Stjarnan - 01.07.1932, Page 10

Stjarnan - 01.07.1932, Page 10
io6 STJARNAN Turngœzlumaðurinn og átjörnufræð- ingurinn í gömlum bæ í Utrecht sátu tveir menn saman á bekk fyrir utan lítið hús og voru að tala saman. Hinn eldri þeirra var hvítur fyrir hærum og aÖlaðandi í við- móti, hann var vanalega kallaður faðir Martin. Hann var skólakennari á yngri árum sínum, en mestum hluta æfi sinnar hafði hann varið til eflingar Guðs ríkis. Hinn yngri var nemandi við háskóla bæj- arins og hét van Bremen. “Viltu segja mér hvað það er sem ger- ir þig áhyggjufullan,” sagði gamli maður- inn vingjarnlega. “Gjarnan,” svaraði ungi maðurinn. Mér virðist öll kenning kristindómsins gagnstæð einföldustu lögum náttúrunnar. Þið kannist við að jörðin sé aðeins lítill hluti alheimsins, og að til sé aragrúi ann- ara hnatta, sem eru þúsund sinnum stærri en jörðin okkar. Getur þú svo trúað því, að Guð sjálfur hafi heimsótt þenna lítilf jörlega hnött, og að hann hafi útvalið þenna litla bolta til að opinbera sig hér. Það er ómögulegt að trúa þessu, eins óómögulegt eins og að búast við að konungur vor skyldi kjósa að búa í lélegasta þorpi landsins meðal hinna fá- tækustu þegna sinna, aðeins til að sýna hinum fáu íbúum gæzku sína og opinbera hátign sína fyrir beininga mönnunum!” “Eg kannast við alt þetta, það er ekki í fyrsta skifti aö mannleg vizka hafnar gleðiboðskapnum. Mannleg vizka skilur ekki þetta að “Hið ógöfuga í heiminum hefir Guð útvalið, og það sem ekkert er, til að gera það að engu sem er.” Þetta er gagnstætt sið og venjum heimsins, en þegar hið sanna og verulega hefir vérið rangsnúið alt frá því syndin kom inn í heiminn, þá verður Guð að gera eitthvað sérstakt, til aö afhjúpa villuna og vekja athygli rnanna. Á eg að segja þér samtal, sem tstjörnufræðingurinn dr. Blanken- hagen átti við frænda minn sem var turn- gæzlumaður ?” Van Bremen vildi gjarnan heyra það, svo gamli maðurinn sagði honum frá sem eftir fylgir: “Frændi minn hafði verið gæzlumaður turnsins yfir 30 ár. Héðan getur þú séð mjóu gluggana á fyrsta lofti. Það eru gluggarnir á litlu stofunni þar sem hann eyddi mestum hluta æfi sinnar. Hann bjó þar einsamall, en Biblían var félagi hans og fjársjóður. Hann kunni þessa dýrmætu bók frá upphafi til enda. Hann las í henni daglega með endurnýjaðri gleði. Skömmu fyrir and- lát sitt sagði hann: “Eg hætti smám sam- an aS lesa í öllum hinum bókunum mín- um, þótt góðar væru og skrifaðar af trúuðum sannkristnum mönnum. Eftir að eg hafði lesið í þeinx tvisvar eða þrisv- ar, þá lagði eg þær til hliðar, því mig langaði rneira til að lesa í Biblíunni. Einu sinni eitt vetrarkveld sat frændi minn við arineldinn og las i Biblíunni. Úti var ógurlegur stormur og bitur kuldi. Sér til mikillar undrunar heyrði hann fótatak á steintröppunum úti fyrir, og

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.