Fréttablaðið - 07.02.2019, Side 58

Fréttablaðið - 07.02.2019, Side 58
Hafrún Karlsdóttir sem starfar fyrir merkið hafði milli-göngu þar um en hún var í leit að góðri prjónaverk- smiðju fyrir framleiðsluna. „Ég hef oft velt fyrir mér hvers vegna íslensk ull er svona lítið sjáanleg erlendis. Íslenska ullin er að mörgu leyti ein- stök og sérstaklega í ljósi þess að lömbin sem fæðast snemma á vorin fara út aðeins nokkurra daga gömul og lifa frjáls á íslenskum fjöllum og heiðum í hreinu lofti og með hreint æti. Þar sem mikil vitundarvakning er varðandi uppruna vara og þá sér- staklega þegar kemur að dýraafurð- um ætti íslenska ullin að hafa góða möguleika á að ryðja sér til rúms og skipa stærri sess í erlendri fatafram- leiðslu. Síðasta haust fékk ég tæki- færi til að koma Markus og Karen, hönnuðum og eigendum House of the Very Island’s, í samband við prjónaverksmiðjuna Kidka á Hvammstanga. Ég þekkti aðeins til þeirra þar sem ég hef nokkuð oft heimsótt verslunina með ömmu minni sem er búsett í Hrútafirði og er mikil prjóna- og hannyrðakona. Ég setti mig í samband við Kidka og þau voru opin fyrir samstarfinu sem gekk frábærlega vel og úr varð prjónapeysa og teppi, útfærð af House of the Very Island's og fram- leidd af Kidka.“ Gæði vörunnar og góðar aðstæður mikilvægar Hafrún segir afraksturinn hafa verið sýndan á herratískuvikunum í Míl- anó, París og Kaupmannahöfn og að næst sé ferðinni heitið til New York. „Viðtökurnar hafa verið frábærar og mikill áhugi verið á vörunni sem verður meðal annars fáanleg í vef- versluninni Ssense.com og Henrik Vibskov Boutique í Kaupmannhöfn og New York ásamt fleiri verslunum um allan heim næsta haust. En hér á landi fæst vörulínan í hönnunar- versluninni Stefánsbúð. Kúnninn var sammála um góð gæði íslensku ullarinnar og það er klárlega stór plús að varan er framleidd við viðunandi aðstæður á Íslandi en ekki í einhverri verk- smiðju þar sem fólki er oft á tíðum boðið upp á mannskemmandi og hræðilegar aðstæður. Það er klár- lega okkar, sem bæði framleiðum og kaupum tilbúna vöru, að kynna okkur hvar varan er framleidd og af hverjum.“ Hafrún segist sjá fullt af möguleikum fyrir íslensku ullina og vonast til að geta unnið með fleiri erlendum og innlendum hönnuðum til að koma því í kring. bjork@frettabladid.is Hafrún Karlsdóttir starfar fyrir House of the Very Island’s og segir íslenska ull eiga mikið inni. MYND/SAGA SIG Vörur merkisins eru fáanlegar víða og meðal annars hér á landi í Stefánsbúð. Teppið sem framleitt er úr íslenskri ull vakti athygli á tískuvikunni í París. MYND/CHRISTIAN BENESCH  á tískuvikunni í París Austurríska herramerkið House of the Very Island’s valdi íslenska ull í hönnun sína á teppi og peysu og fékk afraksturinn frábær- ar viðtökur á tískuvikunni í París og verður í framhaldinu í sölu í hátískuverslunum. ÞAR SEM MIKIL VITUNDARVAKNING ER VARÐANDI UPPRUNA VARA OG ÞÁ SÉRSTAKLEGA ÞEGAR KEMUR AÐ DÝRAAFURÐUM ÆTTI ÍSLENSKA ULLIN AÐ HAFA GÓÐA MÖGULEIKA Á AÐ RYÐJA SÉR TIL RÚMS OG SKIPA STÆRRI SESS Í ERLENDRI FATAFRAM- LEIÐSLU. Ull frá Hvammstanga 7 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 0 7 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 4 2 -9 E C 0 2 2 4 2 -9 D 8 4 2 2 4 2 -9 C 4 8 2 2 4 2 -9 B 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.