Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 2
58 STJARNAN 1 Cameroons héraðinu. Einn af starfsmönnum vorum, E. D. D'ick heimsótti Cameroon héraðiÖ og segir svo frá: “Dogba trúboösstöö vor stendur fyrir sunnan Chad'vatniÖ, á hinum brennheitu sléttum NorÖur-Cameroon. Þar starfar Bergström og K. Johannesson, og í tvö ár hefir 25,000 sjúkl- ingum verið veitt læknishjálp þar, ýmist undir skugga trjánna eða á veggsvölunum fyrir fram- an trúboðsstöðvarnar. Hefði enginn skortur verið á umbúðum og meðulum, þá hefðu miklu fleiri getað fengið hjálp. Þetta vesalings fólk, sem heimsækir lyfja- búð vora kemur margt mjög langt að, sumt ríðandi á hestum, ösnunr eða uxum, aðrir ganga, skríða eða staulast áfram á hækjum, sumir hafa ættingja eða vini sem bera þá.” Punjap á Indlandi. Dr. R. C. Lindholm, sem starfar við sjúkra. húsið í Chichoki Mallian, í Punjap á Indlandi segir þannig frá framförum starfsins þar: “Fyrst höfðum vér aðeins trúboðsstöð, svo var stofnaður stúlknaskóli, næst kom þörfin fyrir sjúkrahús. Skólinn gengur vel og sjúkra. húsið hefir altaf húsfylli. Við höfum margt fleira en hjátrú að berjast við. Járnsmiður þorpsins hefir haft sjúklingana til meðferðar fleiri daga áður en þeir eru fluttir til vor. Kúa- mykja er venjulega lögð við sár, það er algeng lækningaraðferð á Indlandi. Trésmiðurinn í þorpinu reynir að setja sarnan beinbrot, og yfirsetukonan sem allir bera svo mikið traust til hefir ekkert vit á að hjúkra sængurkonum og þekkir ekkert hreinlæti svo blóðeitrun kemur oft fyrir.” Ungbarnaheimili i Narsapur. Aurora Werner Randolph, sem hjúkrar á trúboðsspítalanum i Narsapur á SuðurTnd- landi, gefur oss lítilsháttar hugmynd um hvað þar fer fram: Elskuleg bláeygð lítil stúika sá fyrst dags- ljósið nálægt Dos Angeles i Californíu. Rétt á sama tíma fæddist barn í dimmum kofa langt í burtu á Indlandi. Þegar þessi börn voru 16 mánaða að aldri mættust þau í Narsapur á Indlandi, þar sem tekin var mynd af þeim. Ameríka litla var búin eins og Indlandsbörn, með band yfir um mjaðmirnar, og málmplötu festa við það að framanverðu. “Litli bróðir Indland,” sagði Miss Ameríka, “því stendur þú ekki upp? Þú ert eins og beina- grind, og ert enn ekki farinn að taka tönnur. Hvers vegna gefur mamma þín þér ekki mjólk, svo þú vaxir og verðir stór ?” “Eina svarið var veikt bros á vesalings litla hrukkótta andlitinu. En gleðibros lýsti yfir andliti móðurinnar, því nú voru hj úkrunarkon- urnar að gefa honum mjólk og kenna henni hvernig hún ætti að fara með barnið. Það tek. ur langan tíma fyrir barnið að ná eðlilegum þroska, og vegna fjárþröngar getur trúboðs- spítalinn ekki lofað þeim að vera þar alt af og fætt barnið á mjólk. Loks kom sá sorgardagur að móðirin og barnið varð að fara, sá litli hafði þyngst um fleiri pund, og af því hann var alls ekki sjúkur, þá varð að taka handa öðrum rúm- ið sem hann hafði haft, af því þrengslin voru svo mikil. Etíópía. Stríðið í Etíópíu varð tilefni til þess að læknastarf vort þar hefir verið haft fyrir um* ræðuefni í blöðunum. Starfsmenn vorir, þar á imeðal læknar og hj úkrunarkonur, voru látin kjósa, eða ákveða sjálf hvort þeir vildu halda áfram starfi þar eða flytja í burtu. Allir vildu vera kyrrir, nema konur og börn voru send í burtu. Skömmu áður en hjúkrunarkonan, Miss Bergman dó, hafði hún skrifað viðvíkjandi starfi sínu: “Þér spyrjið hvað sé í starfi mínu hér, sem eg geti haft ánægju af. Ánægjan yfir því að geta hjálpað nauðstöddum er meiri en alt ann- að. Afríka er heimili mitt og hér ætla eg að starfa, meðan Guð lofar mér að lifa.” Þetta er hugsunarháttur starfsmanna vorra yfirleitt. Sá andi, sem yfirstígur alla erfið- leika, og er óþreytandi að starfa öðrum til hjálpar, sá andi f lytur hjálp og huggun og líf til þeirra, sem' í myrkrunum sitja. L,. A. Hansen. l YFIRGRIPSMIKIÐ STARF Sjöunda dags Aðventistar starfa í 325 lönd- um og eyjum á 539 tungumálum og hafa 27,017 starfsmenn, prédikara, lækna, hjúkrunarfólk, bókasölumenn og kennara. Þeir háfa 131 heilsuhæli, sjúkrahús og lyfsölubúðir; 2,344 skóla með 97,742 nemendum, og 69 prentsmiðj- ur sem senda út kristindóms og heilsufræðisrit á 109 tungumálum.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.