Stjarnan - 01.03.1932, Side 13

Stjarnan - 01.03.1932, Side 13
STJARNAN 45 Drottinn er minn hirðir ÞaÖ var indæll sumarmorgun. Hans, einkasonur prestsins var rétt nýkominn heim. Um kvöldið sátu foreldrarnir og börnin undir linditrénu fyrir utan húsið. L,oks sló turnklukkan ellefu, og í sama bili kemur gamla, trúfasta þjónustustúlk- an með stóra Biblíu til prestsins, svo sett- ist hún niður til að vera við bænagjörð- ina. Presturinn las 23. sálm Davíðs: “Drottinn er minn hirðir, mig mun ekk- ert'bresta.” Þegar bænagjörðinni var lokið buðu menn hver öðrum góða nótt, og Kristín, þjónustustúlkan lýsti Hans upp stigann. Hún hafði borið hann á höndum sér þeg- ar hann var lítill drengur, svo það var ekki furða þótt hana langaði nú að tala við hann nokkur orð. Brátt bauð hún honum góða nótt, og þerraði tár af augum sér um leið. Hvert skifti, sem hún sá hann, fanst henni það svo óskiljanlegt, að fjör- ugi litli Hans væri orðinn stór, alvarlegur maður. Hans hélt á ljósinu meðan Kristín var að fara niður stigann, síðan háttaði hann í skyndi, því hann var þreyttur eftir ferðalagið. Ekkert rúm var eins gott og rúmið hans heima. Áður en hann slökti strauk hann hendinni yfir koddann. Hvað var þetta sandrusl á honum ? Krist- ín hafði víst ekki hrist rúmfötin eins og hún var vön, “hún er farin að eldast, auminginn,” sagði hann við sjálfan sig, “en ef mamma sér þetta á morgun verður hún reið, eg held eg verði að ná mér í bursta og sópa þetta burtu.” Hann lét á sig skóna, kastaði kápu yfir sig og lædd- ist svo hægt sem hann gat niður stigann. En þó hann reyndi að gera engan hávaða, þá brakaði í gömlu tröppunum undir fót- um hans, svo þegar hann kom ofan stóð móðir hans í svefnherbergisdyrunum og vildi fá aö vita hvað um væri að vera, og varð Hans að segja henni alt eins og var. í sama bili heyrðist voðalegur brestur. Presturinn flýtti sér út á ganginn, og öll þrjú hlupu nú upp st'igann til að vita hvað fyrir hefði komið. Einn þakbjálk- inn hafði fallið niður í rúmið, sandur- inn á koddanum hefir auðvitað verið mul- inn múrsteinn. Móðirin grét og faðmaði son sinn að sér eins og hann væri úr helju heimtur, en presturinn spenti greipar og endurtók orðin: “Drottinn er minn hirð- ir, já, hefði ekki góði hirðirinn haldið hendi sinni yfir Hans okkar, þá væri hann nú dáinn.” Morguninn eftir kom húseigandinn og verkfræðingur með honum til að líta á skemdirnar. Presturinn sagði þeim, hræi'ður í anda, hvernig Guð hefði varð- veitt drenginn hans. Verkfræðingurinn bara hristi höfuðið. Hlann hafði enga trú á slíku, og þegar hann var orðinn einn með húseigandanum sagði hann: “Þetta var ekkert nema hending Guð hef- ir alt of mikið að gjöra til þess að hann fari að líta eftir öllum gömlum þakbjálk- um.” Húseigandinn svaraði: “Það var ekki þakbjálkinn, sem Guð hélt verndarhendi yfir, heldur presturinn og einka sonur hans. Faðirinn hafði nýlega beðið um varðveizlu Guðs, og vér vitum að jafn- vel smáfugl dettur ekki til jarðar án vilja hans.” E. S. Rauða kross félagið hefir komið því til leiðar að 3827 bækur hafa veriS prent- aðar með upphækkuðu letri, til þess að blindir menn geti lesið þær. Skógareldar eyðilögðu á einu ári 102,- 055,400 dollara virði af tímbri í Banda- ríkjunum.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.