Fréttablaðið - 07.02.2019, Side 8

Fréttablaðið - 07.02.2019, Side 8
MINI Cooper Nýskr. 12/2017, ekinn 8 þús. km, bensín, sjálfskiptur. Verð 4.390.000 kr. Rnr. 430349. RANGE ROVER Sport HSE Dynamic 3.0 SDV6 Nýskr. 1/2016, ekinn 53 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 12.490.000 kr. Rnr. 10388. LAND ROVER Discovery 5 240D HSE Nýskr. 6/2018, ekinn 3 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 13.690.000 kr. Rnr. 420002. RANGE ROVER Evoque 180D HSE Dynamic Nýskr. 2/2016, ekinn 40 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 6.490.000 kr. Rnr. 103733. JAGUAR - LAND ROVER Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík 525 6500 / jaguarlandrover.is Allir bílar sem merktir eru APPROVED hafa farið í gegnum gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla. Sjón er sögu ríkari – komdu í reynsluakstur strax í dag. NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6 LAND ROVER Discovery Sport HSE Nýskr. 7/2015, ekinn 46 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 5.990.000. kr. Rnr. 145166. LAND ROVER Discovery 4 S 3.0 TDV6 Nýskr. 6/2015, ekinn 87 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 6.890.000 kr. Rnr. 103852. JAGUAR XE 240D R-sport AWD Nýskr. 1/2018, ekinn 13 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 7.290.000 kr. Rnr. 145557. LAND ROVER Discovery 5 240D SE Nýskr. 11/2017, ekinn 54 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 10.500.000 kr. Rnr. 145504. E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 2 2 4 MAKEDÓNÍA Atlantshafsbandalagið (NATO) undirritaði í gær samkomu- lag við Makedóníu um aðild ríkisins að varnarbandalaginu. Þetta þótti óhugsandi fyrir fáeinum árum vegna afstöðu Grikkja. Eftir að Makedónar og Grikkir sömdu um breytingu á nafni fyrrnefnda ríkisins og að Grikkir myndu þá ekki beita neitun- arvaldinu gegn aðild Makedóna að NATO og ESB er þetta orðin raunin. Undirritunin færir Makedóna nær því að breyta nafni ríkisins í Lýðveld- ið Norður-Makedónía. Ríki Atlants- hafsbandalagsins eiga eftir að full- gilda sáttmálann. Nikola Dimitrov, utanríkisráðherra Makedóna, sagði að í kjölfar undirritunar taki aðeins fáeina daga að breyta nafninu. „Þessi niðurstaða var ekki óhjá- kvæmileg. Hún var ekki einu sinni líkleg. Ég tek ofan fyrir leiðtogum beggja hliða sem sýndu fram á að hið ómögulega er í raun mögulegt […] Á næstu dögum munum við útkljá síðustu deilumálin sem við eigum við nágranna okkar,“ sagði Dimitrov. Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði daginn sögulegan. Heimasíða Nató greindi frá því að Stoltenberg óskaði stjórnvöldum í Grikklandi og Make- dóníu til hamingju og hrósaði þeim fyrir hugrekkið sem stjórnirnar hafi sýnt. Val Stoltenbergs á orðinu „hug- rekki“ er skiljanlegt enda markar samkomulagið endalok áratuga- langrar deilu Grikkja og Makedóna. Frá því Makedónar fengu sjálfstæði frá Júgóslavíu 1991 og völdu þetta nafn á ríki sitt hafa Grikkir verið ósáttir. Óánægja Grikkja er tvíþætt. Þeir óttast að með nafnið að vopni geri Makedónar tilkall til grísks land- svæðis, það er að segja gríska hér- aðsins Makedóníu. Hins vegar þykir þeim nafnið ótækt í sögulegu sam- hengi. Hið forna konungsríki Make- dónía, sem Alexander mikli stýrði til að mynda, var að mestu leyti innan grísku Makedóníu og er álitið hluti af menningararfi Grikkja. Þótt stjórnvöld beggja ríkja hafi nú samið um nafnbreytingu og um að hvorugt ríkið geri tilkall til landsvæð- is hins er stór hluti grísks almenn- ings ósáttur, já og gríska þingsins. Skoðanakannanir benda til að meiri- hluti Grikkja sé á móti samkomu- laginu. Sextíu prósent samkvæmt mælingu Pulce RC í janúar. Kyriakos Mitsotakis, formaður stjórnarand- stöðuflokksins Nýs lýðræðis, hefur til að mynda gagnrýnt að Grikkir viðurkenni makedónska tungu með gerð samkomulagsins. Og Makedónar eru margir ósáttir sömuleiðis. Vilja ekki beygja sig undir Grikki og breyta nafni ríkis- ins. Ljóst er þó að ávinningurinn er mikill að mati makedónskra stjórn- valda. Fá að öllum líkindum lang- þráða aðild að bæði NATO og ESB. thorgnyr@frettabladid.is Makedónar færast nær NATO Nikola Dimitrov og Jens Stoltenberg á sameiginlegum blaðamannafundi í gær. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND „Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig sá krókur helvítis, sem ætlaður er þeim sem þrýstu á Brexit án nokkurrar hugmyndar um framkvæmdina, lítur út,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á blaða- mannafundi í gær. Tusk hafði þá lokið fundi með Leo Varadkar, for- sætisráðherra Írlands, í Brussel. Fundur Tusks og Varadkars sner- ist um Brexit. Pattstaða er í mál- inu þar sem breska þingið hafnaði samningi er ríkisstjórn Theresu May hafði gert við ESB og nú vilja Bretar fá umdeildu ákvæði um varúðarráð- stöfun breytt. Ákvæðið varðar fyrir- komulag landamæra Bretlands og Írlands. Tusk sagði að varúðarráð- stöfunin væri ekki á förum. Þá sagðist hann vita að margir Bretar og Evrópubúar óskuðu þess að hætt yrði við Brexit. „Ég hef alltaf staðið með því fólki. En staðreyndir málsins eru þær að forsætisráðherr- ann og leiðtogi stjórnarandstöð- unnar útiloka slíkt. Það er ekkert raunverulegt pólitískt afl sem vill beita sér fyrir áframhaldandi veru í ESB. Það er ekkert gleðiefni en sú er staðreyndin.“ – þea Harðorður um Brexit-sinna Donald Tusk, for- seti leiðtogaráðs Evrópusam- bandsins. Sögulegur dagur að mati framkvæmda- stjóra NATO. Makedónía skrefi nær því að verða meðlimur bandalagsins. Utanríkisráðherra lands- ins boðar breytingu á nafni ríkisins. Ég tek ofan fyrir leiðtogum beggja hliða. Nikola Dimitrov utanríkisráðherra 7 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 4 2 -A 3 B 0 2 2 4 2 -A 2 7 4 2 2 4 2 -A 1 3 8 2 2 4 2 -9 F F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.