Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2019, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 07.02.2019, Qupperneq 52
LEIKHÚS Þitt eigið leikrit: Goðsaga Ævar Þór Benediktsson Þjóðleikhúsið – Kúlan Leikstjórn: Stefán Hallur Stefáns- son Leikarar: Snorri Engilbertsson, Baldur Trausti Hreinsson, Hilmir Jensson, Sólveig Arnarsdóttir og Lára Jóhanna Jónsdóttir. Leikmynd: Högni Sigurþórsson. Búningar: Ásdís Guðný Guðmunds- dóttir. Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson. Myndband: Ingi Bekk. Tónlist og hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson og Kristinn Gauti Einars- son. Leikgervi: Valdís Karen Smáradóttir. Brúðugerð: Aldís Davíðsdóttir. Kosningakerfi og aðrar sértækar tæknilausnir: Hermann Karl Björns- son. Sýning í anddyri: Högni Sigurþórs- son, Reynir Þorsteinsson, Mat- hilde Anne Moran og Björgvin Már Pálsson. Norræn goðafræði er órjúfanlegur hluti af íslensku þjóðarsálinni og líka kjörið efni til fræðslu og skemmtunar fyrir unga leikhúsgesti. Síðastliðinn fimmtudag frumsýndi Þjóðleikhúsið Þitt eigið leikrit: Goð­ saga eftir Ævar Þór Benediktsson. Leikhús er þess eðlis að áhorfendur upplifa aldrei sömu leiksýninguna en þessi sýning tekur þá hugmynd ennþá lengra. Áhorfendur eru hvatt­ ir til að taka virkan þátt í leikritinu á meðan á því stendur, bæði með framíköllum og rafrænni kosningu, og ákveða þannig hvað gerist næst. Ævar Þór þarf varla að kynna fyrir nokkurri manneskju en hann hefur verið áberandi síðustu misseri. Fyrst sem Ævar vísindamaður í sjónvarpi, síðan sem höfundur sívinsælla barnabóka og kannski sérstaklega sem ötull baráttumaður bóklesturs í grunnskólum landsins. Ekki má þó gleyma að hann er leikari að mennt og markar Þitt eigið leikrit: Goðsaga endurkomu hans á leiksviðinu, nú í hlutverki höfundar. Í bókum Ævars Þórs er mikið lagt upp úr því að lesendur hafi áhrif á framvinduna. Sama formið má finna í Þitt eigið leikrit: Goðsaga, sem er gífurlegt verk að vinna. Fyrir framan leikhússætin eru litlar fjar­ stýringar sem notaðar eru til að kjósa um næstu skref. Slík stjórnun er valdeflandi fyrir áhorfendur, og veitir mikla kæti, en verður til þess að mikill tími fer í framkvæmdina, á kostnað innihaldsins. Auðvitað er spennandi að sjá ærslaleik á leiksviðinu og heyra góða fimm­ aurabrandara en sagan sjálf er endaslepp. Norræna goðafræðin er notuð sem stökkbretti inn í sýning­ una en sjaldan er kafað djúpt. Upp­ lýsingamylsnum um goðin, Mið­ garðsbörnin og jötnana er stráð yfir leiksviðið en þessar stórkostlegu sögur verða sjaldan meira en lím til að halda fjörinu saman. Sömuleiðis er innskotum um eðli leikhússins bætt við og mættu þau vera fleiri. Verkefni leikhópsins eru ærin enda er sýningin flókin í fram­ kvæmd og leik. Til allrar gæfu er leikhópurinn ekki af verri end­ anum. Snorri Engilbertsson leiðir sýninguna í hlutverki Loka Lauf­ eyjarsonar en skemmtiþáttur hans að nafni Lokasvar myndar ramma sýningarinnar. Persónutöfrar hans lokka áhorfendur með sér í lið og lipurleiki hans á sviðinu var heillandi. Á frumsýningu var Sól­ veig Arnarsdóttir kosin söguhetjan og lék Miðgarðsbarnið Urði með persónutöfrana að vopni en var ekki nægilega örugg þegar kom að kómísku atriðunum. Hilmir Jens­ son hélt áhorfendum í hendi sér í hlutverki handarinnar Einars og einlægni hans var bráðfyndin. Lára Jóhanna Jónsdóttir lék Hel haglega en skorti breidd í túlkun sinni. Bald­ ur Trausti Hreinsson sást afskaplega lítið í þessari útgáfu og náði aldrei að setja sitt mark á sýninguna. Þitt eigið leikrit: Goðsaga er undir áhrifum frá skemmtiþáttum í sjónvarpi og líka bresku panto­ mime­hefðinni þar sem hefðbundin ævintýri eru sett í nútímalegan skemmtibúning og áhorfendur ein­ dregið hvattir til að taka þátt. Leik­ stjóranum, Stefáni Halli Stefánssyni, tekst aldrei að færa þessar góðu hug­ myndir á annað plan. Tilfæringar á milli atriða voru fínar en virkni inni í atriðum takmarkast við einfalda sviðsetningu fremur en að búa til raunverulega spennu, hvort sem er á milli persóna eða innan sögunnar. Tæknivinnan á bak við Þitt eigið leikrit: Goðsaga er stórbrotin og gleðilegt er að sjá slíkan metnað í litlum sal á borð við Kúluna, sem má líka finna í forsalnum. Þar má helst nefna Hermann Karl Björnsson en hann sér um bæði kosningakerfið og fleiri tæknilausnir enda gífur­ legt verk að vinna sem hann leysir afskaplega vel. Leikmynd Högna Sigurþórssonar stjórnast mikið af stóra skjánum þar sem kosning­ arnar fara fram og verður af þeim sökum flöt. Sömuleiðis er mynd­ bandsvinna Inga Bekk ágæt en í stað þess að færa meira líf inn í leik­ húsið þá fjarlægir hún áhorfendur frá því. Ásdís Guðný Guðmunds­ dóttir og Valdís Karen Smáradóttir skapa frábæra búninga og leikgervi þar sem nostrað er við smáatriðin. Þá verður líka að nefna brúðurnar sem Aldís Davíðsdóttir skapar en þær færa töfra leikhússins aftur inn í sýninguna. Tónlist Elvars Geirs Sæv­ arssonar og Kristins Gauta Einars­ sonar er ekki endilega eftirminnileg en hljóðmyndin hittir í mark með hinum ýmsu prumpu­ og ófreskju­ hljóðum. Þitt eigið leikrit: Goðsaga er gríðarlega metnaðarfull sýning þar sem höfundurinn setur markið hátt og sína stærstu aðdáendur, börnin, í fyrsta sæti. Nýjum barnaleikritum ber að fagna en lítið hefur farið fyrir þeim á þessu leikári. Sýningin í heild sinni líður fyrir heildarhugmyndina þar sem áherslan er sett á fram­ kvæmdina og mismunandi leiðirnar í sögunni frekar en söguna sjálfa. Persónur úr norrænu goðafræðinni virðast vera gestir í þessum heimi frekar en aðalsöguhetjurnar. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Stemmingin í Goðheim- um var góð en framkvæmd sýningar- innar var eftirminnilegri en sýningin. Ferðalag án ákvörðunarstaðar „Verkefni leikhópsins eru ærin enda er sýningin flókin í framkvæmd og leik,“ segir gagnrýnandi Fréttablaðsins. Stórtónleikar fara fram í Lang­holtskirkju laugardaginn 9. febrúar næstkomandi kl. 16.00. Fram koma fjórar norrænar barokksveitir í fremstu röð ásamt ungu tónlistarfólki frá tónlistar­ skólum í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Yfirskrift verkefnisins er „Víkingar mæta barokkinu“ og eru tónleikarnir í Reykjavík þeir síðustu í röð þessa samnorræna verkefnis. Flutt verður klassísk barokktónlist og norræn þjóðlagatónlist frá bar­ okktímabilinu. Þátttakendur frá öllum löndunum hafa ferðast á milli Norðurlandanna í vetur og tónleikadagskráin hefur þegar verið flutt við góðar undir­ tektir í Stokkhólmi, Helsinki og Ósló með yfir 400 manns á sviðinu í stærstu atriðunum. Barokksveitirnar sem koma fram eru: Finnska barokksveitin (FiBO), Barokkaerne frá Noregi, Drottning­ holms barockensemble frá Svíþjóð og hin íslenska Symphonia Ange­ lica ásamt nemendum úr Sinfóníu­ hljómsveit tónlistarskólanna: Tón­ skóla Sigursveins D. Kristinssonar og Tónlistarskóla Kópavogs. Ein­ söngvarar eru Sigríður Ósk Krist­ jánsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson sem spilar einnig á langspil. Symp­ honia Angelica flytur íslensk þjóð­ lög með arabísku ívafi á tónleik­ unum. Guðmundur Ólafsson leikari mun leiða áheyrendur í gegnum þessa víkingaferð um barokkheima. Þarna ættu tónlistarunnendur, bæði börn og fullorðnir, svo sannarlega að eiga eftirminnilega stund. Miðasala fer fram á tix.is. Víkingaferð um barokkheima Viking barokk í Helsinki í nóvember á síðasta ári en í stærstu atriðunum voru rúmlega 400 manns á sviðinu . 7 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R36 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 0 7 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 4 2 -7 C 3 0 2 2 4 2 -7 A F 4 2 2 4 2 -7 9 B 8 2 2 4 2 -7 8 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.