Fréttablaðið - 07.02.2019, Page 22
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Áfengi var
ekki þvingað
ofan í þá með
þeim afleið-
ingum að þeir
fóru skyndi-
lega að tala
tungum.
Bannið við
afhendingu
burðarplast-
poka er
þannig ein
aðgerð af
mörgum
sem gripið
verður til.
Varla er til of mikils mælst að þingmenn þjóðarinnar séu sæmilega skynsamir og búi yfir rökhugsun. Ef í ljós kemur að þingmenn eru haldnir verulega slæmum dómgreindarskorti er best fyrir alla að þeir hverfi af þingi.
Þegar er ljóst að fjórir þingmenn Miðflokksins, sem
kenndir eru við barinn Klaustur, búa ekki yfir nægi-
legri skynsemi og rökhugsunin er heldur ekki upp á
það besta. Í stað þess að hafa hægt um sig, eins og fólk
gerir venjulega þegar það skammast sín vegna athæfis
síns, hafa þingmennir hátt og kasta fram alls kyns full-
yrðingum sem hvert skynsamt mannsbarn sér að geta
ekki staðist.
Nú halda þingmennirnir því fram að Bára Halldórs-
dóttir sem tók upp fyllirísraus þeirra á barnum, hafi
brugðið sér í dulargervi þegar hún tók upp samtalið og
hafi ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn.
Í fjölmiðlum hefur ítrekað verið rætt við Báru, en þar
hefur hvergi komið fram að hún búi yfir skyggnigáfu.
Hún á samt að hafa vitað fyrirfram hvenær þingmenn-
irnir myndu vera á þessum tiltekna bar. Ekki nóg með
það, heldur á hún einnig að hafa gert sér grein fyrir því
að þeir myndu verða ofurölvi, keppast við að klæmast
og rægja samstarfsfólk sitt.
Nú skulum við útiloka að Bára Halldórsdóttir búi yfir
skyggnigáfu. Ef hún hefði þá gáfu hefði það vísast komið
fram í fjölmiðlum. Um leið er eina mögulega skýringin
á því að hún hafi fyrirfram vitað að hún myndi komast í
feitt sú að hún hafi áður séð og heyrt til þessara þing-
manna á barnum og því vitað að þeir væru klámkjaftar
þegar þeir væru komnir í glas. Ekki passar það við
yfirlýsingar þingmannanna sjálfra sem segjast ekki hafa
þekkt sig í orðunum sem þeir létu falla á barnum.
Það er næsta óhuggulegt að fjórir þingmenn úr sama
flokki skuli bjóða landsmönnum upp á þá vitleysislegu
skýringu að ásetningur Báru hafi verið svo sterkur að
hún hafi brugðið sér í dulargervi. Staðreyndir málsins
eru mjög einfaldar og verður ekki haggað: Þingmenn-
irnir fóru á barinn, drukku og klæmdust og höfðu hátt.
Þeir helltu sig sjálfir fulla. Áfengi var ekki þvingað ofan
í þá með þeim afleiðingum að þeir fóru skyndilega að
tala tungum.
Vel mætti ætla að í hópi þessara fjögurra þing-
manna væri allavega einn réttlátur sem gerði sér ljóst
hversu galna samsæriskenningu þeir eru að bera
á borð fyrir landsmenn. En þingmennirnir halda
hópinn. Það hlýtur að vera vegna þess að formaður
Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vill
haga málum á þennan veg. Staðreyndir málsins blasa
samt við öllu skynsömu fólki. Þingmönnunum var
ekki fjarstýrt af Báru Halldórsdóttur. Þeir eru ekki
fórnarlömb. Skömmin er þeirra, en þeir kunna ekki
að skammast sín.
Njósnari með
skyggnigáfu?
Plast er efni sem endist afar lengi og er því hentugt til ýmissa nota. Einmitt þessi eiginleiki þess gerir það hins vegar einstaklega óhentugt sem einnota efni.
Vörur úr plasti sem hent er eftir örskamma notkun geta
enst í tugi og hundruð ára sem úrgangur.
Burðarplastpokar hafa verið bannaðir í fjölda ríkja og í
síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi sem felur í sér að frá
og með 1. janúar 2021 verði óheimilt að afhenda burðar-
poka úr plasti á sölustöðum vara. Með þessu tökumst við
á við það mikla magn plastpoka sem er í umferð en höfum
auk þess víðtækari áhrif. Aðgerðin snertir daglegan veru-
leika heimilanna í landinu og virkjar okkur til að hugsa á
annan hátt en áður um plast og eigin neyslu.
Með frumvarpinu fylgi ég eftir tillögum frá samráðsvett-
vangi um aðgerðir í plastmálefnum sem í sátu fulltrúar
atvinnulífs, sveitarfélaga, umhverfisverndarsamtaka,
opinberra stofnana, Alþingis, ráðuneyta og fleiri. Tillaga
þeirra um aðstoð við neytendur sem mæta með marg-
nota umbúðir undir keypta matvöru hefur þegar komið
til framkvæmda og undirbúningur stendur yfir varðandi
viðurkenningar fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir.
Verið er að vinna úr öðrum tillögum auk þess sem fyrir
liggur að tilskipun ESB til að takast á við plastmengun
verður innleidd en þar er t.d. lagt til að ríkjum verði gert
skylt að draga úr notkun matarumbúða og drykkjarbolla
úr einnota plasti. Bannið við afhendingu burðarplastpoka
er þannig ein aðgerð af mörgum sem gripið verður til.
Heyrst hefur að plastpokarnir séu aðeins hluti af plast-
vandanum og ekki ætti að horfa til þeirra heldur gera þess
í stað eitthvað annað. Ég segi: Gerum margt. Verkefnið
fram undan er umfangsmikið og við þurfum margs konar
lausnir. Plastvandinn er stór og við verðum að taka hann
alvarlega. Hvernig borðar maður fíl? Einn bita í einu.
Frumvarpið um plastpokana er einn slíkur biti – aðgerð
sem virkjar okkur með beinum hætti við að hugsa um
lausnir án plasts. Saman getum við lyft grettistaki.
Bann við burðarplastpokum virkjar okkur til að hugsa á
annan hátt en áður um plast og eigin neyslu.
Plastpokabann –
mikilvægt skref
Guðmundur
Ingi
Guðbrandsson
umhverfisráð-
herra
Vertu klár
í Lífshlaupið!
BOSE
Soundsport free
20.792 kr. stgr.
Verð áður 25.990 kr. stgr.
20%
afsláttur
Sofið hjá óvininum
Vinstri græn fögnuðu 20 ára
afmæli í gær þótt einhverjum
finnist sósíalísku berin heldur
hafa súrnað á þessum tveimur
áratugum og þyki nú síðast
illt að sörfa hægri ölduna með
utanríkisráðherra í Venesúela.
Í fyrstu stefnuyfirlýsingu VG
kvað við sígildan tón um jöfnuð
og félagslegt réttlæti. Sjálfsagt
má deila um það hvernig þau
mál hafa þróast á þessum 20
árum. Eitt er þó víst að það hefði
væntanlega þurft að segja Stein-
grími J. og félögum það þrisvar
við stofnun flokksins að eftir
20 ár leiddi hann ríkisstjórnar-
samstarf með höfuðóvinunum
í Sjálfstæðisflokknum og Fram-
sóknarflokknum.
Tveir litlir Klaustursdrengir …
Þótt allt virðist ganga smurt
hjá ríkisstjórn sem hefði þótt
óskapnaður í árdaga VG, hlýtur
forsætisráðherra að taka eftir
samdrættinum milli Miðflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins. Þótt
Miðflokkur, Framsóknarflokkur
og Sjálfstæðisflokkur hafi ekki
haft þingstyrk til að mynda rík-
isstjórn eftir kosningar þá gæti
fjölgað um tvo í Miðflokknum á
næstunni eftir að tveir úr Flokki
fólksins fóru á rall og þótt einn
úr Miðflokknum hafi drukkið
flösku af ólyfjan gæti fjölgað í
hópnum þannig að eftir standi
33 sem duga vel til að halda VG í
skefjum á umbrotatímum.
sighvatur@frettabladid.is
adalheidur@frettabladid.is
7 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
7
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
4
2
-9
9
D
0
2
2
4
2
-9
8
9
4
2
2
4
2
-9
7
5
8
2
2
4
2
-9
6
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
6
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K