Stjarnan - 01.03.1932, Qupperneq 15

Stjarnan - 01.03.1932, Qupperneq 15
STJARNAN 47 Sumarfríið “ViS getum ekkert ferÖast í sumar, elskan mín,” sagði Mrs Bird, þegar litla Betty dóttir hennar spurði hana hvenær J?ær myndu fara af stað í sumarfríið. “Og hvers vegna ekki,” spurði Betty með tárin í augunum, “við erum alt af vanar að fara eitthvað á hverju sumri?” “Já, J>að er einmitt orsökin. Við för- um alt af okkur til skemtunar, en það eru svo margir sem aldrei geta farið neitt. Ef við óskum eftir að hafa það reglulega skemtilegt í sumar, þá getum við alveg eins haft það hér undir eikartrénu okkar. Eg er að hugsa um nokkuð, sem mun gefa okkur meiri skemtun í sumar heldur en við höfum nokkurn tíma áður haft, það getur líka orðið öörum til gagns og ánægju um leið.” “Mamma, hvað er það?” spurði Betty með ákefð. “Þegar eg var lítil telpa þá átti eg vin- stúlku, hún var á aldur við mig. Við gengurn saman á skólann, skiftum matn- um okkar hvor með annari, lékum saman og skemtum okkur ágætlega. Foreldrar hennar voru vel efnuð en mínir voru fá- tækir, en við hugsuðum ekkert um það. Þegar eg var átta ára gömul sagði pabbi að við skyldum flytja í annað hérað. Við skrifuðumst á í mörg ár. Þegar við vorum orðnar fullorðnar giftumst við báðar, og eignuðumst sína dótturina hvor. Hún misti bæði manninn sinn og foreldr- ana, lengi vissi eg ekki hvað af henni varð. Vikuna sem leið frétti eg að hún véri hér í bænum með Mabel, litlu stúlk- una sína, svo eg fór að heimsækja hana. H3ún er föl og veikluleg.” “Ó, mamma, var það ekki skrítið að sjá hana fullorðna?” “Og það besta af þvi öllu er að Mabel kernur hingað til að vera hjá okkur í sumar, en mamma hennar fer út á land sér til heilsubótar.” “Ó, það verður þó gaman,” svaraði Betty frá sér numin af gleði. “Nú er STJARNAN kemur út mánaðarlega Útgefendur: The Western Canadian Union Conference S.D.A. Stjarnan kost- ar $1.50 um árið I Canada, Bandaríkj- unum og á Islandi. (Borgist fyrirfram). Ritstjóri og ráðsmaður: DAVÍÐ GUÐBKANDSSON. Skrifstofa: 306 Sherbrooke St., Winnipeg, Man. Phone: 31 708 mér sama þó við förum ekkert í sumar fyrst eg fæ vinstúlku til að leika mér við.” Betty varð glaðari en orð fá’lýst þeg- ar móðir hennar sagði henni aS þær mættu báðar sofa úti á veggsvölunum, og að frændi ætlaði að smíða dálítið hús fyrir þær úti undir eikartrénu, þar sem þær gætu leikið sér, þær gætu haft þar brúð- urnar sínar og bækurnar, einnig lítið borð og stóla til að borða þar kvöldmatinn þegar þær hefðu vinstúlkur sínar í heim- sókn. , Sumarið leið alt of fljótt fyrir litlu stúlkurnar, þær sögðust aldrei hafa haft skemtilegra skólafri. Og það besta af öllu var að móðir Mabels komst aftur til góðrar heilsu. Rauða kross félagið útbýtti 10,000 pökkum af fræi meðal bænda í héruð- um þeim, sem mest höfðu liðið vegna of- þurka vorið 1931. í hverjum pakka voru 14-18 tegundir af fræi, sem kostaði frá 3-4 dollara. Mrs. Hbover keypti 40 pör af kerta- stikum í vetur, fyrir 80 dollara, til að gefa í jólagjafir. Sjúklingar á Walter Reed spítalanum höfðu búið þá til, en lögregludeildin í Washington hafði lagt til efnið, það var kopar, sem þeir tóku frá ólöglegum ölgerðarhúsum.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.