Fréttablaðið - 07.02.2019, Síða 20

Fréttablaðið - 07.02.2019, Síða 20
Glæsilegt og fullbúið parhús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr á frábærum útsýnisstað við Mosagötu í Urriðaholti Garðabæjar. Um er að ræða eign sem er skráð skv. F.M.R. 227 fm og þar af er bílskúr 40 fm. Mikil lofthæð, sérsmíðaðar innréttingar frá Parka, granítborðplötur, vönduð heimilistæki, hjónasvíta með fataherbergi og baðherbergi, gólfsíðir gluggar, gólfhiti á neðri hæð og frábært útsýni er meðal þess sem einkennir þetta glæsilega hús. Svefnherbergin eru fjögur og baðherbergi þrjú. Mikið er lagt í lýsingu sem er innfelld halógenlýsing og útilýsing er meðfram húsinu. Gólfefni er vandaðar parketflísar. Húsið er flísalagt með vönduðum ítölskum parketflísum frá Parka. Hellulagt bílaplan er fyrir framan hús með snjóbræðslu í bílastæði, skjólveggir o.fl. Frábær staðsetning þar sem örstutt er út í fallega náttúru, skóla og leikskóla. Fasteign vikunnar úr Fasteignablaði Fréttablaðsins Vikan Jón Baldvin og frá- sagnir af kynferðis- legri hegðun hans gagnvart stúlkum og konum í gegnum tíðina, fjárhagslegur vandi Íslandspósts, Bára í dulargervi og enginn kynjakvóti á ársþingi KSÍ er meðal þess sem var frétt- næmt í liðinni viku. Tilveran tók saman það helsta. Bryndís stendur þétt við bak eiginmanns síns, Jóns Baldvins, þrátt fyrir allt. Klausturshópurinn vill að Bára verði sektuð fyrir að taka upp samtal þeirra. Íslandspóstur lenti í miklum fjárhagsvanda eftir að hafa hækkað laun stjórn- ar ótt og títt. Engir kynjakvótar eða reglur eru hjá KSÍ um til- nefningar félaga á ársþingi. Margir lýsa stuðningi við konurnar 23 konur birtu opinberlega sögur sínar af kynferðislegri hegðun Jóns Baldvins Hannibalssonar í þeirra garð um árabil. Konurnar eru á öll­ um aldri í frásögnunum og margar voru aðeins börn á þeim tíma. Ingi­ björg Sól rún Gísla dóttir, fyrr verandi for maður Sam fylkingarinnar, sagði í færslu á Facebook­síðu sinni að Jón Bald vin hefði sýnt „al gjöran skort á sómakennd“ með fram göngu sinni í tengslum við þann fjölda á sakana sem hafa verið lagðar fram á hendur honum. Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, hafnaði öllum ásökunum gagn­ vart eiginmanni sínum í aðsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Hún hafnaði því alfarið að vera meðvirk í ósæmilegri hegðun og velti fyrir sér hvort hún byggi í „sjúku þjóðfélagi“. Jón Baldvin kom fram í Silfrinu síðasta sunnudag og ræddi sína hlið málsins. Aldís Schram, dóttir Jóns og Bryndísar, hefur óskað eftir að fá sama tækifæri. Segja Báru hafa  verið í dulargervi Fjórir þing menn Mið flokksins sem sátu á Klaustri bar að kvöldi 20. nóvember fara fram á að Bára Hall dórs dóttir, sem tók upp sam­ tal þeirra og tveggja þing manna Flokks fólksins, verði sektuð og að Per sónu vernd afli efnis úr eftir lits­ mynda vélum á Klaustri um rætt kvöld. Per sónu vernd hefur óskað eftir því við að stand endur barsins að fá upp tökur úr eftir lits mynda­ vélum frá kvöldinu þegar þing menn Mið flokksins og Flokks fólksins sátu þar að sumbli. Persónuvernd vill einnig upptökur Báru. Frá sögn Báru telja þing mennirnir vera ó trú­ verðuga og telja þeir ljóst að hún hafi gengið ein beitt til að gerða sinna og leiða að því líkur að um „sam verknað“ sé að ræða. Þá telja þeir hana hafa farið í dulargervi til að fullkomna glæpinn. Íslandspóstur hækkaði laun á hverju ári Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að laun stjórnar Íslandspósts hefðu hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Frá þeim tíma hafa laun stjórnarmanna ÍSP hækkað á hverju ári og hefur hækkunin verið á bilinu ellefu til tólf prósent ár hvert. Í upphafi síðasta árs ákvað stjórn Íslandspósts ohf. (ÍSP) að greiða starfsmönnum fyrirtækisins launauppbót í ljósi góðrar afkomu fyrirtækisins. Rétt rúmu hálfu ári síðar fékk fyrirtækið 500 milljóna króna neyðarlán frá ríkissjóði til að forðast gjaldþrot. Um svipað leyti lagði stjórn ÍSP það til að hækka laun sín. Þetta er meðal þess sem lesa má úr fundargerðum stjórnar. Aðeins 7 konur af 132 fulltrúum KSÍ Ársþing KSÍ fer fram um helgina. Á þingi verður kosið til nýrrar stjórnar, um tillögu til fjárhagsáætlunar og fleira. Á þinginu eru skráðir um 132 aðalfulltrúar en af þeim eru aðeins sjö konur skráðar sem aðalfulltrúar. Þær eru því aðeins 5,3 prósent full­ trúa. Þá eru níu konur skráðar sem varafulltrúar á þinginu, sem er um tíu prósent af öllum varafulltrúum, en þeir eru samtals 88. Engir kynja­ kvótar eða reglur eru hjá samband­ inu um tilnefningar félaga á þingið. Formaður segir hlutfallið of lágt og framkvæmdastjóri málið flókið. TILVERAN 7 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 4 2 -8 6 1 0 2 2 4 2 -8 4 D 4 2 2 4 2 -8 3 9 8 2 2 4 2 -8 2 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.