Stjarnan - 01.07.1932, Page 1
STJARNAN
<r^
Hvenær verður betra í þessum
heimi?
Þegar fólk gengur oftar í kirkju og sjaldnar í leik-
húsin.
Þegar menn munu kæra sig minna um hiÖ opinbera
og meira um f jölskylduna.
Þegar eiginkonur vildu hugsa: Heimurinn minn er
heimili mitt, þar á eg heima.
Þegar sérhver maÖur hefir uppgötvaÖ: Konan mín
er hin bezta; og hver kona: það er einn góður maður
og hann er minn.
Þegar börn fara að sýna hinum eldri hlýðni og lotn-
ingu.
Þegar lítillæti, einfalt líf, hæverska, sparsemi og
regla komast aftur í heiðurssætið.
Þegar menn 'takmarka skemtanir sínar í mesta
máta.
Þegar menn ganga meira í staðinn fyrir að nota
flutningstæki, og stýra sporum sínum út í fegurö nátt-
úrunnar.
Þegar menn nota Biblíuna og sálmabókina oftar en
spilin.
Þegar maður skoðar áfengi og nikotín ekki sem
vini heldur sem arga óvini.
Þegar menn munu sníða útsvörin eftir tekjunum.
Þegar sérhver vildi daglega taka dálitla stund til að
vera einn með Guði.
Þegar maður fer að skoða hvern mann sem bróður
sinn. Frá “Pilger aus Sachsen.’’
JÚU, 1932 WINNIPEG, MAN. Verð i5c