Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.08.1936, Blaðsíða 3
STJARNAN 59 Fjallabúar Suðurríkjanna Heimiíi svo þúsundum skiftir finnast á fjalllendinu og í dölunum í Suðausturhluta Bandaríkjanna. Á heimilum þessum búa af- komendur hinna hraustu frumbyggja af kelt- neskum og saxneskum ættstofni, sem snemma á tímum fluttu inn í f jallabygÖirnar. Fólk þetta er vant við áreynslu og erfiði. Framfarir síðustu aldar hafa ekki náð til þess svo teljandi sé. Það hefir sömu lifnaðarhætti og forfeður þeirra í fyrri daga, þegar heimilið var aðeins tveggja herbergja bjálkahús. Stund- um var steinlagt gólfið en oftast nær var það aðeins troðin jörð. Maturinn var soðinn yfir opnu eldstæði, sem bygt var úr steinum eða leir. Sama aðferð er notuð ennþá. Þessir frumbyggjar fluttu trúarbrögð sín með sér, til þessa útjaðars menningarinnar. Áratug eftir áratug voru engir skólar fyrir börn né barnabörn þessara frumbýlinga. L,oks fór stjórnin og önnur félög að athuga þörfina og stofna skóla, svo að þúsundir þessara ungl- inga og barna gætu fengið tækifæri til að ment- ast. Þeir sem bezt hafa gengið fram í því að stofna skóla fyrir þessa fjallabúa eru Sjöunda dags Aðventistar. Jafnvel hinir eldri meðlimir f jölskyldunnar eru hvattir til að læra að lesa. Þeim er sýnt fram á að mentun er nauðsynleg til að geta-hrint af sér fátækt og þjáningum. Skólar þessir kenna frá i. til 12. bekk. Sumt eru venjulegir dagskólar en sumt eru heimavistarskólar, þar sem nemendur hafa fæði og húsnæði á skólanum. Iðnaður er einnig kendur, svo nemendur geta unnið fyrir skóla- kostnaðinum um leið og þeir stunda námið. Gagnsemi stofnana þessara sézt af því, að 1500 börn og unglingar, sem mist hafa annað eða bæði foreldri sín, hafa hlotið mentun sína þar. í sambandi við skóla þessa er kend heilsufræði og meðferð sjúklinga. Fólkinu er einnig kent að rækta korntegundir, kálmeti og ávexti, svo það geti haft holla og nærandi fæðu árið um kring. Vér höfum yfir 20 slikar stofnanir á há- lendinu og njóta þær viðurkenningar bæði þjóð- arinnar og stjórnarinnar. Sjúkrahúslð í Lawrenceburg er hið eina sem finst í fimm héruðum. Einkunnarorð þess eru: “Vér neit- um engum aðgöngu sem þarf hjálpar með.” Tréð þekkist af ávöxtum þess, Hinir ungu menn og konur, sem njóta mentunar á þessum skólum og heilbrigðisstofnunum fara út þaðan til að hjálpa öðrum og kenna það sem þau hafa lært. J. A. Stevens. Meðal nágranna vorra sem tala útlent mál Þótt Sjöunda dags Aðventistar leggi mikla áherslu á heiðingjatrúboð, þá gleyma þeir held- ur ekki útlenda trúboðinu í nágrenni sínu. Þeir hafa heimatrúboðsdeild, sem sér um víðtækt starf í Canada og Bandaríkjunum meðal þeirra, sem útlenda tungu tala. 1 þessum tveimur löndum eru að minsta kosti 15 miljónir íbúa, sem fæðst hafa í öðrum löndum, og séu börn þeirra í fyrsta lið talin með þá verða það 40 miljónir, og flestir þessara tala útlent mál, og eigi menn að flytja þeim fagnaðarerindið, þá verður það að vera á þeirra eigin máli. Af þeim, sem fæddir eru í útlöndum er fjöldinn eitthvað nálægt því, sem hér segir: Italir 1,800,- 000; Þjóðverjar 1,700,000; Pólverjar 1,300,- 000; Rússar 1,300,000; Skandínavar 1,200,000; Czechoslovakar 500,000. Yfir ióoo tungumál eru töluð í Ameríku, þó flest aðeins af tiltölulega fáum. Margir þess- ara útlendinga koma hingað með hatur í huga til allra auðvaldsstofnana, starfsvið vort er að leiða athygli þeirra burt frá byltingar og upp- reisnar áformum þeirra, en snúa huga þeirra að annari og betri framtiðarvon. í stað þess að berjast á allan hátt fyrir því að koma á nýju stjórnarfyrirkoimulagi, þá er þeim kent að setja von sína á borg, sem fastan grundvöll hefir, hvers smiður og byggingameistari Guð er. Auk þess, sem vér höfum fjölda starfs- manna meðal þessa útlenda fólks, þá höfum vér einnig prentsmiðju í Brookfield, Illinois, sem prentar bækur og blöð á hinum helstu út- lendu málum sem töluð eru í Ameríku. Á sam- bandsskólanum í Lincoln, Nebraska, og víðar, eru deildir til að menta unglinga, sem tala út- lend tungumál. Á ýmsum stöðum eru einnig hj úkrunarhæli og lyfjabúðir fyrir þetta fólk. Þannig leitumst vér við að rækja skyldur vorar gagnvart útlendingum, sem eru innan borgar- hliða vorra. M. N. Campbell, (Formaður S. D. A. starfsins í Canada)

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.