Fréttablaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 98
BÆKUR
Leðurblakan: Ugluréttur – Upp-
runalega Ra’s al Ghul-sagan
Höfundar: Scott Snyder,
Denny O’Neil o.fl.
Útgefandi: Nexus
Staðfastur í þeirri trú minni að ekkert sé jafn vel til þess fallið að viðhalda og virkja sköp-
unargáfu barna og halda þeim frá
óreglu og rugli og nördismi hef
ég lagt mun meiri áherslu á
reglulegar ferðir með þau í
Nexus, frekar en til dæmis
á fótboltaæfingar. Síðan er
auðvitað mikill lúxus fyrir
fullorðið barn að geta
deilt áhugamálum
með krökkunum
sínum og núlla
þannig út kyn-
slóðabilið. En
nóg af ókeypis
u p p e l d i s -
ráðum.
M y n d a -
sögur eru
bókmenntir
o g þ e i m
t ö f r u m
gæddar að
þ æ r st u ð l a
samtímis að
texta- og mynd-
læsi en það síðar-
nefnda er ekki síður
mikilvægur eiginleiki
á vorum tættu tímum
athyglisbrests og offram-
Öflugt lestrarátak Leðurblökunnar
Leðurblakan er byrjuð að tala ís-
lensku og nær þannig vonandi að
hvetja unga nörda til þess að lesa
sér til gagns. Og gamans.
,,Fjárfestu í sjálfum þér – lykill að farsælum efri árum“
Ráðstefna fimmtudaginn 7. febrúar 2019
Grand hótel Reykjavík
13:00-13:10
13:10-13:40
13:40-14.10
14:10-14:30
14:30-14:40
14:40-15:00
15:00-15:20
Ráðstefna sett Anna Birna Jensdóttir formaður Öldrunarráðs Íslands.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og heilsueflandi samfélög.
Alma Dagbjört Möller landlæknir.
Áhrif fjölþættrar heilsueflingar á efnaskiptavillu, líkamssamsetningu
og hreyfifærni eldri aldurshópa.
Dr. Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur.
Undirbúningur að efri árum með tilliti til fjármála og réttinda.
Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri hjá Íslandsbanka.
Hléæfing og hressing.
Endurhæfing í heimahúsi, hvernig hefur gengið?
Ásbjörg Magnúsdóttir, verkefnastjóri endurhæfingar í heimahúsi
innan heimahjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
,,Sterkari með aldrinum“.
Steinunn Leifsdóttir M.SC. í íþróttafræði og forstöðumaður hjá
Sóltúni Heima.
15:20–15:30 Samantekt og ráðstefnulok.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landsambands eldri borgara.
Ráðstefnustjóri: Anna Birna Jensdóttir formaður Öldrunarráðs Íslands.
Ráðstefna er öllum opin og aðgangur frír.
Streymt verður frá ráðstefnunni.
urnar eru prentaðar á góðan pappír
og njóta sín ákaflega vel. Bækurnar
eru þannig afskaplega eigulegir
gripir sem er auðvitað algert lykil-
atriði þar sem einn helsti fylgikvilli
nörd isma er söfnunarárátta sem í
svæsnustu tilfellunum stappar nærri
sturlun.
Íslensk þýðing Haraldar Hrafns
Guðmundssonar er prýðileg og mál-
farið hjá Leðurblökunni og vinum
hans og andskotum í Gotham-borg,
er miklum mun vandaðra en það
sem stóð minni kynslóð til boða í
Tarzan-blöðunum frá Siglufjarðar-
prentsmiðjunni sem þóttu þó mikill
happafengur á níunda áratug síð-
ustu aldar.
Vissulega er býsna djarft að gera
textann alíslenskan en hjá Leður-
blökunni er ekkert annaðhvort eða
og þótt Leðurblakan og enn frekar
Glóbrystingur komi spánskt fyrir
sjónir til að byrja með þá venjast
nöfnin ágætlega og fara þeim Bat-
man og Robin prýðilega.
80 ára sigurganga
Leðurblökumaðurinn lét fyrst á sér
kræla á síðum Detective Comics
#27 árið 1939 og þótt ofurhetjum
í hasarblöðum hafi fjölgað hratt
síðan þá og fulltrúar keppinautar-
ins Marvel hafi gerst ansi frekir til
fjörsins í seinni tíð þá gnæfir Leður-
blökumaðurinn alltaf yfir þessu öllu
saman.
Hann heldur vinsældum sínum og
sjarma hvað sem á dynur og meira
að segja sú viðbjóðslega kvikmynd
Batman & Robin frá árinu 1997 gat
ekki einu sinni gert út af við Leður-
blökuna.
Eins og gefur að skilja er af miklu
að taka úr 80 ára útgáfusögu Leður-
blökunnar. Ekki síst þar sem engin
önnur myndasögupersóna hefur
í gegnum tíðina laðað að sér jafn
marga úrvals myndasöguhöfunda
og teiknara.
Og víkur þá sögunni að því hversu
mikill hvalreki þessar íslensku Leð-
urblöku-bækur eru líka fyrir okkur
gömlu nördana. Nexus hefur nefni-
lega fengið Pétur Yngva Leósson til
þess að ritstýra útgáfunni og þeir
eru vandfundnir á landi hér sem
búa yfir jafn djúpstæðri og yfirgrips-
mikilli þekkingu á myndasögum.
Ra’s al Ghul kynntur til leiks
Pétur Yngvi stjórnaði myndasögu-
deild Nexus í árdaga og handvelur
þær sögur sem birtast í Leðurblöku-
bókunum en það jafnast á við að
yfirþjónninn á stjörnum prýddum
Michelin-veitingastað velji ofan í
mann bestu kræsingarnar af mat-
seðlinum.
Þannig fáum við nú í fyrstu sjö
bókunum, meðal annars, uppruna-
legu söguna eftir Denny O’Neil um
einn höfuðóvin Leðurblökunnar,
Ra’s al Ghul. Sagan kom út 1970-
1972 og það sem er mest um vert
er að allir tíu hlutarnir hafa aldrei
í sögu DC-Comics komið út í réttri
lesröð, fyrr en nú.
Þá er rétt að geta þess að leik-
stjórinn Christopher Nolan notaði
þessa sögu sem grunninn að Bat-
man Begins sem markaði upphafið
á stórkostlegum þríleik hans um
Leðurblökuna. Þannig að þetta er
saga sem sannir aðdáendur geta
ekki látið fram hjá sér fara.
Þórarinn Þórarinsson
NIÐURSTAÐA: Vönduð og eiguleg
útgáfa Nexus á sögum um Leðurblökuna
á íslensku er til mikillar fyrirmyndar.
Virðingarvert framtak sem vonandi mun
skila mörgum sígildum Batman-sögum
til nýrra og gamalla aðdáenda.
boðs upplýsinga og afþreyingar
með myndrænni framsetningu.
Það er því virðingarvert og vel
til fundið hjá Nexus að færa „Bat-
man“ nær ungum lesendum með
því að gefa hann út á íslensku en
nördarnir eru ekki síst drifnir áfram
af þeirri hugsjón að með aðgengi-
legum og spennandi mynda-
sögum á móðurmálinu megi
virkja unga stráka til lestrar.
Óskabyrjun
Fyrstu tvær Leður-
blöku-bækurnar lofa
virkilega góðu enda
vandað til útgáfunn-
ar í hvívetna. Sög-
2 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R54 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
2
F
B
1
1
2
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
3
8
-9
4
C
8
2
2
3
8
-9
3
8
C
2
2
3
8
-9
2
5
0
2
2
3
8
-9
1
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
1
2
s
_
1
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K