Stjarnan - 01.03.1932, Page 7
STJARNAN
39
Brátt létum vér frá landi og liðum
niður fljótið O'b undir gæzlu tveggja
fangavarða.
Svo virtist sem heilög kyrð hvíldi yfir
öllu, þar sem vér flutum með straumn-
um milli skógklæddra árbakkanna. Þögn-
in var svo djúp aS það heyrðist þegar
vatnsdropar féllu af árinni.
Náttúrufegurðin var óviðjafnanleg.
Vatnið endurspeglaði skóginn á árbökk-
unum og jók að helmingi fegurð lands-
ins. Bæði útlagar og fangaverðir sýndust
að gleyma afstöðu sinni hver til ann-
ars, er þeir frá sér numdir horfðu á feg-
urð náttúrunnar.
Vér heyrðum hljóð af áratökum á
vatninu, þótt vér sæjum engan bát nema
vorn eigin, hljóðið kom heldur ekki gegn-
um loftið. Fyrst hálftima seinna mætt-
um vér bátnum sem fljótið hafði sagt oss
frá. Vatnið flytur hljóðið svo langar
leiðir. Bátsmennirnir voru hálfdrukknir
fiskimenn.
Vér komum til Narym um kvöldið, þar
er aðseturstaður stjórnarinnar yfir stóru
en lítt bygðu landflæmi. Gæzlumenn vor-
ir afhentu skjöl sín í hendur yfirmanns
lögreglunnar. Flótti frá þessum stað var
óhugsandi, svo vér vorum látnir sjálfráð-
ir hvar vér yrðum um nóttina.
Eg hélt vörð yfir farangri okkar, en
Gorelic fór að leitast fyrir um náttstað
handa okkur. Hann mætti ungum Gyð-
ingi, skynsömum, vel mentuðum manni,
sem var stríðsfangi frá Galicíu, með að-
stoð hans fengum við pláss hjá gömlum
GySingi, sem einnig var stríðsfangi.
Þessi ungi Gyðingur var frá sömu borg
og fyrverandi fangelsis félagi vor, kon-
unglegi ráðgjafinn. Morguninn eftir tók
hann oss yfir til lítillar eyjar á fljótinu,
þar höfðum vér þá gleði að mæta aftur
þessum göfuga trúaða manni. Hann hafði
fyrst verið sendur til Kolguyak, en seinna
fluttur þaðan aftur, af því að heilsa hans
var í hættu. Hann hrygðist mjög við að
heyra að vér værum á leið þangað. Það
gladdi oss mjög að hann hafði betra pláss
nú, því hann var eldri maður og óvanur
slíkum erfiðleikum.
Vér mættum rithöfundi einum í Narvm
sem einnig var í útlegð. Hann kvaðst
standa á sama grundvelli og vér, hafa trú
á frjálsræði einstaklingsins, auðvitað var
honum rnest umhugað um alment' þegn-
frelsi, þar sem vort áhugamál var trúar-
bragðafrelsi. Þessi maður flúði seinna úr
útlegSinni og komst til Bandaríkjanna.
Seinni part dagsins fórum vér út í lít-
inn gufubát, sem átti að flytja oss til
Kolguyak, það er nyrsta útlegðarstöðin
í vestur hluta Síberíu.
Báturinn flaut nærri hljóðlaust áfram
með straumnum. Kveldsólin varpaði
gyltri blæju yfir hvelfinguna. Fjöldi villi-
anda leið áfram í loftinu og hvarf síðan
sjónum vorum í kveldbjarmanum eða bak
við dökkgrænu furutrén.
Á bátnum f engum vér oss góða máltíð,
slíka höfðum vér ekki haft svo mánuðum
skifti.
Um nóttina lenti báturinn við ýms þorp,
það voru aðeins fáeinir fiskimanna kofar.
Allir þorpsbúar komu niður á árbakk-
ann, í hverjum stað þar sem báturinn
lenti. Koma gúfubátsins var merkisat-
burður i hinu einmanalega, tilbreytingar-
lausa lífi fólksins.
Morguninn eftir komumst vér þangað
sem ferðinni var heitið, það var eyja um
ein eða tvær mílur á breidd. íbúarnir
voru fáeinir fiskimenn og verslunarmenn