Fréttablaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 27
Móðursystirin og alnafna, Ragna Fossberg Craven, með ungri dóttur sinni
Freyju, en þær létust í fellibyl á Jamaíka árið 1951 ásamt eiginmanni Rögnu.
einhvern tímann hitt blóðforeldra
sína segir Ragna svo ekki hafa verið.
„Foreldrar hans skildu og móðir
hans giftist aftur. Þegar hann var
orðinn stálpaður komst hann í sam-
band við móður sína, þá var pabbi
hans nýdáinn, en hún guggnaði á
því að hitta hann.“
Fjölskulduharmleikur
Árið 1951, þegar Ragna var rúm-
lega tveggja ára, varð mikill harm-
leikur í fjölskyldunni. Eftir að hafa
nýlega misst mann sinn létust dóttir
Jóhönnu, Ragna Fossberg Craven,
Geoffrey Craven, enskur eiginmaður
hennar, sem var listmálari, og ung
dóttir þeirra í fellibyl á Jamaíka.
„Það hafði staðið til að Ragna ætt-
leiddi mig og ég færi út til fjölskyld-
unnar. Á Jamaíka bjuggu þau í litlu
hlöðnu steinhúsi, þeim var boðið
að flytja sig yfir í aðra byggingu en
töldu húsið sitt vera sterkt og urðu
þar kyrr. Húsið hrundi í fellibylnum
og þau dóu öll,“ segir Ragna.
Árið 2000 fór Ragna með blóð-
móður sinni og vinkonu, Guðrúnu
Ólafsdóttur, til Jamaíka. „Þetta var
eins konar pílagrímsferð. Ég pant-
aði herbergi fyrir okkur á hóteli og
við komumst svo að því að hótelið
var reist á grunni þar sem Ragna og
maður hennar höfðu rekið fyrir-
tæki með bátaleigu og sporthúsi.
Við hittum barþjón sem var sonur
garðyrkjumannsins þeirra. Þarna
komumst við í kynni við fólk sem
gat leitt okkur áfram, en við vitum
ekki enn hvar gröf fjölskyldunnar
er. Það veit enginn.“
Engin gifting
Blaðamaður forvitnast um einkalíf
Rögnu en hún á einn son, Ívar Örn
Helgason, með fyrri manni sínum,
Helga Sveinbjörnssyni. Hún hefur í
rúm 30 ár verið í sambúð með Birni
Emilssyni dagskrárgerðarmanni.
Þau eru ekki gift og Ragna segir að
það standi ekki til. „Ég er búin að
vera gift einu sinni. Það hefur ekkert
upp á sig að gifta sig.“
Hefur Björn beðið þín?
„Nei, hann þorir það ekki, enda
veit hann hversu ákveðin ég er í
þessu máli.“
Þú ert greinilega mjög ákveðin
kona.
„Sennilega er ég bara mjög lík
henni ömmu minni.“
Þótt Ragna hætti störfum hjá
Ríkisútvarpinu eru næg verkefni
fram undan. Hún er að hefja vinnu
við átta þátta seríu sem tekur þrjá
mánuði í upptökum. Þetta er Ráð-
herrann sem Sagafilm framleiðir
fyrir RÚV og leikstjórar eru Arnór
Pálmi Arnarson og Nanna Kristín
Magnúsdóttir. „Þetta verður
skemmtilegt verkefni. Ég ætla samt
að gæta þess vel að fylla líf mitt ekki
af vinnu,“ segir Ragna. „Það er gott
að geta dundað við eitt og annað á
morgnana og þurfa ekki að rífa sig
upp til að mæta einhvers staðar.“
ÞARNA KOMUMST VIÐ Í
KYNNI VIÐ FÓLK SEM
GAT LEITT OKKUR
ÁFRAM, EN VIÐ VITUM
EKKI ENN HVAR GRÖF
FJÖLSKYLDUNNAR ER.
ÞAÐ VEIT ENGINN.
Á þessari fal-
legu mynd er
Ragna Fossberg
Craven með
dóttur sína
Freyju. Til stóð
að Ragna Foss-
berg yngri færi
í fóstur til þess-
arar móður-
systur sinnar og
alnöfnu. Harm-
leikur kom í
veg fyrir það
en árið 2000
fór Ragna til
Jamaíka, í píla-
grímsferð eins
og hún kallar
það sjálf.
Haltu uppi fjörinu
Ótakmarkað
Internet
Netbeinir og WiFi
framlenging
Ótakmarkaður
heimasími
Myndlykill + Skemmtipakkinn
Allt í einum pakka á lægra verði
+ Skemmtipakkinn fyrir 16.990 kr. á mánuði.*
Kláraðu málið á vodafone.is, í síma 1414 eða komdu við í næstu verslun.
*Aðgangsgjald og dreifigjald er ekki innifalið í verði.
H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27L A U G A R D A G U R 2 . F E B R Ú A R 2 0 1 9
0
2
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
2
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
3
8
-C
6
2
8
2
2
3
8
-C
4
E
C
2
2
3
8
-C
3
B
0
2
2
3
8
-C
2
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
1
2
s
_
1
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K