Stjarnan - 01.07.1932, Page 3
STJARNAN
99
Verði þmn vilji
“Guð vill að allir rnenn verði hólpnir
og komist til þekkingar á sannleikanum.”
i. Tím. 2:4.
Ó hve þaÖ er indælt aÖ mega biðja vorn
himneska íoÖur: “Verði þinn vilji,’’
hann elskar oss og vill einungis það sem
getur orÖiÖ oss til góðs og blessunar bæÖi
hér og annars heims. í þessari bæn er
innifalin öll fylling, gleði og sæla, sem
vér getum notið bæði um tíma og eilífð,
meira en vér fáum með orðum útmálað
eða skilningur vor gripið; og Faðirinn á
himnum vill veita oss þessa bæn, af hans
hálfu stendur ekkert í vegi fyrir bæn-
heyrslunni. En bróðir og systir, er þér
alvara þegar þú biður þessa bæn, svo
dýrðleg sem hún er, eða sýnir þú með
breytni þinni, þótt þú hafir bænina á vör-
unum, að þér sé ekki um aS Guðs vilji
verði í þínu lífi? Ef til vill finst þér
þessi spurning óþörf, en prófaðu sjálfan
þig í ljósi Guðs orða, meðan þér er náðin
framboðin ,og rödd Drottins hljómar til
þín: “Eflið sáluhjálp yðar með ótta og
andvara.”
Guð vill að vér komumst til þekkingar
á sannleikanum, hans heilaga orði. Jesús
býður oss að rannsaka Ritninguna, ef vér
vanrækjum þetta, eða hlýðum ekki því
sem Ritningin býður, þá mótstöndum vér
Heilögum Anda og erum því til hindrunar
að Guðs vilji verði á oss. Guð hefir gefið
oss sín blessuðu boðorð og eftirdæmi
Erelsara vors til að lifa eftir, til þess að
vér gætum lært að þekkja hans vilja og
öðlast eilíft líf, því þótt Jesús hafi komið í
heiminn og dáið fyrir mannanna syndir,
þá tekur hann það skýrt fram, að þeir
einir komi í himnaríki, sem gjöri vilja
sins himneska föður (Matt. 7:21). Því
fer svo fjarri að hann hafi leyst oss frá
hlýðnisskyldunni við Guð. Hann kom til
að frelsa sitt fólk frá þess syndum, en
ekki til þess það mætti lifa áfram í synd-
inni. “Syndin er lagabrot.” 1. Jóh. 3:4.
Viljir þú komast í Guðs ríki og öðlast
arfleifð heilagra í ljósinu, þá leitaðu meiri
þekkingar á Guðs vilja í hans heilaga orði,
og lagaðu líf þitt eftir því. Viljir þú ekki
rannsaka Guðs orð af ótta fyrir því, að
það muni sannfæra þig um einhverja synd,
sem þú lifir í, en ert ekki fús til að leggja
niður, þá sýnir þú, að frelsunarverk
Krists hefir enn þá ekki verið framkvæmt
í lífi þínu. Tíminn er naumur. Sýndu
alvöru í því að leita Drottins nieðan hann
er að finna, ákallaðu hann meðan hann
er nálægur.
Margir kvarta yfir kringumstæðum,
tímaleysi, o. s. frv., sem sé því til fyrir-
stöðu að þeir geti hlýtt skipun Frelsara
vors, er hann segir: “Leitið um fram alt
Guðs ríkis og hans réttlætis.” Þeir sem
koma með slíkar mótbárur geta tæpast
talið sig Jesú lærisveina, þar sem þeir
hlýða ekki þessu boði hans, og treysta
ekki hinu dýrðlega óbrigðula fyrirheiti,
sem hann bætir við; að þá muni þeir fá
hitt alt í viðbót.
Sumir bera það fyrir sig að trúar-
flokkarnir séu svo margir, og skoðanir
manna á Guðs orði svo mismunandi, að
það sé ómögulegt að vita hvað réttast er,
(Framh. 4 bls. 102)