Stjarnan - 01.08.1928, Side 16

Stjarnan - 01.08.1928, Side 16
H? Hvernig eiga þeir að heyra? Þeir eru margir, sem lesa þetta núm er af Stjörunni og gleðjast stórlega yfir því aíS fagnaÓarerindiÖ fer sigurför sína út um öll lönd heimsins, en hugsa þeir nokkuÖ um kostnaÖinn vitS aÖ halda þessu háleita verki við? Vér skulum taka aÖeins eitt dæmi. Hér er fyrirmyndarheimili. Bæði hjónin tilheyra sjöunda dags Adventista söfnuði og hin sex myndarlegu börn þeirra fá skólamentun sína í litla safnaðarskólanum, sem þau sækja i átta ár. Þaðan fara ibörnin, hvert á fætur öðru, á kristniboðsskóla til að ná hærri mentun. Einn af drengjunum fer að stunda guðfræði, annar læknisfræði og hinn þriðji verður kennari. Ein stúlkan verður hjúkrunarkona, önnur verður Biblíukona og hin þriðja barnakennari. Svo taka þau burtfararpróf og eru kölluð til að fara út í heiðin lönd. Sá, sem stund- aði guðfræði, varð kallaður til að fara sem kristniboði til mannæta á Suðurhafs- eyjunum; sá, sem varð læknir fór til Kína til að linna þrautum manna í því landi, og sá, sem varð kennari fór til Indlands til að kenna á kristniboðsskóla þar; stúlkan, sem varð hjúkrunarkona fór til Suður-Ameríku, til að hjúkra hinum van- ræktu Indíánum uppi í Andesfjöllunum; Biblíukonan fór til Filippus-eyjanna og barnakennarinn til Afríku, til að uppfræða litlu svertingjabörnin, og nú sitja for- eldrarnir einmana eftir. Þetta er aðeins eitt sýnishornið, en þess konar heimili eru nú orðin mörg. Ritstj. Stjörn. skammast sín ekki fyrir að kannast við að hann hafi ekki getað tára bundist, þegar hann hefir séð þess konar mæður leggja öll börnin sín á altari kristniboðsins og sagt: “Kæri Jesús, hér er alt, sem þú gafst mér. Eg hefi uppalið og mentað þessi börn, til þess að þau gengju þér á hönd. Hér eru þau reiðubúin til þjónustu í þínum víngarði. Tak þú þau að þér og notaðu þau þar sem þau geta orðið heiminum til hinnar mestu íblessunar.” Það er þess ikonar fórnfýsi, sem sið astliðið ár sendi út 184 kristniboða. Það er þess háttar sjálfsfórn, sem á fáum árum hefir reist 97 kristniboðsskóla, 57 prentsmiðjur ,til þess að heiðingjarnir geti heyrt boðskap Guðs á þeirra eigin máli, og 43 sjúkrahæli og spítali til að hjúkra olnbogabörnum heimsins. Það er fyrir fórnfýsi krigtinna manna að heiðingjarnir eiga að heyra fagnaðarerindið og komast að raun um elsku Guðs. Ekki eru margir meðal þeirra, er lesa þetta blað, sem hafa þurft að senda syni sína og dætur út til að starfa hjá mannætum og villimönnum. Guð hefir ekki heimtað eins mikla fórn af þér, kæri lesari, en al þú ekki þá röngu hugmynd í brjósti þér, að vér hér í heimalöndunum beri enga ábyrgð á því að útibreiða kenn- ingu Krists. Guð hefir fengið kristnum mönnum það verk í hendur og það er skylda þeirra að leysa það af hendi. Það er gleðilegt að sjá hversu margir vakna til meðvitundar urn þetta. Meðan ritstj. Stj. er að pára þessar línur, færir póst- urinn honum eftirfarandi bréf: .“Kæri Mr. Guðbrandsson:— Innlag ðir tíu dalir óskum við að verði notaðir til útbreiðslu fagnaðarerindisins. Guð blessi þig og málefnið, sem þú vinnur fyrir.— Vinir fagnaðarerindisins.” Drottinn hefir lofað að svara áður en vér köllum til hans og svona fór það í þetta sinn. Guð blessi þá, sem hafa sent þessa fyrstu gjöf í haust, því að hún ínun ekki verða hin síðasta, heldur mun hún hvetja marga til að leggja fram skerf til þess háleita starfs. Guð elskar glaðan gjafara. —D. G.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.