Fréttablaðið - 07.02.2019, Side 30

Fréttablaðið - 07.02.2019, Side 30
Tónlistarmaðurinn Hrafn Bogdan kemur fram á Vetrarhátíð í Reykjavík næsta laugardag en þá mun hann flytja eigið efni fyrir sundlaugargesti Vesturbæjarlaugar á Sundlaugar- nótt, sem er hluti Vetrarhátíðar. „Þar mun ég spila eigin lög fyrir sundlaugargesti, fyrst og fremst á gítar en kannski líka píanó. Þetta verður ljúfur fílingur fyrir gestina enda er ég fyrst og fremst að leita eftir að skapa skemmtilega og þægilega stemningu og leyfa fólki að njóta góðrar tónlistar og söngs.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20 og standa yfir í hálftíma. Hrafn, sem er nýorðinn 22 ára gamall, hóf ungur tónlistarnám. „Ég var sex ára gamall þegar ég hóf að læra á píanó ásamt því að syngja í drengjakór. Á svipuðum tíma byrjaði ég í raun líka að semja tónlist en það voru bara lítil lög á píanóið með engum söng. Um tólf ára aldurinn byrjaði ég svo að semja lög með söng og texta.“ Hógvær stíll Sem strákur hlustaði Hrafn mest á klassíska tónlist en um tólf ára aldurinn segist hann hafa einbeitt sér meira að söng og eigin laga- smíðum ásamt því að halda áfram í klassíkinni. „Þegar ég var 19 ára byrjaði ég að kenna sjálfum mér á gítar og er á fullu í því verkefni. Tónlistinni minni er best lýst sem poppi og byggist stíll minn mest á því að spila á tónleikum. Ég er búinn að taka upp „live“ EP-plötu sem ég mun gefa út á Spotify í lok þessa mánaðar og svo er stefnan sett á aðra hefðbundna EP-plötu síðar á árinu.“ Hann lýsir fatastíl sínum sem frekar hógværum en samt aðeins í klassíska átt. „Hann samanstendur yfirleitt bara af einfaldri peysu eða skyrtu og dökkum buxum. Fatastíllinn hefur helst mótast í gegnum árin af fólkinu í kringum mig, t.d. vinum, fjölskyldu og ýmsum listamönnum sem ég hef litið upp til. En hann hefur þó í grunninn verið meira og minna sá sami síðan ég var lítill. Ég fylgist ekkert sérstaklega með tískunni heldur skoða frekar hvað hentar persónuleika mínum og læt bara vaða. Þó er ég aðeins meðvitaður um hvað er inni og hvað ekki, en þó alls ekki mikið.“ Hvar kaupirðu þér helst föt? Það er engin sérstök búð sem ég fer í umfram aðrar. Ég kaupi bara það sem mér finnst fallegt hverju sinni, sem getur verið hvar sem er. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Það breytist reglulega en akk- úrat núna eru það dökkgrænn og brúnn, helst í dekkri kantinum. Áttu minningar um gömul tísku- slys? Það var helst þegar ég gekk einu sinni með forljóta og allt of stóra prjónahúfu sem ég bjó til þegar ég var í Hagaskóla. Hún passaði engan veginn við það sem ég klæddist en ég gekk með hana í nokkur skipti. Fljótlega fékk ég þó nóg og keypti mér almennilega húfu. Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn? Það eru Nike innanhúss-skór sem ég keypti í byrjun árs 2012. Áttu einhverjar uppáhaldsversl- anir? Nei, ég held ekki upp á neina sér- staka. Áttu eina uppáhaldsflík? Ég á mér nokkrar en sú sem ég nota kannski mest núna eru ljósbrúnar galla-stuttbuxur. Mér finnst alltaf langþægilegast að vera í stuttbuxum þegar ég er heima og er í raun eins oft í þeim og ég get. Bestu og verstu fatakaupin? Sem dæmi um bestu fatakaupin má nefna sparijakkann minn sem ég nota alltaf mikið og svo Nike innanhúss-skórnir. Í raun á ég mér engin verstu kaup því yfirleitt er ég alltaf viss um hvað ég ætla að kaupa mér. Notar þú fylgihluti? Ég notaði úr fyrir nokkrum árum en það brotnaði og ég hef ekki keypt mér nýtt síðan. Stuttbuxur þægilegar Hrafni Bogdan finnst þægilegast að vera í stuttbuxum heima. Hann kemur fram á Vetrarhátíð næsta laugardag. Hér er Hrafn í ljósbrúnu stuttbuxunum sem eru í miklu uppáhaldi. Blái bolurinn er frá J.Crew. MYND/ANTON BRINK Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 SMART BUXUR, FYRIR SMART KONUR Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Algjört verðhrun á útsölu Aðeins 6 verð Str. 36-56 1.000.- 2.000.- 3.000.- 4.000.- 5.000.- 6.000.- HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook Frettabladid.is færir þér nýjustu fréttir dagsins og ítarlega umöllun um málefni líðandi stundar. Fylgstu með á frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 0 7 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 4 2 -8 1 2 0 2 2 4 2 -7 F E 4 2 2 4 2 -7 E A 8 2 2 4 2 -7 D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.