Stjarnan - 01.03.1932, Síða 3

Stjarnan - 01.03.1932, Síða 3
STJARNAN 35 Guðs vilji Gu8 er stjórnari alheimsins. '‘Drottinn hefir reist hásæti sitt á himnum og kon- ungdómur hans drotnar yfir alheimi” Sálm. 103119. JarSnesk ríki hafa lög sem láta í ljósi vilja stjórnarinnar, sama er a8 segja um GuSs ríki, það stendur ekki ver- aldlegum ríkjum að baki, hvað áhrærir reglubundna stjórn, réttlát lög og þjóna, sem framkvæma vilja hans, á hverjum stað í ríki hans. “Dofið Drottinn, þér englar hans, þér voldugu hetjur, er fram- kvæmið boð hans, er þér heyrið hljóminn af orðum hans. Lofið Drottinn allar her- sveitir hans, þjónar hans, er framkvæm- ið vilja hans.” Sálm. 103 :20, 21. Allar skynsemi gæddar verur i þessu riki, alheiminum, eru þegnar GuSs og hann ber sérstaka umhyggju fyrir þeim, sem gjöra vilja hans. “En miskunn Drottins við þá er óttast hann, varir frá eilífð til eilífðar, og réttlæti hans nær til barna barnanna, þeirra. er varðveita sátt- mála hans, og muna aÖ breyta eftir boð- orðum hans.” Sálm. 103:17,18. Guðs ríki er óbifanlegt ríki, Hebr. 12: 28. “Hjá honum (Guði) er hvorki um- breyting né umhverfingar skuggi.” Jak. 1 :i7. “Verk hans eru trúfesti og rétt- vísi, öll fyrirmæli hans eru áreiðanleg, örugg um aldur og æfi, framkvæmd í trú- festi og réttvísi.” Sálm. 111:7,8. Jörðin. 1 byrjuninni var jörð vor einn staður ríkis hans, þar sem Guðs vilji var mikils metinn, og þar sem lögmál hans var yndi og eftirlæti íbúanna. En svo kom hinn fallni engill, sem kastað hafði verið niður af himni, hann freistaði vorra fyrstu foreldra svo þau féllu í synd, og urðu uppreisnarmenn og dæmd til dauða, því laun syndarinnar er dauðinn. “Og dauðinn er þannig runninn inn til allra manna,” af því ættfaðirinn Adam syndg- aði. Róm. 5:12, Synd Adams var í því fólgin að hann braut Guðs boð, lítilsvirti hans góða al- fullkomna vilja. “Syndin er lagabrot.” 1. Jóh. 3 -.4. Hún er og hefir altaf verið það. Til að koma í veg fyrir allan mis- skilning þá segir Páll postuli: “Því alt fram að lögmáli var synd í heiminum, en synd tilreiknast ekki meðan ekki er lög- mál, samt sem áður hefir dauðinn ríkt frá Adam til Móse, einnig yfir þeim, sem ekki höfðu syndgað í líkingu viÖ yfir- troðslu Adams. Róm. 5:13, 14. Með öðrum orðum jafnvel liinir réttlátu. sem lifðu á tímabilinu frá Adam til Móse, voru dauða undirorpnir, það sýnir að lög- máliÖ var til, því þar sem ekkert lögmál er, þar er engin yfirtroðsla, og þá heldur enginn dauði, því dauSinn er afleiðing syndarinnar. “En hér við bættist svo lög- mál til þess aÖ misgjörðin ykist (yrði augljós).” Lögmálið var ekki frumsam- ið á Sínaí fjalli, heldur var það auglýst í áheyrn alls ísraels, sem þá var Guðs út- valda þjóð, til þess að íbúar heimsins vrðu fyrir sterkari áhrifum, þegar þeir heyrðu frásöguna um þenna atburÖ. Einu sinni þegar Jesús var að tala til fólksins var honum sagt: “Sjá móðir þín og bræður þínir eru úti og spyrja um þig,

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.