Stjarnan - 01.03.1932, Page 4

Stjarnan - 01.03.1932, Page 4
36 STJÁRNAN og hann svarar þeim og segir: . . . . Hver sem gjörir vilja Guös, sá er bróðir minn og systir og móÖir.” Mark. 3 :32-35- Jesús hafði mikinn áhuga fyrir vilja föðursins. Því fór svo fjarri að hann hefði komið til að afnema Guðs vilja eða lögmál hans, þvert á móti, hann kom til að halda því á lofti. Jesajas spámaður segir um hann: “Fyrir sakir réttlætis síns hefir Drotni þóknast að gjöra kenninguna háleita og vegsamlega.” Jes. 42:21. Líf hans var ljós mannanna í fullu samræmi við lögmál Guðs, hann sýndi þannig að syndin hefir enga afsökun, hann fyrir- dæmdi syndina. Farísearnir og hinir skriftlærðu ásökuðu hann unr margt, en hann gat öruggur sagt við þá: “Hver yðar getur sannað á mig synd?” Jóh. 8:4Ö. Enginn gat bent á neitt rangt í fari hans. Fyrir rnunn sálmaskáldsins segir Jesús um sjálfan sig: “Sjá eg kem, i bókroll- unni eru mér reglur settar, að gjöra vilja þinn Guð minn er mér yndi, og lögmál þitt er hið innra í mér.” Sálm. 40 :J. 8. Jesús geymdi Guðs orð í hjarta sínu svo hann syndgaði ekki. Hann kom ekki tij að afnema lögmálið, heldur til að full- komna það í lífi sínu og þannig eftirlét hann oss fyrirmynd til að breyta eftir. 1. Pét. 2:2i. Heimurinn liggur í hinu vonda. Hann hefir vikið burtu frá Guöi og fylgir nú sínum eigin vilja i stað Guðs vilja, en Páll postuli áminnir oss: “Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskift- um með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.” Róm. 12:2. Samt sem áður er það ekki nóg að vita og skilja vilja Guðs, vér verðurn að fylgja honum og framkvæma hann. Ann- ar postuli kemst svo að orði: “Eins og því Kristur leið i holdinu, svo skuluð þér og herklæðast sama hugarfari . . . . til þess að þér ekki framar lifið tímann, sem eftir er í holdinu fyrir fýsnir manna, heldur fyrir vilja Guðs, því að það es; nóg að hafa tímann sem liðinn er gjört vilja heið- ingjanna og lifað í saurlifnaði, girndum, ofdrykkju, óhófi, samdrykkjiun og sví- virðilegri skurðgoðadýrkun.” 1. Pét. 4:1-3. “Því að hyggja holdsins er fjand- skapur gegn Guði, með því að hún lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki, en þeir, sem eru holdsins menn geta ekki þóknast Guði.” Róm. 8 :ý, 8. Einungis með því að gjöra Guðs vilja af hjarta getum vér þóknast Guði. En enginn nema Jesús getur breytt hjörtum vorum, svo að vér fáum löngun til þess. Þetta verður aðeins á þann hátt aö vér leyfum hans anda að hafa áhrif á oss, og vér gefum oss með lifi og sálu á hans vald. “Þvi eins og þér hafið framboðið limi yðar óhreinleikanum og ranglætinu fyrir þjóna til ranglætis, svo skuluð þér nú frambjóða limi yðar réttlætinu fyrir þjóna til helgunar.” Róm. 6:19. Þvi að það er vilji Guðs að þér verðið heilagir.” 1. Þess. 4:3. Hvað mun Drottinn gjöra fyrir oss þegar vér þannig gefum oss honum á vald ? Heyrum hvað hann segir: “Og eg mun gefa yöur nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst, og eg mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi, og eg mun leggja yður anda minn í brjóst og koma því til vegar að þér hlýðið boðorðum mínum og varð- veitið setningar mínar, og breytið eftir þeim.” Ez. 36:26,27; Jer. 33:34; Hebr. 10:15-18. Hann mun rita lögmál sitt í hjörtu vor og gefa oss bæði viljann og máttinn til að breyta eftir því. Lögmálið sýnir hvað er rétt en gefur ekki kraft til að framkvæma verk réttlætisins. Það er Guðs heilagi andi sem gefur oss kraftinn til að gjöra það sem Guði er þóknanlegt. Lögmálið er heilagt, réttlátt og gott, en vér erum holdlegir seldir undir synd. “Það sem lögmálinu var ómögulegt, að því leyti sem það mátti sín einskis fyrir holdinu, það gjörði Guð, er hann, með því að senda sinn eigin son í líkingu synd- ugs holds og vegna syndarinnar, for-

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.