannanna. Þess konar ósér-
piægið verk getur ekki annað en haft
áhrif til þess betra á fólkið hvar sem það
er framkvæmt. Það verk kemur í hel-
bera mótsetningu við hinar sérplægnu
tilraunir manna einungis fyrir ávinn-
ingssakir.
Til í heiminum eru ekki göfugri menn
en kristniboðarnir og verk þeirra hefir
heimtingu á virðingu og stuðningi. Ann-
Hin mörgu kristniboðsskip, sem vér notum í starfi voru á Solomon eyjunum.