Stjarnan - 01.03.1932, Síða 5

Stjarnan - 01.03.1932, Síða 5
STJARNAN 37 dæmdi syndina í holdinu, til þess a8 rétt- lætiskröfu lögmálsins, yrÖi fullnægt hjá oss, sem ekki göngum eftir holdi heldur eftir anda.” Róm. 813, 4. Þegar vér biðjum: “Verði þinn vilji svo á jöröu sem á himnum,” þá meinar sú bæn, ef hún kemur frá hjartanu, aÖ vér gefum sjálfa oss og alt sem vér höf- um í GuÖs hönd, svo hann megi stjórna öllum vorum áformum og framkvæmdum. “ÞolgæSis hafiÖ þér þörf, til þess aÖ þér úr býtum berið fyrirheitið, er þér hafið gjört Guðs vilja,” segir postulinn. Hebr. 10:36. Einungis þeir, sem stöðugir standa alt til enda munu öðlast lífsins kórónu. T. T. Guðs reiði Guð hefir aldrei verið reiður nokkrum manni. Hvernig eigum vér þá að útskýra reiði hans? Við skulum sjá. Maður nokkur átti 5 börn, svo kom hálsveikin og tók eitt þeirra. Hann brældi hús sitt með brennisteini og sótthreinsaði það, sem bezt hann gat. En árið eftir kom veikin aftur og tók annað barn frá honum. Þá brendi hann rúmfötin, málaði hús sitt og hélt að nú væri engin hætta framar. En sóttin kom ennþá og tók þriðja barnið. Hvað heldur þú að faðirinn hafi nú gert? Hann var bláfátækur, en samt brendi hann hús sitt með öllu, sem í því var, og setti sig í skuld fyrir annað hús. Þá fyrst var sóttinni útrýmt og hinum börn- unumj tveimur var bjargað. Faðirinn brendi aleigu sína svo voða reiður var hann. Hverjum var hann reiður? Barninu sínu? Nei, hann reidd- ist sóttinni því hún vildi drepa börnin hans. Þannig er reiði Gnðs, einmitt þannig. Hann er eyðandi eldur gagnvart synda- sóttinni, af því hún ætlar að drepa synd- arann, sem hann elskar svo heitt. A. H. Leiðaráteinninn “Heyrðu, drengur minn, ætlar þú að fara að leita hamingju þinnar í höfuð- staðnum ?” spurði maður nokkur unglings dreng, sem var að búa sig til að yfirgefa æskustöðvar sínar. Eg skal segja þér að höfuðstaðurinn er hættulegt haf að sigla yfir. “Eg veit það vel,” svaraði drengurinn og tók Biblíu upp úr vasa sínum, “en hér hefi eg ágætan leiðarstein að stýra eftir.” “Far þú nákvæmlega eftir honum,” svaraði maðurinn, “þá mun ekki skeröaít eitt hár á höfði þínu.” “Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum,” segir sálmaskáldið. Gengur þú í því ljósi?

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.