Stjarnan - 01.10.1930, Page 12

Stjarnan - 01.10.1930, Page 12
STJARNAN 156 orÖiS fyrir vonbrigÖum, er þeir hafa kall- að til hans um hjálp. 4. Vita menn hvaðar teffund af engi- sprettum og skógarhunangi það var, sem Jóhannes skírari borðaði? Mark. 1:6. VersiÖ hljóðar þannig: “En Jóhannes var í klæðum af úlfaldahári og girtur leð- urbelti um lendar sér, og át engisprettur og villihunang.” Jóhannes gekk fram í anda og krafti Elíasar spámanns. Undir handleiðslu GuSs Anda var hann verk- færið, sem Guð notaði til að sýna tízku- þrælum á þeim dögum hversu viðbjóðs- legt það er í augum Drottins að dubba sig upp á óeðlilegan hátt, því að alt sem ó- eölilegt er í fari manna leiðir þá út á braut hræsninnar, og víða í guðspjöllun- um uppkveður Kristur harðan dóm yfir hræsnurum. •Er það nú rétt að sá, sem af Kristi er talinn mestur í þessum heimi af þeim, sem af konum eru fæddir, skyldi nærast á engisprettum ? Á latínu heitir engispretta “locusta,” en það er einnig fallegur belg- ávöxtur, sem á latínu heitir “locusta”. Á ensku er þessi belgávöxtur nefndur “John the Baptist Bread” fbrauð Jöhannesar skírara) og má kaupa það hvar sem er í stórbúðum. Hefir ritstjóri Stjörnunnar etið margt pundið af brauði Jóhannesar skírara á ferðum sínum. f mörgum lönd- um er mjög mikið af villihunagi og sjá- um vér á mörgum stöðum í Ritningunni, að það var alment að eta það á Gyðinga- landi, sem í fyrndinni flóði í mjólk og hunangi. Bæði Samson og Jónatan átu þaö, því að það er eins holt og bragðgott og hunangið frá ræktuðum bíflugum. Hreinlegasta skepnan, sem vér þekkjum, er bíflugan. Jafnvel þótt rok þyrli ryki upp í geiminn, þangað til að loftið er orð- ið svart, sést aldrei rykkorn inni í bí- flugnabúi. 5. Er Jóhannes skírari nefndur engill? Mark. 1 -.2-4. Versin eru á þessa leið: “Svo sem ritað er hjá Jesaja spámanni:—Sjá, eg sendi sendiboða minn [engil í eldri þýðingunni] á undan þér, er búa mun þér veg. Rödd manns, er hrópar í óbygðinni: Greiðið veg Drottins og gjörið beinar brautir hans;— kom Jóhannes skírari fram í óbygðinni og prédikaði iðrunarskírn til syndafyrir- gefningar.” Orðið “engill” kemur frá griska orð- inu angelos, sem þýðir sá sem sendur er með boðskap, hvort sem það er jarðnesk eða himnesk vera. Eldri þýðingin notar orðið “engill,” en nýja þýðingin “sendi- boði.” Hvorttveggja er rétt einungis að maður skilur merkingu orðanna. Jó- hannes var sem sé sendur á undan Kristi með ákveðinn boðskap, til að greiða Frelsaranum götu og undirbúa jarðveg- inn fyrir boðskap Jesú. Stundum er orð- ið “engill” notað um heímsvíða hreyfingu, eins og til dæmis í Opinb. 14:6-14. Þar er orðið “engill” notað um þá miklu hreyfingu, sem boðar endurkomu Krists, dómsstundina, fall kirkjudómsins, og við- vörun við því að fylgja honum. Dásemdaverk Drottins ('Niðurl. frá bls. 148) áríðandi, þegar hann ljóslega bendir á hvers vegna Jesús kom í heiminn: “Því að Manns-Sonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það.” Eúk. 19:10. Jesús staðfestir þetta ennfremur er hann segir: ‘Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru; eg er eigi kominn til a, kalla réttláta, heldur syndara.” Mark. 2:17. Stærsta bifreiðageymsluhús í Norður- álfunni er í Svíþjóð. Þessi bygging var nýlega smíðuð í Stockhólmi. Flatarmál hennar er 340,000,000 ferhyrningsfet. Hún rúmar fimtán hundruð bíla og hefir auk þess verkstæði, skrifstofur, gasolíu stöðvar. Á efsta lofti er sýningar salur, sem á að nota fyrir bíla og iönaðarsýn- mgar.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.