Fréttablaðið - 07.02.2019, Síða 11
spá, til að mynda gerir hagspá okkar
sem birt var í október síðastliðnum
ráð fyrir 1,3 prósenta hagvexti í ár,“
segir hún.
Til samanburðar reiknaði Seðla-
bankinn í nóvember með að hag-
vöxtur yrði 4,4 prósent árið 2018
en hann var 3,6 prósent árið 2017,
samkvæmt gögnum frá Hagstofu.
Endanlegar tölur fyrir árið í fyrra
liggja ekki fyrir.
Breytt landslag í ferðaþjónustu
„Það sem veldur þessari lækkun á
hagvaxtarspá Seðlabankans er fyrst
og fremst breytt landslag í ferðaþjón-
ustunni. Þannig er Seðlabankinn að
spá því að útflutningur þjónustu
dragist saman í ár, í fyrsta sinn frá
árinu 2018. Í nýjasta hefti Peninga-
mála er talað um farþega spá Isavia,
en í henni er gert ráð fyrir 2,4 pró-
senta samdrætti í komum ferða-
manna til landsins,“ segir Erna Björg.
Ef Seðlabankinn styðst við þá
spá telur Erna Björg að hætta sé
á að hagvöxtur geti reynst „enn
minni“ en 1,8 prósent, eins og
Seðlabankinn gerir ráð fyrir. „Ýmis-
legt bendir til þess að 2,4 prósenta
samdráttur í komum ferðamanna
í ár sé í bjartsýnni kantinum, til að
mynda ferðamannatölur í janúar og
gjaldþrot Germania. Þá liggur ekki
endanlega fyrir hvert flugframboð
íslensku flugfélaganna verður,“ segir
Erna Björg.
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri varaði við verkföllum og
óhóflegum launahækkunum í
yfirstandandi kjaraviðræðum í
skýringarmyndbandi sem Seðla-
bankinn birti samhliða vaxta-
ákvörðun peningastefnunefndar
Seðlabankans. „Nú slaknar á spennu
í þjóðarbúskapnum en það er ekki
samdráttur fram undan nema að við
verðum fyrir nýjum áföllum. Verk-
föll og launahækkanir langt umfram
svigrúm yrðu slíkt áfall. Afleiðingin
yrði hærri vextir og meira atvinnu-
leysi. Reynum að forðast það,“ sagði
hann.
Kjarasamningar stærsta skerið
Jón Bjarki segir að Seðlabankinn
kveði skýrt að orði. „Kjarasamning-
ar eru stærsta skerið á siglingunni
næsta kastið. Það er óhætt að taka
undir orð seðlabankastjóra. Enn
fremur er vert að hafa í huga að
ef það á að lækka skatta á þá sem
lægstar tekjur hafa, þarf að sýna því
skilning að á móti þurfi að draga
úr útgjöldum ríkisins, eða sækja
sambærilega upphæð í aðrar skatt-
tekjur,“ segir hann.
Erna Björg segir að verðbólgu-
horfur hafi heldur versnað á undan-
förnum mánuðum. „Líkt og kom
fram í máli aðalhagfræðings Seðla-
bankans í morgun er áhættan upp á
við. Hafa ber í huga að línur eru ekki
farnar að skýrast í kjaraviðræðum
og því er Seðlabankinn að styðjast
við svipaða spá um launaþróun og
gert var í nóvember. Hvað varðar
yfirstandandi kjaraviðræður þá tel
ég óbreytta vexti gott innlegg í þær,
vaxtahækkun hefði líklega verið eins
og olía á eldinn. Ný spá Seðlabank-
ans sýnir hins vegar svart á hvítu
að það er að hægja á efnahagsum-
svifum og útlit er fyrir minni vinnu-
aflseftirspurn. Því þarf að vanda til
verka þegar samið er um framtíð
vinnumarkaðarins,“ segir hún.
Mildari tónn
Seðlabankinn kaus að halda stýri-
vöxtum óbreyttum í 4,5 prósentum
eins og þeir hafa verið frá því í nóv-
ember. Áður voru þeir 4,25 prósent.
Jón Bjarki segir að tónninn í yfir-
lýsingu peningastefnunefndar sé
að mildast. „Það var aðeins slegið á
tal um þörf á auknu aðhaldi. Þessi
breyting tengist væntanlega því að
verðbólguálag og -væntingar hafa
lækkað frá síðustu vaxtaákvörðun
og taumhald peningastefnunnar
miðað við raunstýrivexti hefur því
aukist á ný. Undanfarið hefur pen-
ingastefnunefndin haft vaxandi
áhyggjur af hækkun verðbólguvænt-
inga og er því þessi nýlega þróun
henni talsverður léttir, að minnsta
kosti í bili.“
Frábær
tilboðstvenna
Þú færð
Apple AirPods
fyrir 10.000 kr.
aukalega
Apple iPhone XR
Verð frá
124.990 kr. staðgreitt
Tilboðið gildir til 10. febrúar 2019
Þú færð AirPods á aðeins 10.000 kr.
þegar þú kaupir iPhone XR hjá Vodafone.
Tryggðu þér þessa flottu tvennu í næstu verslun. Við erum
í Kringlunni, Smáralind, á Suðurlandsbraut 8 og Glerártorgi.
iPhone XR og AirPods
Verð-
lækkun
MARKAÐURINN
Ýmislegt bendir til
þess að 2,4 prósenta
samdráttur í komum ferða-
manna í ár sé í bjartsýnni
kantinum, til að mynda
ferðamannatölur í janúar og
gjaldþrot Germania
Erna Björg
Sverrisdóttir,
sérfræðingur hjá
Arion banka
Kjarasamningar eru
stærsta skerið á
siglingunni næsta kastið
Jón Bjarki
Bentsson,
aðalhagfræðingur
Íslandsbanka
Þann 7. febrúar gefur Pósturinn út þrjú frímerki til að
minnast merkisafmæla 2019. Lýðveldið Ísland 75 ára,
Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli og
Póstmannafélag Íslands 100 ára. Einnig koma út fjögur
frímerki tileinkuð landslagsarkitektúr í útgáfuröðinni
íslensk samtímahönnun.
Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum.
Einnig er hægt að panta þau hjá
Frímerkja sölunni. Sími: 580 1050.
Netfang: stamps@stamps.is
Heimasíða: www.stamps.is
facebook.com/icelandicstamps
Safnaðu litlum lis taverkum
F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F I M M T U D A G U R 7 . F E B R Ú A R 2 0 1 9
0
7
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
4
2
-8
F
F
0
2
2
4
2
-8
E
B
4
2
2
4
2
-8
D
7
8
2
2
4
2
-8
C
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
6
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K