Stjarnan - 01.03.1932, Qupperneq 6
3«
STJARNAN
Fagnaðarboðskapur
Satt er þaÖ að ekki lítur friðsamlega út
í heiminum, og eins hitt, a8 næsta stríð
verður margfalt víðtækara og voðalegra
heldur en heimsstríðið mikla var, vegna
fullkomnunar flugferðanna og uppfynd-
inga vísindanna, sem þá verða notaðar til
eyðileggingar en ekki uppbyggingar
mannkynsins. En einmitt á þessum tíma
geta Guðs börn minst orða Krists: “Á
jörðunni angist meðal þjóðanna í ráða-
leysi við dunur hafs og brimgný ; og menn
munu gefa upp öndina af ótta og kvíða
fyrir því, er koma mun yfir heimsbygð-
ina, því að kraftar himnanna munu bif-
ast . . . . En þegar þetta tekur að koma
fram, þá réttið úr ýður og lyftið upp
höfðum yðar, því að lausn vðar er í
nánd.” Lúk. 21:25-28. LoforS Guðs til
barna sinna er þetta: “Þótt þúsund falli
þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri
handar, þá nær það ekki til þín, þú horfir
aðeins á með augunum og sér hversu ó-
guðlegum er endurgoldið.” Sálm. 91:7.8.
Eg er þess fullviss að Guðs börn hafa
ekkert að óttast, ef þau aðeins fylgja
Jesú með einlægu hjarta. Hann, sem var
fneð hinum þremur hebresku í eldsofnin-
um og kom því til leiðar að þeir, sem
féllu bundnir niður í eldinn, gengu ó-
bundnir, heilir og óskaddaðir út úr eld-
inum, hann hefir lofað að vera með læri-
sveinum sínum alla daga, alt til enda ver-
aldarinnar. Sönn Guðs börn hafa ekkert
að óttast, þau eru Drottins hvort sem þau
lifa eða deyja. Þau hafa eilíft líf með
Kristi í Guði. Og þegar Jesús opinberast
munu þau með honum í dýrð opinberast.
Hið eina, sem vér þurfum að óttast og
varast er synd, því hún slítur sambandið
milli Guðs og mannsins. Biðjum Guð
fyrir Krists skuld að fyrirgefa allar vorar
syndir. Biðjum hann um kraft til að lifa
heilögu lífi, verðugt þeirri köllun, sem
vér erum kallaðir með sem erfingjar Guðs
og samarfar Krists. Endurnýjum dag-
lega samfélag vort við Guð fyrir bæn og
lestur hans orða, svo að vér fyrir kraft
og íbúð hans Heilaga Anda verðum varð-
veittir frá hrösun, og megum innan
skamms, þegar hann kemur, finnast þess
verðugir að innganga með honum í það
eilifa dýrðar ríki, sem hann hefir fyrir-
búið öllum þeim, sem hann elska.
.9. Johnson.
Gömul negrakona var einu sinni á gangi
á götum borgarinnar New York, og bar
körfu fulla af eplum. Sjómaður einn, sem
veitti henni eftirtekt, rak sig á hana af
ásetningi, svo eplin hrukku út um alt úr
körfunni, svo ætlaði hann að bíða til að
hlusta á gremju hennar og æðruorð til að
hlæia að öllu saman.
Gamla konan tíndi saman eplin um
leið og hún leit rólegum sorgbitnum aug-
um á unga manninn og sagði: “Guð fyrir-
gefi þér, sonur, eins og eg gjöri það.
Þessi hógværu orð snertu hjarta sjó-
mannsins. Hann fyrirvarð sig fyrir það
sem hann hafði gjört, fór með hendina
niður í vasa sinn og tók upp heilmikiS af
silfurpeningum, og neyddi gömlu konuna
til að taka við þeim um leið og hann
sagði: “Guð blessi þig, móðir, eg skal
aldrei gjöra þetta aftur.”