Fréttablaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 12
 VERTU VELKOMINN HEIM SIGGI FANNAR Það er okkur sönn ánægja að kynna til leiks nýjan liðsmann hjá TEAM LANDMARK en Siggi Fannar, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í félagi fasteignasala hefur snúið aftur til starfa á LANDMARK fasteignamiðlun. Siggi Fannar býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á fasteignamarkaðnum og hefur starfað við sölu fasteigna frá árinu 2001. Hann er giftur, tveggja barna faðir og búsettur í Garðabæ en hans helstu áhugamál eru golf, golf, golf og meira golf, fótbolti og tónlist. Siggi Fannar er alltaf á vaktinni og ekki hika við að hringja í hann í síma 897-5930 eða senda honum línu á siggifannar@landmark.is. LANDMARK fasteignamiðlun | Hlíðasmára 2 | 201 Kópavogur | landmark.is VERTU VELKOMINN HEIM SIGGI FANNAR Það er okkur sönn ánægja að kynna til leiks nýjan liðsmann hjá TEAM LANDMARK en Siggi Fannar, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í félagi fasteignasala hefur snúið aftur til starfa á LANDMARK fasteignamiðlun. Siggi Fannar býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á fasteignamarkaðnum og hefur starfað við sölu fasteigna frá árinu 2001. Hann er giftur, tveggja barna faðir og búsettur í Garðabæ en hans helstu áhugamál eru golf, golf, golf og meira golf, fótbolti og tónlist. Siggi Fannar er alltaf á vaktinni og ekki hika við að hringja í hann í síma 897-5930 eða senda honum línu á siggifannar@landmark.is. LANDMARK fasteignamiðlun | Hlíðasmára 2 | 201 Kópavogur | landmark.is IÐNFYRIRTÆKI TIL SÖLU Rótgróið iðn- og þjónustufyrirtæki með 35 ára sögu er nú til sölu. Um er að ræða skerpingarverkstæði og rekstur verslunar í Kópavogi. Fyrirtækið vinnur fyrir álver og stærstu trésmíðaverkstæði landsins og hefur leiðandi stöðu á sínu sviði. Góð vaxtartækifæri. Rekstur fyrirtækisins er nú til sölu ásamt stórum vélasal. Ársvelta um 45 milljónir króna og hjá fyrirtækinu starfa tveir starfsmenn. NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 840-3425. H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Hljóðritasjóður Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum í Hljóðritasjóð. Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla hljóðritun á íslenskri tónlist. Veittir eru styrkir til að taka upp nýja, frumsamda íslenska tónlist og þannig er stutt við nýsköpun hennar. Hljóðritin skulu kostuð af íslenskum aðilum en mega einnig vera samstarfsverkefni við erlenda aðila. Styrkir eru veittir til ákveðinna verkefna að hámarki til eins árs. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári í mars og september. Næsti umsóknarfrestur er til 15. mars kl. 16.00. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is. Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi. Stjórn Hljóðritasjóðs Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Netfang: hljodritasjodur@rannis.is Umsóknarfrestur til 15. mars Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is SPÁNN Hæstiréttur Spánar hefur hafnað beiðni ákærðra leiðtoga kata- lónsku sjálfstæðishreyfingarinnar og nokkurra alþjóðlegra samtaka um að fá að senda alþjóðlega eftirlitsmenn til að fylgjast með komandi réttar- höldum. Samtök á borð við Amnesty International höfðu farið fram á slíkt auk nokkurra þingmanna á Evrópu- þinginu. Ákærðu hafa ítrekað lýst áhyggjum sínum af því að réttar- höldin yrðu ósanngjörn og pólitísks eðlis. International Trial Watch, regn- hlífarsamtök sex mannréttindabar- áttusamtaka innan og utan Spánar er stofnuð voru til að fylgjast með réttarhöldunum, brugðust illa við tíðindunum. „Það er gjörsamlega óskiljanlegt að hæstiréttur taki ekki frá sæti fyrir alþjóðlega eftirlitsmenn virtra samtaka á borð við American Bar Association, Fair Trials og FIDH. Við munum vinna að því að þetta fólk fái aðgang að dómsal,“ sagði í tísti. Ástæðan sem hæstiréttur gaf fyrir ákvörðuninni var sú að réttarhöld- unum verður sjónvarpað og streymt. „Allir borgarar sem vilja fylgjast með geta gert það,“ sagði í yfirlýsingu. Þá ákvað hæstiréttur aukinheldur að hafna beiðni ákærðu um að Fil- ippus konungur og Carles Puigde- mont, fyrrverandi forseti Katalóníu sem er á flótta undan ákæru, yrðu skikkaðir til að bera vitni í málinu. Hins vegar var greint frá því að Mari- ano Rajoy, forsætisráðherra Spánar haustið 2017, allnokkrir spænskir og katalónskir stjórnmálamenn og forseti Baskalands myndu bera vitni. Fastlega var búist við því að rétt- arhöldin myndu hefjast á þriðju- daginn. Ekkert varð af tilkynningu þess efnis í gær. Nú er því búist við að þau hefjist 12. febrúar en um það hefur ekki verið tilkynnt. Samkvæmt El Nacional hefur tekið lengri tíma en venjulega fyrir dómara að undir- búa sig enda ógrynni af gögnum sem þarf að fara yfir. Fangelsisdóms er krafist yfir tólf Katalónum; tveimur aðgerðasinnum og níu fyrrverandi ráðherrum auk forseta þingsins. Meginþorri þeirra hefur verið í varðhaldi um nokkurt skeið, þar af tveir í fimmtán mán- uði. Sótt verður að þeim úr þremur áttum. Ríkissaksóknari Spánar, sak- sóknari dómsmálaráðuneytisins og lögmenn öfgaíhaldsflokksins Vox sækja málið. Saksóknarar hins opinbera krefj- ast allt að 25 ára fangelsis fyrir hvern og einn en Vox gerir sterkari kröfu, allt að 74 ára fangelsi. Búist er við því að réttarhöldin sem eru fram undan muni taka nokkra mánuði. Á meðal þess sem Katalónarnir eru ákærðir fyrir er uppreisn, uppreisnaráróður og  slæm meðferð almannafjár en Vox gengur lengra og sakar stóran hluta ákærðu um skipulagða glæpa- starfsemi. thorgnyr@frettabladid.is Ekkert eftirlit verður með Katalóníumálinu Hæstiréttur Spánar hafnar beiðni Amnesty International, Evrópuþingmanna og fleiri um að fylgjast með réttarhöldum yfir katalónskum sjálfstæðissinnum. Fangelsisdóms krafist yfir tólf Katalónum. Réttarhöldin sögð pólitísks eðlis. „Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur,“ sagði á borða sem mót- mælendur í héraðshöfuðborginni Barcelona báru í gær. NORDICPHOTOS/AFP Áhyggjur í Bretlandi Hywel Williams, þingmaður Plaid Cymru á breska þinginu, lagði í vikunni fram þingsályktunartil- lögu um málið. Í texta tillögunnar sagði Williams að það væri löngu liðin tíð í öðrum evrópskum lýð- ræðisríkjum að ákæra fólk fyrir uppreisn og uppreisnaráróður. Þá lýsti hann yfir áhyggjum af stöðu Carme Forcadell, fyrr- verandi þingforseta. Sagði hana ákærða fyrir að leyfa umræður um sjálfstæði og benti á að meirihluti þingsins hefði viljað slíkar umræður. Williams fer fram á að breska þingið lýsi áhyggjum af til dæmis því að dómararnir sem fara með málið hafi verið skipaðir af stjórnmálamönn- um, jafnvel stjórnmálamönnum sem hafa áður lýst sig andvíga sjálfs- stjórn Katalóníu. „Þingið ætti að kalla eftir því að ríkisstjórn Bretlands for- dæmi málsmeðferðina, sem sýnir spænskt lýðræði í afar neikvæðu ljósi.“ Fimm meðflutningsmenn eru að tillögunni og til viðbótar hafa tólf lýst yfir stuðningi við hana. Stuðningurinn kemur úr þremur stærstu flokkum breska þingsins, Skoska þjóðarflokknum, Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. Í viðtali við Catalan News sagði Williams að það kæmi á óvart að Pedro Sánchez forsætisráðherra hefði ekki talað á skýrari hátt fyrir mannrétt- indum og lýðræði. „Ég tel að þetta mál sé pólitísks eðlis, ekki lagalegs.“ Hywel Williams, þingmaður velska flokksins Plaid Cymru á Bretlandsþingi. 2 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 1 1 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 8 -B 7 5 8 2 2 3 8 -B 6 1 C 2 2 3 8 -B 4 E 0 2 2 3 8 -B 3 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.